Fréttablaðið - 13.03.2005, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 13.03.2005, Blaðsíða 29
Styrktarfélag vangefinna Búseta Þroskaþjálfar og stuðningsfulltrúar óskast til starfa á heimili í Víðihlíð. Um er að ræða hlutastörf á kvöldin og um helgar og aðra hvora helgi. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf fljótlega eða eftir nánara samkomulagi. Hlutverk starfsfólks er fyrst og fremst fólgið í því að leiðbeina og aðstoða íbúa í daglegu lífi. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Steinsólfsdóttir í síma 862-3875. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum. Ris ehf. óskar eftir kranamönnum til framtíðarstarfa. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu fyrirtækisins www.risehf.is. Frekari uppl. eru veittar á skrifstofu Ris ehf. í síma 544-4150 eða hjá Sigurfinni í síma 693-3340. Ferð fyrir tvo til Prag og fleiri stórvinningar... Stórbingó Verður haldið í Álfafelli Íþróttahúsinu v/ Strandgötu sunnudaginn 13. mars kl. 14.00. Stórglæsilegir vinningar. Allur ágóði rennur til slysavarna í Hafnarfirði. Slysavarnadeildin Hraunprýði Byggingaverkamenn, Járnamenn Óskum eftir að ráða til starfa Byggingaverka- menn og Járnamenn við byggingu Stöðvar- húss Kárahnjúkavirkjunar. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar í síma 470 4600. Einnig er hægt að senda umsóknir á tölvupósti fosskraft@fosskraft.is eða á faxi 470 4601. Fosskraft er sameignarfélag Ístaks hf, Íslenskra aðalverktaka hf og Hochtief Construction As. Bílstjórar og vélamenn óskast Ásberg verktakar óska eftir að ráða vana bílstjóra á vörubíla og einnig vana vélamenn. Upplýsingar í gefur Markús síma 892 0419. Sendiráð – Íbúð Bandaríska Sendiráðið óskar að taka á leigu fallega, góða íbúð eða hæð helst í eða nálægt miðbænum án húsgagna. Æskileg stærð 100 – 140 fm, tvö eða fleiri svefnherbergi, góðir skápar. Leigutími er að minsta kosti 3 ár. Tilboð óskast á skrifstofutíma í síma 562-9100, Anna Einarsdóttir í #22284, fax 562-9123, 693-9234 eða netfang einarsdottirax@state.gov. Laus staða yfirbókavarðar Norræna húsið auglýsir lausa stöðu yfirbókavarðar. Við bjóðum upp á starf sem felur í sér sjálfstæði og frum- kvæði við áframhaldandi þróun og rekstur bókasafnsins sem starfar eftir norrænum hefðum hússins. Bókasafnið hefur frá stofnun 1968, verið þungamiðja hússins. Þar eru nú u.þ.b. 30 000 bækur, allar á frummálinu: norsku, sænsku, dönsku, finnsku, færeysku, samísku og græn- lensku. Safnið lánar einnig út DVD diska og myndbönd, hljómdiska og tímarit, ásamt grafikkmyndum úr artóteki safnsins. Bókasafnið sér um áskriftir á norrænum dag- blöðum sem liggja frammi í kaffistofu hússins. Bókasafn Norræna hússins þjónar öllum íbúum landsins. Yfirbóka- vörður gegnir jafnframt starfi aðstoðarforstjóra og stað- gengils forstjóra. Starfið býður upp á mikið sjálfstæði en jafnframt samvinnu við aðra starfsmenn hússins og samstarfsaðila á Íslandi og á Norðurlöndunum. Laus staða dagskrárfulltrúa Norræna húsið auglýsir lausa stöðu dagskrárfulltrúa. Dagskrá Norræna hússins er fjölbreytt og leiga á húsnæði er umfangsmikil. Við leitum eftir starfskrafti með góða skipulagshæfileika og frumkvæði. Viðkomandi þarf að sinna daglegum skrifstofustörfum, hafa yfirumsjón með útleigu hússins og hafa frumkvæði að smærri sýningum, tungumála- og tónlistardagskrám, ráðstefnum og fyrirlestrum. Dagskrárfulltrúanum verða sérstaklega falin verkefni sem tengjast tungumálum og tónlist. Starfið gefur möguleika á sjálfstæði en einnig að vinna í hóp. Norræna húsið í Reykjavík var vígt 1968. Það er hannað af hinum heimsfræga finnska arkitekt Alvar Aalto. Húsið er nálægt miðborg Reykjavíkur og í næsta nágrenni við Há- skóla Íslands. Norræna húsið er norræn menningarstofnun og er aðalmarkmið þess er að styrkja tengsl innan Norðurlandanna, efla og styrkja áhuga á norrænum málefnum á Íslandi og koma upplýsingum um Ísland á framfæri á hinum Norðurlöndunum. Í húsinu fer fram margs konar dagskrá, þar er rekið öflugt bókasafn og sýningar af ýmsu tagi eru í sýningarsölum hússins. Stjórn hússins er skipuð af Menningarmálaráðuneytum Norðurlandanna. Kostnaður við rekstur Norræna hússins er greiddur sameiginlega af Norðurlöndunum undir umsjón Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn. Umsóknarfrestur um bæði störfin er til 31. mars 2005. Ráðið er í starf yfirbókavarðar frá 1. júní 2005 Ráðið er í starf dagskrárfulltrúa frá 1. júlí 2005. Nánari upplýsingar um störfin er að finna á www.nordice.is. Lausar stöður 9 ATVINNA Hlíðaskóli. Skólaliði óskast til starfa strax í Hlíðaskóla. Um er að ræða fullt starf. Upplýsingar gefur Ingibjörg Möller aðstoðarskólastjóri í síma 552 5080.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.