Fréttablaðið - 13.03.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 13.03.2005, Blaðsíða 60
HANDBOLTI Ólafur Stefánsson og fé- lagar hjá Ciudad Real komust í gær í undanúrslit Meistaradeild- arinnar í handbolta þegar liðið sigraði Fotex Vezsprém frá Ung- verjalandi á útivelli, 33-34. Það fór ekki eins vel hjá Loga Geirs- syni hjá Lemgo því hans lið tapaði með 5 marka mun fyrir Celje Lasko 35-30. Slóvenska liðið vann fyrri leikinn 33-29 og ljóst að Lemgo sá aldrei til sólar í leikn- um. Ólafur átti mjög góðan leik með Ciudad Real í gær og skoraði alls 6 mörk, öll í fyrri hálfleik, og komu fjögur þeirra úr vítum. Taktík Ólafs í vítunum var oftast keimlík þeirri sem hann notaði óspart á HM í Túnis þar sem hann „vippaði“ yfir markmenn and- stæðingana og gerði hann hreinlega lítið úr markmönnum Vészprem á köflum í gær. Ólafur og spænska stórskyttan Alberto Entrerrios voru allt í öllu í sóknarleik Spánarmeistaranna framan af leik og réðu leikmenn Vezsprém ekkert við þá. Ciudad, sem vann fyrri leikinn með sjö mörkum, hafði ávallt frumkvæðið í leiknum og hleypti ungverska liðinu aldrei nálægt sér. Staðan í hálfleik var 20-17, Ciudad í vil, en Ólafur lét minna fyrir sér fara í seinni hálfleik þeg- ar minni spámenn liðsins fengu að spreyta sig. Þegar upp var staðið hafði Ciu- dad skorað 34 mörk gegn 33 mörkum heimamanna og sann- færandi sigur því staðreynd. Javier Hombrados í markinu var maður leiksins en hann fór hrein- lega á kostum og varði hátt í 30 skot. Logi skoraði 1 mark úr víti fyr- ir Lemgo í leiknum gegn Celje en þetta slóvenska lið er núverandi Evrópumeistari og gríðarlega erfitt heim að sækja. Með hliðsjón af meiðslavandræðunum sem Lemgo á við að stríða um þessar mundir var eiginlega óraunhæft að liðið kæmist áfram og sú varð einmitt raunin. Barcelona komst einnig áfram með sex marka sigri á Kiel. Þýska liðið vann fyrri leikinn með fimm mörkum svo að það mátti alls ekki tæpara standa hjá Barcelona. ■ 28 13. mars 2005 SUNNUDAGUR HANDBOLTI Um hörkurimmu var að ræða í viðureign Vals og HK. Heimamenn á Hlíðarenda höfðu frumkvæðið allan tímann og fóru á endanum með sætan 32-30 sigur af hólmi þar sem markverðir beggja liða voru í aðalhlutverki. Pálmar Pétursson varði 19 skot í marki Vals en hjá HK gerði Björgvin Gústafsson gott um betur og varði heil 22 skot. Svavar Vignisson átti stórleik fyrir Eyjamenn í gær og réðu varnarmenn KA lítið sem ekkert við hann. Svavar skoraði 10 mörk í leiknum en næstur kom Titi Kalandaze með 7 mörk. Með sigrinum skaust ÍBV upp í þriðja sæti deildarinnar og er liðið nú aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Hauka. Víkingar sýndu Haukum ef- laust meiri mótspyrnu en þeir bjuggust við og hefðu heimamenn með smá heppni náð að velgja Haukum meira undir uggum ef ekki hefði verið fyrir góðan leik Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Andra Stefans Guðrúnarsonar. Þröstur Helgason átti stjörnuleik fyrir Víking og skoraði 12 mörk. ÍR-ingar byrjuðu gríðarlega vel á heimavelli gegn Þór og komust í 9-2 á upphafsmínút- unum. Það bil náðu gestirnir frá Akureyri aldrei að brúa almennilega þó svo að ekki hafi munað nema tveimur mörkum á liðunum í lokin, 32-30, nýkrýndum bikarmeisturum ÍR í vil. FH fékk heimavallaréttinn Síðasta umferðin í DHL-deild kvenna var leikin í gær og mesta spennan fyrirfram var í leik Vals og FH sem fram fór á Hlíðarenda því ljóst var að sigurvegarinn í leiknum fengi heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikurinn stóð svo sannarlega undir væntingum því að hann var hnífjafn og spennandi. Þegar 2 sekúndur voru eftir fengu FH- ingar vítakast og var það Dröfn Sæmundsdóttir sem fékk það erfiða verkefni að stíga á punktinn. Dröfn gerði engin mis- tök, skoraði örugglega úr vítinu og kórónaði þannig stórleik sinn með sínu 13 marki. Með sigrinum tryggði FH sér fjórða sætið í deildinni og hefur liðið því heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, en þar mætir liðið einmitt Valskonum. Og af leiknum í gær að dæma er víst að einvígi liðanna í úrslitakeppninni mun verða hin besta skemmtun. Haukar héldu sigurgöngu sinni áfram og tryggðu sér deildar- meistaratitilinn með öruggum sigri á Gróttu/KR á útivelli, 21-30. Haukar mæta Fram í úrslita- keppninni. ÍBV, sem hafnaði í öðru sæti deildarinnar, sigraði botnlið Fram og mætir Víkingi. Síðasta einvígi 8-liða úrslitanna verður síðan á milli Stjörnunnar og Gróttu/KR. ■ VALSMENN UPP FYRIR HK Vilhjálmur Halldórsson skoraði 4 mörk í tveggja marka sigri Valsmanna á HK á Hlíðarenda í gærdag. Fréttablaðið/Stefán Mikilvægt hjá Val Joe Cole, miðjumaður Chelsea,segir liðið hafa sannað það á síð- ustu vikum að það geti vel spilað án hollendingsins Arjen Robben. Það er ekki síst Cole sem hefur staðið sig best í fjarveru Robben og hefur augljóslega fengið aftur sjálfstraustið sem hann skorti svo augljóslega framan af tímabilinu. „Fólk sagði okkur eiga í krísu vegna þess að okkur gekk ekki sem skyldi fyrst eftir að Robben meiddist. Þvílíkt bull. Auðvitað er hann lykilmaður í okkar liði en hópur Chelsea er þannig skipaður í dag að við meg- um alveg við því að missa menn í meiðsli. Aðrir taka einfaldlega af skarið í staðinn,“ segir Cole. Romario hinn brasilíski mun spilameð utandeildarliðinu Garforth í Englandi á næstu leiktíð. Romario er ekki eina fyrrverandi stjórstjarnan frá Brasilíu sem Simon Clifford, eiganda og framkvæmdastjóra Garforth, tekst að lokka til sín en fyrr í vetur spilaði Socrates nokkra leiki fyrir liðið. Fróðlegt verður að sjá hvort Romario hefur það sem til þarf í utandeildina í Englandi. Dejan Vasic, 24 ára gamall miðju-maður frá Serbíu/Svartfjalla- landi, er kominn til reynslu til Grindavíkur og spilaði hann með liðinu gegn Fylki í deildarbikarnum í gær. Vasic þessi er uppalinn hjá stórveldi Rauðu Stjörnunnar í Júgóslavíu og þótti mjög efnilegur á sínum tíma. Vasic verður við æfingar hjá liðinu í tæpan vikutíma og að honum loknum verður tekin ákvörð- un um hvort Vasic verður boðinn samningur. Bode Miller frá Bandaríkjunumtryggði sér í gær heimsbikarinn í samanlögðum alpa- greinum. Miller varð annar í stór- svigskeppni í gær og gaf það honum nægilega mörg stig til að tryggja sér sigurinn. Benjamin Raich frá Austurríki, helsti keppinautur Millers um titilinn í samanlögðu, hafnaði í þriðja sæti í mótinu og tryggði það honum heimsbikarinn í stórsviginu, en áður hafði hann orðið heimsbikarmeistari í svigi. Miller Miller er fyrsti Banda- ríkjamaðurinn í 22 ár sem vinnur heimsbikarinn í samanlögðu. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Ársþing HSÍ: Breytingar samþykktar HANDBOLTI Róttækar breytingar munu verða á DHL-deildinni í handknattleik á næsta ári en tillögur þess efnis voru sam- þykktar á ársþingi Handknatt- leikssambandsins sem haldið var í gær. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni munu öll karlaliðin leika í einni deild á næsta ári þar sem 8 efstu liðin leika í úrvalsdeild leiktíðina 2006- 2007. Sex neðstu liðin munu falla niður í 1. deild. Fjögur efstu lið Íslandsmótsins munu síðan heyja baráttu sín á milli í svokölluðum deildabikar sem hefst strax að hefðbundnu Íslandsmóti loknu. ■ Meistaradeildin í handbolta BARCELONA–KIEL 33–27 Mörk Barcelona: Dragan Skrbic 6, Jerome Fernandez 6, Hernandez 5, Hussein Nagy 4, Iker Romero 4, O´Callaghan 4, Lars Krogh Jeppesen 3, Puig 1. Mörk Kiel: Lundstrom 7, Lövgren 4, Christian Zeitz 4, Ahlm 4, Hagen 3, Preib 1, Pungartnik 1. CELJE LASKO–LEMGO 35–30 Mörk Celje: Kokcharow 9, Rutenka 8, Natek 7, Kozomara 5, Gajic 3, Rumen 1, Zorman 1, Mörk Lemgo: Florent Kehrmann 7, Binder 6, Marc Baumgartner 5, Christian Schwarzer 5, Bonath 2, Daniel Stephan 2, Christophersen 2, Logi Geirsson 1. FOTEX VESZPRÉM–CIUDAD REAL 33–34 Mörk Veszprém: Lazarov 8, Perez 8, Eklemovic 5, Buday 5, Gulyas 3, Gal 1, Pastorz 1, Mörk Ciudad: Alberto Enrerrios 7, Ólafur Stefánsson 6, Ortega 6, Talent Dusebaiev 5, Hussain Zaky 3, Mirko Dzomba 2, Rolando Urios 2, Claus Möller Jakobsen 1, Prieto 1, Jonas Kallman 1. LEIKIR GÆRDAGSINS Anders Frisk: Hættur að dæma FÓTBOLTI Sænski knattspyrnudóm- arinn Anders Frisk hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna eftir að hafa fengið urmul af líflátshót- unum undanfarnar tvær vikur. Þessi 42 ára gamli dómari, sem af mörgum er talinn einn sá besti í heimi, komst í sviðs- ljósið eftir að hafa dæmt fyrri leik Chelsea og Barcelona í Meist- aradeildinni. Frisk rak þá Didier Drogba útaf eftir að hafa átt í meintu ráðabruggi með Frank Rijkaard, þjálfara Barcelona í hálfleik. „Stuðningsmenn Chelsea eru ábyrgir fyrir þessari ákvörðun minni. Ég hef fengið hótanir í gegnum síma, með tölvupósti og í venjulegum pósti. Þetta hefur haft mikil áhrif á fjölskyldu mína og mér finnst ekki lengur þess virði að stunda dómgæslu. Ég mun aldrei aftur stíga fæti inn á fótboltavöll,“ sagði Frisk í gær, en hann komst einnig í hann krappan á síðasta ári þegar hann fékk smápening í höfuðið úr stúkunni þegar hann dæmdi leik Roma og Dynamo Kiev í Meist- aradeildinni og skildi hann eftir alblóðugan. ■ Ólafur og félagar komust áfram Síðari leikir 8-liða úrslitanna í Meistaradeildinni í handbolta fóru fram í gær: Valsmenn unnu gríðarlega mikilvægan sigur á HK í DHL-deild karla í hand- bolta í gær og komu sér í efri helming deildarinnar á nýjan leik. Eyjamenn eru á miklu skriði en Haukar halda toppsætinu eftir útisigur á Víkingum. ÓLAFUR STEFÁNSSON Lék mjög vel með liði sínu í Evrópukeppninni í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.