Fréttablaðið - 13.03.2005, Blaðsíða 29
Styrktarfélag
vangefinna
Búseta
Þroskaþjálfar og stuðningsfulltrúar
óskast til starfa á heimili í Víðihlíð.
Um er að ræða hlutastörf á kvöldin og um helgar og
aðra hvora helgi. Æskilegt er að umsækjendur geti
hafið störf fljótlega eða eftir nánara samkomulagi.
Hlutverk starfsfólks er fyrst og fremst fólgið í því að
leiðbeina og aðstoða íbúa í daglegu lífi.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Steinsólfsdóttir
í síma 862-3875.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum.
Ris ehf. óskar eftir kranamönnum
til framtíðarstarfa.
Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu
fyrirtækisins www.risehf.is.
Frekari uppl. eru veittar á skrifstofu Ris ehf.
í síma 544-4150 eða hjá Sigurfinni í síma 693-3340.
Ferð fyrir tvo til Prag
og fleiri stórvinningar...
Stórbingó
Verður haldið í Álfafelli Íþróttahúsinu
v/ Strandgötu sunnudaginn 13. mars kl. 14.00.
Stórglæsilegir vinningar.
Allur ágóði rennur til slysavarna í Hafnarfirði.
Slysavarnadeildin Hraunprýði
Byggingaverkamenn,
Járnamenn
Óskum eftir að ráða til starfa Byggingaverka-
menn og Járnamenn við byggingu Stöðvar-
húss Kárahnjúkavirkjunar.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
okkar í síma 470 4600.
Einnig er hægt að senda umsóknir á tölvupósti
fosskraft@fosskraft.is eða á faxi 470 4601.
Fosskraft er sameignarfélag Ístaks hf, Íslenskra
aðalverktaka hf og Hochtief Construction As.
Bílstjórar og vélamenn óskast
Ásberg verktakar óska eftir að ráða vana bílstjóra
á vörubíla og einnig vana vélamenn.
Upplýsingar í gefur Markús síma 892 0419.
Sendiráð – Íbúð
Bandaríska Sendiráðið óskar að taka á
leigu fallega, góða íbúð eða hæð helst
í eða nálægt miðbænum án húsgagna.
Æskileg stærð 100 – 140 fm, tvö eða fleiri
svefnherbergi, góðir skápar.
Leigutími er að minsta kosti 3 ár.
Tilboð óskast á skrifstofutíma í síma 562-9100,
Anna Einarsdóttir í #22284, fax 562-9123, 693-9234
eða netfang einarsdottirax@state.gov.
Laus staða yfirbókavarðar
Norræna húsið auglýsir lausa
stöðu yfirbókavarðar.
Við bjóðum upp á starf sem felur í sér sjálfstæði og frum-
kvæði við áframhaldandi þróun og rekstur bókasafnsins
sem starfar eftir norrænum hefðum hússins. Bókasafnið
hefur frá stofnun 1968, verið þungamiðja hússins. Þar
eru nú u.þ.b. 30 000 bækur, allar á frummálinu: norsku,
sænsku, dönsku, finnsku, færeysku, samísku og græn-
lensku. Safnið lánar einnig út DVD diska og myndbönd,
hljómdiska og tímarit, ásamt grafikkmyndum úr artóteki
safnsins. Bókasafnið sér um áskriftir á norrænum dag-
blöðum sem liggja frammi í kaffistofu hússins. Bókasafn
Norræna hússins þjónar öllum íbúum landsins. Yfirbóka-
vörður gegnir jafnframt starfi aðstoðarforstjóra og stað-
gengils forstjóra. Starfið býður upp á mikið sjálfstæði en
jafnframt samvinnu við aðra starfsmenn hússins og
samstarfsaðila á Íslandi og á Norðurlöndunum.
Laus staða dagskrárfulltrúa
Norræna húsið auglýsir lausa
stöðu dagskrárfulltrúa.
Dagskrá Norræna hússins er fjölbreytt og leiga á
húsnæði er umfangsmikil. Við leitum eftir starfskrafti
með góða skipulagshæfileika og frumkvæði. Viðkomandi
þarf að sinna daglegum skrifstofustörfum, hafa
yfirumsjón með útleigu hússins og hafa frumkvæði að
smærri sýningum, tungumála- og tónlistardagskrám,
ráðstefnum og fyrirlestrum. Dagskrárfulltrúanum verða
sérstaklega falin verkefni sem tengjast tungumálum og
tónlist. Starfið gefur möguleika á sjálfstæði en einnig að
vinna í hóp.
Norræna húsið í Reykjavík var vígt 1968. Það er hannað af hinum heimsfræga finnska
arkitekt Alvar Aalto. Húsið er nálægt miðborg Reykjavíkur og í næsta nágrenni við Há-
skóla Íslands. Norræna húsið er norræn menningarstofnun og er aðalmarkmið þess er
að styrkja tengsl innan Norðurlandanna, efla og styrkja áhuga á norrænum málefnum á
Íslandi og koma upplýsingum um Ísland á framfæri á hinum Norðurlöndunum. Í húsinu
fer fram margs konar dagskrá, þar er rekið öflugt bókasafn og sýningar af ýmsu tagi
eru í sýningarsölum hússins. Stjórn hússins er skipuð af Menningarmálaráðuneytum
Norðurlandanna. Kostnaður við rekstur Norræna hússins er greiddur sameiginlega af
Norðurlöndunum undir umsjón Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn.
Umsóknarfrestur um bæði störfin er til 31. mars 2005.
Ráðið er í starf yfirbókavarðar frá 1. júní 2005
Ráðið er í starf dagskrárfulltrúa frá 1. júlí 2005.
Nánari upplýsingar um störfin er að finna á www.nordice.is.
Lausar stöður
9
ATVINNA
Hlíðaskóli.
Skólaliði óskast til starfa strax í Hlíðaskóla.
Um er að ræða fullt starf. Upplýsingar gefur Ingibjörg
Möller aðstoðarskólastjóri í síma 552 5080.