Fréttablaðið - 31.03.2005, Síða 10
SKUGGINN AF SJÁLFUM SÉR
Jóhannes Páll páfi gægðist út um glugga á
íbúð sinni í Vatíkaninu í gær og blessaði
vegfarendur. Páfinn reyndi jafnframt að
segja eitthvað en svo mjög er dregið af
honum að ekki var hægt að heyra orðaskil.
10 31. mars 2005 FIMMTUDAGUR
Halldór Blöndal:
Nýr framhaldsskóli í Eyjafirði 2006
SKÓLAMÁL Halldór Blöndal, for-
seti Alþingis, telur að sveitar-
stjórnarmenn og skólamenn á
Siglufirði, í Ólafsfirði og á
Dalvík verði að koma sér saman
um staðsetningu nýs framhalds-
skóla við utanverðan Eyjafjörð,
en alþingismenn hafa lýst áhuga
á að koma á fót slíkum skóla.
Hann segir að alþingismenn eigi
ekki að skipta sér af staðsetn-
ingunni.
Ekki er gert ráð fyrir fjár-
magni til stofnsetningar skólans
á fjárlögum þessa árs en
Halldór telur fullkomlega
mögulegt að gert verði ráð fyrir
því í fjárlögum næsta árs. Ekki
þurfi mikið því að töluverður
sparnaður komi á móti.
Talið er hugsanlegt að fyrsti
bekkur geti tekið til starfa
haustið 2006 og að í árslok 2009
næði framhaldsskólinn til allra
bekkjardeilda.
Halldór segir að gömul hefð
sé fyrir því að nemendur í Eyja-
firði fari í Menntaskólann á Ak-
ureyri og Verkmenntaskólann
og það geri þeir eflaust áfram
en svo skipti líka miklu máli að
hafa framhaldsskóla á staðnum.
Það sýni til dæmis Framhalds-
skólinn á Húsavík. - ghs
Félag járniðnaðarmanna:
Verkefni
fara úr landi
JÁRNIÐNAÐARMENN Trúnaðar-
mannaráð Félags járniðnaðar-
manna hefur lýst andstöðu sinni
við frumvarp til laga um að
Tryggingadeild útflutnings
verði lögð niður. Þetta kemur
fram í ályktun.
Þar kemur fram að deildin
veiti framleiðendum útflutn-
ingsábyrgð. Verði hún lögð
niður muni samkeppnisstaða
innlendra fyrirtækja versna,
hætta verði á að útrás þeirra
dragist saman og verkefni fari
úr landi.
Örn Friðriksson, formaður
Félags járniðnaðarmanna, segir
að miklu skipti fyrir útflutn-
ingsfyrirtæki að geta fengið
ábyrgðir lána.
- ghs
HALLDÓR BLÖNDAL
Halldór Blöndal telur að skólamenn og
sveitarstjórnarmenn í Ólafsfirði, á Dalvík og
hugsanlega á Siglufirði verði að koma sér
saman um staðsetningu á nýjum fram-
haldsskóla.FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
DÓMSMÁL „Þessi niðurstaða sannar
það og sýnir að lögbannið var til-
efnislaust með öllu og þeir sem
óskuðu eftir því í upphafi sem og
þeir sem settu það á okkur mega
skammast sín,“ segir Sævar
Gunnarsson, formaður Sjómanna-
sambands Íslands.
Héraðsdómur Norðurlands
eystra vísaði í gær frá kröfu
Útgerðarfélagsins Sólbaks á
hendur Sjómannasambandinu,
Vélstjórafélaginu, Félagi skip-
stjórnarmanna og Einingar-Iðju
um staðfestingu lögbanns þess er
sett var á félögin við hótanir
þeirra að trufla löndun Sólbaks
þann 13. október síðastliðinn.
Taldi dómurinn að álagt lög-
bann sýslumanns hefði verið of
víðtækt og skort lagaheimildir í
upphafi og ekki hafi orðið neinnar
truflunar vart þegar löndun átti
sér stað. Varð ekki séð að stefn-
andi hefði neina réttarhagsmuni
af því að fá lögbannið staðfest og
því vísað frá.
Guðmundur Kristjánsson,
forstjóri Brims, segir dóminn
staðfesta að Eining-Iðja hafi ekki
einkarétt á löndun á Eyjafjarðar-
svæðinu og því hafi Útgerðar-
félagið Sólbakur ekki getað kraf-
ist lögbanns. „En málið er búið og
því var því vísað frá. Við erum
mjög sáttir við þetta.” - aöe
Útgerð Sólbaks gegn sjómannafélögunum:
Vísað frá dómi
LÖGBANN EKKI STAÐFEST
Útgerð Sólbaks þótti ekki setja fram nægileg rök fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra til
að staðfesta lögbann það er sýslumaðurinn á Akureyri setti í október.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA