Fréttablaðið - 13.03.2005, Page 67

Fréttablaðið - 13.03.2005, Page 67
www.rr.is Íslandsbanka kringlunni og smÁralind www.farfuglinn.is hljÓmval keflavÍk pennanum akranesi og vestmannaeyjum dagsljÓsi, akureyri og hljÓÐhÚsinu selfossi miÐaverÐ Á b-svÆÐi kr. 6.500,- uppselt er Á a svÆÐi miÐar Á b svÆÐi fÁanlegir hjÁ Vinsælt námskeið um öll helstu grundvallaratriði stafrænna myndavéla og meðferð stafrænna mynda í heimilistölvunni. Lengd námskeiðsins er 12 kennslustundir. Kennt er 2 kvöld frá kl. 17.30-21.30. Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 16. mars. Innritun og upplýsingar í síma 544 2210 Verð kr. 15.000,- (Innifalin er ný kennslubók á íslensku). Stafrænar myndavélar H A G N Ý T T T Ö L V U N Á M Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is Ævintýraveisla á afmælisári ■ LEIKLIST Þjóðleikhúsið frumsýnir í dag sann- kallaða ævintýraveislu, leikritið Klaufar og kóngsdætur sem unnið er upp úr nokkrum ævintýrum H.C. Andersen í tilefni af 200 ára afmæli skáldsins. „Það er svo mikil gleði og fegurð í þessum ævintýrum,“ segir Ágústa Skúladóttir sem er leikstjóri sýn- ingarinnar. Meginuppistaða sýningarinnar er sex af ævintýrum Andersens sem eru leikin hvert á fætur öðru, en sjöunda ævintýrið, sem er Ljóti andarunginn, fléttast inn í fram- vinduna auk þess sem H.C. Ander- sen sjálfur er yfirstjórnandi töfr- anna. „Hvert ævintýri hefur sinn lit og sérstakan blæ,“ segir Ágústa. „Sum eru mikið sprell og glens eins og Hans klaufi en önnur eru undur- samlega falleg eins og Næturgalinn. Svo er flamencotaktur í Svínahirð- inum, þannig að við bjóðum upp á mikla breidd í ævintýrunum.“ Leikendur eru Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Björgvin Franz Gíslason, Kjartan Guðjónsson, Randver Þor- láksson, Sigurður Skúlason, Þórunn Lárusdóttir, Unnur Ösp Stefánsdótt- ir og Örn Árnason. Handrit sýningarinnar skrifuðu þeir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggva- son sem hafa starfað mikið saman með áhugaleikfélaginu Hugleik og auk þess skrifað leikrit meðal ann- ars fyrir Hafnarfjarðarleikhúsið og Leikfélag Akureyrar. „Þessi sýning er bæði fyrir börn og fullorðna. Þetta er mjög fullorð- ins barnasýning og barnaleg full- orðinssýning. Ég er með þrusuflott- an leikhóp sem ég fékk til liðs við mig og svo eru hreint undursamleg- ir búningar og leikmynd. Svo erum við með söngva og hljómsveit á sviðinu.“ Þeir Ármann og Þorgeir sömdu tónlistina í verkinu, en tónlistar- stjórn er í höndum Jóhanns G. Jó- hannssonar. Jóhann leikur á píanó en með honum leika þeir Hjörleifur Valsson á fiðlu og Tatu Kantomaa á harmoniku. ■ HANS CHRISTIAN OG LJÓTI ANDAR- UNGINN Sigurður Skúlason leikur ævin- týraskáldið H.C. Andersen í leiksýningunni Klaufar og kóngsdætur, sem unnin er upp úr ævintýrum hans. Jude Law hefur viðurkennt aðleiðin að hjarta hans sé í gegnum magann. Hjartaknúsarinn segist elska þegar konur kunna að elda. „Ég elska að borða,“ segir hann. Jude segir einnig að hann sé afar ólíkur kvennabósanum sem hann leikur í myndinni Alfie. „Allur þessi stefnumótaleikur var mjög erfiður fyrir mig, jafnvel þegar ég var nítján ára. Flestar tilraunir mínar til að pikka upp konur á næturklúbbum, misheppnuðust og mér leið hörmu- lega morguninn eftir.“ Elton John og Beckham-hjóninhafa ákveðið að kaupa sér sam- an hús í Suður-Afríku. Ætlun þeirra var að kaupa sumarleyfishús sem þau gætu deilt með sér. Elton er guðfaðir Brooklyns, sonar hjónanna. „Það besta við staðinn sem þau eru með í huga er útsýnið. Gluggarnir ná frá gólfi og upp í loft og þaðan er útsýni út á sjó,“ sagði heimildar- maður. FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.