Fréttablaðið - 13.03.2005, Blaðsíða 16
S igmundur Guðbjarnasonstofnaði með Þráni Þorvald-syni og Steinþóri Sigurðs-
syni fyrirtækið SagaMedica árið
2000 og er þar stjórnarformaður,
en fyrirtækinu er ætlað að vinna
afurðir úr lækningajurtum. Hann
hefur þó starfað að margvíslegum
rannsóknum í yfir 40 ár og enn er
vitnað í 35 ára gamlar rannsóknir
hans á hjartanu. „Ég hafði svolítið
gaman af því á ráðstefnu sem ég
sótti í Winnipeg árið 2001 að
skyndilega vatt sér fagnandi að
mér ungur japanskur læknir og
hrópaði „You are still alive!“ en
hann hafði þá sjálfsagt verið að
lesa þessar gömlu greinar í sér-
grein sinni,“ segir Sigmundur, en
hann rannsakaði einnig á árum
áður virkni Omega-3 fitusýra og
aðstoðaði Lýsi hf. við að koma á
markað slíkum afurðum úr lýsinu.
„Það var hins vegar ekkert fyrir-
tæki til að taka við þessum rann-
sóknum á heilsubótarefnum úr
jurtunum,“ segir hann og þar með
var komin kveikjan að stofnun
SagaMedica.
Vildu sannreyna gömul fræði
Sigmundur segist hafa verið orð-
inn latari við að sækja ráðstefnur
á fjarlæga staði eftir því sem árin
færðust yfir, en eftir að hafa haf-
ið inntöku á hvannarveiginni Ang-
elica hafi þróttur hans í þeim efn-
um aukist aftur og gæti því enn
átt eftir að koma ungum læknum
á óvart á fjarlægum stöðum. Eftir
að hann lét af embætti háskóla-
rektors fór Sigmundur af forvitni
að huga að lækningajurtum og er
SagaMedica sprottið upp úr þeim
rannsóknum síðustu 10 til 12 árin.
„Við Steinþór höfum stundað
þessar rannsóknir saman og má
segja að við höfum farið af stað til
að kanna hvort hægt væri að stað-
festa með nútímaaðferðum vís-
indanna hvort formæður okkar
hefðu rétt fyrir sér í notkun lækn-
ingajurta og viljum stuðla þar
með að hagnýtingu þekkingarinn-
ar. Við byrjuðum á að skima eftir
áhugaverðri lífvirkni í um 40 jurt-
um, en alls eru víst einar 80 til hér
á landi sem flokkaðar eru sem
lækningajurtir.“ Hann segir að lít-
ið hafi fundist af þeirri virkni sem
þeir félagar leituðu að í mörgum
jurtanna, mjög mikið í öðrum.
Þeir þrengdu því leitina og beindu
athyglinni einkum að ætihvönn,
geithvönn, vallhumli, blóðbergi,
blágresi og lúpínu, en þessar jurt-
ir voru flestar notaðar í heilsubót-
arskyni langt fram á 20. öld. Þeg-
ar fyrstu niðurstöður rannsókna
fóru að koma í ljós segir hann þá
félaga hafa sannfærst um að
nokkuð hafi verið til í gömlu fræð-
unum. Meginþunginn hefur hins
vegar verið á rannsóknir og
vinnslu afurða úr ætihvönn, en í
henni segir Sigmundur að hafi
verið mest fjölbreytni af virkum
efnum, auk þess sé nóg til af
henni, enda vaxi hún um allt land.
Hvönn gegn veirusýkingum
„Þegar við fórum að skoða til
hvers fólk notaði hvönnina, þá var
það fyrst og fremst til að auka
þrek og kraft eftir erfið veikindi,“
segir Sigmundur og bætir við að
fólk finni einnig fyrir þessum eig-
inleikum í afurðinni Angelica,
sem er jurtaveig unnin úr hvönn-
inni. Þá segir hann að á öldum
áður hafi hvönnin líka verið notuð
við magakvillum og brjóstveiki.
Hvönnin heitir á latínu Ang-
elica archangelica, en nafnið er
þannig til komið að erkiengill á að
hafa birst munki á miðöldum og
bent honum á að nota hvönnina í
baráttunni við drepsóttir sem þá
gengu. „Það var trú manna að
þetta kæmi að gagni og þarf ekki
að vera út í bláinn, því þarna eru
veiruvirk efni sem kunna að virka
á fleiri veirur en við höfum próf-
að.“ Sigmundur segir mann úti í
Taívan hafa keypt nokkuð af af-
urðum SagaMedica og telur ekki
loku fyrir það skotið að þau tengd-
ust vandamálum tengdum
fuglaflensu þar. „Það yrði nú samt
trúlega of dýrt fyrir þá að kaupa
þetta í kjúklingafóðrið í Asíu,“
segir Sigmundur og hlær við, en
bætir um leið við á alvarlegri nót-
um að vissulega sé full ástæða til
að kanna nánar lækningajurtir
sem kunni að gagnast í baráttunni
við skæðar veirur. „Ég lít svo á að
íslenska flóran sé náma af áhuga-
verðum lífvirkum efnum,“ segir
hann.
„Við höfum rannsakað virkni
hvannarinnar gegn veirum í sam-
vinnu við Margréti Guðnadóttur,
sérfræðing í veirufræðum, en hún
hefur fundið virkni gegn kvef-
veirum og fleiri veirum.“ Þannig
telur hann að hvönnin geti haft
fyrirbyggjandi eiginleika og seg-
ist sjálfur ekki hafa fundið fyrir
kvefi síðan hann hóf inntöku
hvannaveigarinnarr og hafi þó
verið kvefsækinn áður. Sigmund-
ur segir aðstandendur SagaMed-
ica jafnframt mjög spennta fyrir
nánari rannsóknum á veiruvirkni
hvannarinnar. „Það er nýkomin út
grein sem lýsir áhrifum imper-
atorins, eins aðal virka efnisins í
hvönninni, á HIV veiruna sem
veldur eyðni. Vísindamenn frá
Spáni og Ítalíu ætla svo að halda
áfram og athuga hvort nota má
þessi efni við meðhöndlun á
eyðnisjúklingum.“
Mýs með brjóstakrabba
Í grasafræðum er hvönnin einnig
sögð hafa gagnast gegn krabba-
meini og lögðu því Sigmundur og
félagar í SagaMedica mikla vinnu
í að rannsaka þann þátt. „Rann-
sóknir hafa sýnt að þarna eru efni
sem hefta vöxt á krabbameins-
frumum,“ segir hann en gerðar
hafa verið tilraunir með krabba-
meinsfrumur úr mönnum, bæði
úr brisi, brjóstum og ristli. „Það
er hins vegar ekki það sama og að
hefta vöxt á krabbameinsæxlum,
en við prófuðum svo að rannsaka
þetta í músum líka.“ Þá voru mýs
sprautaðar með krabbameins-
frumum. Þessar rannsóknir voru
unnar í samvinnu við Helgu Ög-
mundsdóttur, prófessor í lækna-
deild og sérfræðing í krabba-
meinsrannsóknum, og við Jónas
Hallgrímsson, prófessor og sér-
fræðing í meinafræði. „Það sýndi
sig að þegar við tókum mýs og
sprautuðum með brjóstakrabba-
meinsfrumum úr sama músa-
stofni þá fengu þau öll æxli, býsna
stór í sumum tilvikum. En til-
raunahópurinn fékk fæði sem í
var blandað hvannalaufaseyði. Þá
fór svo að yfir 80 prósent mús-
anna mynduðu ekki æxli með
sama hætti og hinar, ef til vill kom
bara fram pínulítil baun og mörg
dýranna mynduðu engin æxli.“
Sigmundur taldi því stoðum rennt
undir þá trú að efni úr grænmeti
hefðu forvarnargildi gegn
krabbameini. „En við erum hins
vegar að rannsaka hvernig þetta
gerist. Meðal annars er Steinþór
að kanna áhrif þessara efna á
nýæðamyndun. Ef nýæðamyndun
er heft í æxlunum þá fá þau ekki
þá næringu sem þau þurfa til að
vaxa og verða ekki nema mein-
laus baun.“
SagaPro verði að lyfi
Sigmundur segir hvert menning-
arsamfélag hafa lært að nýta sér
þá flóru sem vex á svæði þess.
„Enda hefur það sýnt sig að
mörg virku efnin koma fyrir í
ýmsum jurtum. Við sjáum mikið
af rannsóknum á Netinu þar sem
menn eru að rannsaka þessi
sömu efni og við, en eru bara
með aðrar jurtir. Ég varð til
dæmis mjög spenntur þegar ég
sá að í Kína var verið að rann-
saka jurtir sem notaðar höfðu
verið um aldir við getuleysi
karla og voru þá að rannsaka
sömu efni og við í hvönninni,“
segir Sigmundur og bætir við að
hvönnin hafi enda verið hér not-
uð í ástardrykki á miðöldum.
„Þetta eru efni sem víkka út æð-
arnar og auka blóðstreymi og
það er jú lykillinn að bót mein-
anna í þessum málum.“
SagaMedica ætlar þó ekki að
sinni að leggja út í þróun á lyfj-
um heldur einbeitir sér að fæðu-
bótarefnum. Sigmundur segir
klinískar rannsóknir sem þurfi
til að búa til lyf vera umfangs-
miklar og kostnaðarsamar. „Það
er meira mál en við höfum efni á,
en höfum þó áhuga á að gera það
með eina afurð sem heitir Saga-
Pro og er komin á markað eftir
að hafa verið í prófun hjá vinum,
kunningjum og okkur sjálfum í
tvö ár.“ SagaPro gagnast mönn-
um með góðkynja stækkun á
blöðruhálskirtli sem valdið getur
tíðum þvaglátum á nóttunni.
„Þetta er unnið úr hvannarlauf-
um og dregur úr þessum tíðu
þvaglátum á nóttu. En ef þessi
vandamál koma upp eiga menn
auðvitað fyrst að leita til læknis
til að komast að því hvort stækk-
unin er góðkynja eða illkynja.“
Sigmundur segir að með nafni
fyrirtækisins SagaMedica sé vís-
að bæði í Íslandssöguna og lækn-
isfræði. „Ætihvönnin á sér 1100
ára sögu hér á landi og kom hing-
að með landnámsmönnum,“ seg-
ir Sigmundur og bendir á að í
Fóstbræðrasögu sé til dæmis að
finna skemmtilega frásögn af
hvannarskurði þeirra fóst-
bræðra. „Nafnið ætihvönn sýnir
enda að hún var notuð sem mat-
jurt auk lækninga. Þess vegna
voru jú fóstbræðurnir að skera
hvönnina til að leggja með sér til
vetrarins. Þetta var borðað
svona eins og salat og er enn gert
sums staðar, til dæmis á ákveðn-
um stöðum í Noregi.“ ■
SIGMUNDUR OG STEINÞÓR Á RANNSÓKNASTOFUNNI Í LÆKNAGARÐI Í VATNSMÝRI Sigmundur Guðbjarnason og Steinþór
Sigurðsson (sitjandi) hafa um árabil rannsakað lækningajurtir með það fyrir augum að greina og nýta virk efni þeirra.
16 13. mars 2005 SUNNUDAGUR
Ótrúlegt verð
Kr. 45.595 á mann
M.v. Hjón með 2 börn á California íbúðahóteli.
20. maí, 5 dagar. Netverð með 10.000 kr. afslætti.
Kr. 55.190 á mann
M.v. tvíbýli á California Garden m/hálfu fæði
27. maí, 5 dagar (fös-mið). Netverð með 10.000
kr. afslætti.
10.000 kr.
afsláttur ef þú bókar strax.
Tryggðu þér lægsta verðið.
Salou Nú bókar þú beintá netinu á
www.ter
ranova.is
NÝTT
– sólarperlan suður af Barcelona
Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, um 100 km sunnan við
Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar.
Bærinn skartar stórkostlegum ströndum, fjölbreyttri aðstöðu og einstöku veðurfari.
Ströndin er breið og aðgrunn með fínum gylltum sandi og því tilvalin fyrir barna-
fjölskyldur. Menning, verslanir og litríkt næturlíf taka síðan við þegar sólböðum
líkur. Salou er sérstaklega skemmtilegur sumarleyfisstaður fyrir fjölskyldur.
Löng helgi eða fullvaxið frí
5 dagar – notaleg endurhleðsla í sólinni
12 dagar - fullvaxið frí
... og lengur ef þú vilt
Stangarhyl 3 · 110 Reykjavík
Sími: 591 9000 · www.terranova.is
Akureyri Sími: 461 1099
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
Stórar og rúmgóðar
íbúðir í boði fyrir
barnafjölskyldur
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
15
3
62
Mýs fengu minni æxli ef
hvönnin var í fæðinu
Eru til efni sem læknað geta velflesta helstu kvilla
mannsins, allt frá getuleysi til kvefpesta? Margir
hafa orðið til að reyna að selja fólki lífselixíra og
náttúrulyf sem áttu að vera allra meina bót. Sig-
mundur Guðbjarnason, lífefnafræðiprófessor og
fyrrum háskólarektor, vill með aðferðum vísind-
anna greina og virkja gagnsemi lækningajurta.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
SIGMUNDUR GUÐBJARNASON Í HNOTSKURN
Fæddur: 29. september 1931.
Maki: Margrét Þorvaldsdóttir.
Börn: Snorri, Logi, Hekla og Ægir Guðbjarni.
Menntun: Stúdentspróf frá MA 1952. Diploma í efnafræði og doktorsgráða í lífefna-
fræði frá Tækniháskólanum í München, Þýskalandi, 1957-1959.
Fyrri störf: Yfirverkfræðingur og framleiðslustjóri hjá Sementsverksmiðju ríkisins;
kennari og aðstoðarprófessor í lyflæknisfræði og lífefnafræði við Wayne State Uni-
versity; prófessor í lyflæknisfræði og lífefnafræði við Indiana University Medical Center;
prófessor í efnafræði við Háskóla Íslands; forstöðumaður Efnafræðistofu Raunvísinda-
stofnunar HÍ, deildarforseti verkfræði- og raunvísindadeildar, rektor Háskólans 1985 til
1991; og margvíslegar stjórnarsetur auk fræðiritstarfa og fyrirlestra í sérgreinum.
Áhugamál: Sinnir rannsóknum á lífvirkum efnum í lækningajurtum, situr í ritstjórn
tímarits um raunvísindi og stærðfræði (raust.is) og er framkvæmdastóri Lipidforum,
sem eru samnorræn samtök um rannsóknir og hagnýtingu á fituefnum.