Fréttablaðið - 31.03.2005, Page 41
FIMMTUDAGUR 31. mars 2005 21
A
U
G
L
†
S
IN
G
A
S
T
O
F
A
E
.B
A
C
K
M
A
N
LEIKIR GÆRDAGSINS
Undankeppni HM
1. riðill
HOLLAND–ARMENÍA 2–0
1–0 Castelen (3.), 2–0 Nistelrooy (34.).
MAKEDÓNÍA–RÚMENÍA 1–2
0–1 Mitea (18.), 1–1 Maznov (31.), 1–2 Mitea
(58.).
ANDORRA–TÉKKLAND 0–4
0–1 Jankolowski, víti (31.), 0–2 Baros (40.), 0–3
Lokvenc (53.), 0–4 Rosicky, víti (90.).
STAÐAN
HOLLAND 6 5 1 0 14–3 16
TÉKKLAND 6 5 0 1 14–5 15
RÚMENÍA 7 4 1 2 12–8 13
FINNLAND 6 3 0 3 13–10 9
MAKEDÓNÍA 7 1 2 4 7–9 5
ARMENÍA 7 1 1 5 4–15 4
ANDORRA 7 1 1 5 3–17 4
2. riðill
ÚKRAÍNA–DANMÖRK 1–0
1–0 Voronin (67.).
GEORGÍA–TYRKLAND 2–5
0–1 Seyhan (12.), 1–1 Amisulashvili (13.), 1–2
Tekke (19.), 1–3 Tekke (35.), 2–3 Iashvili (41.),
2–4 Avci (72.), 2–5 Sanli (89.)
GRIKKLAND–ALBANÍA 2–0
1–0 Charisteas (33.), 2–0 Karagounis (85.).
STAÐAN
ÚKRAÍNA 6 4 2 0 11–3 14
GRIKKLAND 7 4 2 1 12–6 14
TYRKLAND 7 3 3 1 13–7 12
DANMÖRK 6 2 3 1 10–6 9
ALBANÍA 7 2 0 5 3–11 6
GEORGÍA 6 1 2 4 8–13 5
KASAKSTAN 5 0 0 5 2–13 0
3. riðill
EISTLAND–RÚSSLAND 1–1
0–1 Arshavin (18.), 1–1 Terehhov (64.).
LETTLAND–LÚXEMBURG 4–0
1–0 Bleidilis (33.), 2–0 Laizans, víti (38.), 3–0
Verpakovskis (73.), 4–0 Verpakovskis (90.).
SLÓVAKÍA–PORTÚGAL 1–1
1–0 Karhan, víti (8.), 1–1 Postiga (81.).
STAÐAN
PORTÚGAL 6 4 2 0 21–4 14
SLÓVAKÍA 6 4 2 0 18–5 14
RÚSSLAND 6 3 2 1 13–10 11
LETTLAND 6 3 1 2 14–12 10
EISTLAND 7 2 2 3 10–14 8
LIECHTENST. 6 1 1 4 9–16 4
LÚXEMBURG 7 0 0 7 4–28 0
4. riðill
ÍSRAEL–FRAKKLAND 1–1
0–1 Trezeguet (47.), 1–1 Badir (82.).
SVISS–KÝPUR 1–0
1–0 Frei (88.).
STAÐAN
FRAKKLAND 6 2 4 0 5–1 10
ÍSRAEL 6 2 4 0 8–6 10
SVISS 5 2 3 0 10–3 9
ÍRLAND 5 2 3 0 7–2 9
KÝPUR 6 0 1 5 4–12 1
FÆREYJAR 4 0 1 3 2–12 1
5. riðill
MOLDÓVA–NOREGUR 0–0
SLÓVENÍA–HV. RÚSSLAND 1–1
1–0 Rodic (44.), 1–1 Kulchy (49.).
STAÐAN
ÍTALÍA 5 4 0 1 9–5 12
NOREGUR 5 2 2 1 6–3 8
SLÓVENÍA 5 2 2 1 5–4 8
H-RÚSSLAND 4 1 2 1 9–6 5
SKOTLAND 4 0 2 2 1–4 2
MOLDÓVA 5 0 2 3 1–9 2
6. riðill
PÓLLAND–NORÐUR-ÍRLAND 1–0
1–0 Zurawski (86.).
ENGLAND–ASERBAÍDSJAN 2–0
1–0 Gerrard (51), 2–0 Beckham (62.).
AUSTURRÍKI–WALES 1–0
1–0 Aufhauser (88.).
STAÐAN
ENGLAND 6 5 1 0 13–3 16
PÓLLAND 6 5 0 1 19–5 15
AUSTURRÍKI 6 3 2 1 11–8 11
N-ÍRLAND 6 0 3 3 5–13 3
WALES 6 0 2 4 5–11 2
ASERB. 6 0 2 4 1–14 2
7. riðill
BOSNÍA–LITHÁEN 1–1
1–0 Bolic (21.), 1–1 Stankevicius (61.).
SERBÍA–SPÁNN 0–0
SAN MARÍNÓ–BELGÍA 1–2
0–1 Simons (18.), 1–1 Selva (40.), 1–2 Buyten
(63.).
STAÐAN
SERBÍA 5 3 2 0 10–0 11
SPÁNN 5 2 3 0 8–1 9
LITHÁEN 5 2 3 0 7–2 9
BELGÍA 5 2 1 2 7–7 7
BOSNÍA 4 0 3 1 3–6 3
SAN MARÍNÓ 6 0 0 6 1–20 0
8. riðill
UNGVERJALAND–BÚLGARÍA 1–1
0–1 Petrov (52.), 1–1 Torghelle (89.).
KRÓATÍA–MALTA 3–0
1–0 Prso (24.), 2–0 Prso (35.), 3–0 Tudor (80.).
STAÐAN
KRÓATÍA 5 4 1 0 13–2 13
SVÍÞJÓÐ 5 4 0 1 17–2 12
BÚLGARÍA 5 2 2 1 10–8 8
UNGVERJAL. 5 2 1 2 6–9 7
ÍSLAND 5 0 1 4 4–14 1
MALTA 5 0 1 4 1–16 1
Úrslitakeppni í körfu kvenna
KEFLAVÍK–GRINDAVÍK 88–71
Stig Keflavíkur: Bryndís Guðmundsdóttir 22 (9 í
4. leikhluta, 10 fráköst), Birna Valgarðsdóttir 20
(8 í 1. leikhluta, 10 fráköst), Alex Stewart 15 (7 í
4. leikhluta, 11 fráköst, 7 stoðsendingar), Anna
María Sveinsdóttir 13 (6 stoðsendingar, 6 fráköst,
4 stolnir), Svava Ósk Stefánsdóttir 8 (3 stoðs. á
16 mín.), Rannveig Randversdóttir 6 (6 fráköst, 5
í sókn), María Ben Erlingsdóttir 4.
Stig Grindavíkur: Rita Williams 27 (18 í fyrri
hálfleik, 10 fráköst, 9 tapaðir, 5 stolnir), Erla
Reynisdóttir 15, Erla Þorsteinsdóttir 9 (7 fráköst,
3 varin), Svandís Sigurðardóttir 7 (8 fráköst), Ólöf
Helga Pálsdóttir 7, Sólveig Gunnlaugsdóttir 2,
Jovana Lilja Stefánsdóttir 2, Guðrún Ósk
Guðmundsdóttir 2.
Annar leikurinn fer fram í Grindavík á
laugardaginn og hefst klukkan 16.15.
Umspil í handbolta karla
FH–VÍKINGUR 29–25
Mörk FH: Arnar Pétursson 6, Hjörleifur Þórðarson
6, Hjörtur Hinriksson 5, Jón Helgi Jónsson 3,
Valur Arnarsson 3, Heiðar Arngrímsson 3,
Guðmundur Pedersen 3.
Mörk Víkings: Andri Berg Haraldsson 7, Þröstur
Helgason 6, Ragnar Hjaltested 5, Árni Björn
Þórarinsson 3, Þórir Júlíusson 2, Benedikt Árni
Jónsson 2.
Danski handboltinn
TEAM HELSINGE–FREDERICA 28–31
Gísli Kristjánsson skoraði 8 mörk fyrir Frederica
en Magnús Agnar Magnússon komst ekki á blað
í líði Team Helsinge.
Spænski handboltinn
BIDASOA–CIUDAD REAL 21–31
Ólafur Stefánsson skoraði eitt mark fyrir Ciudad
Real í leiknum.
Fyrsti úrslitaleikur Keflavíkur og Grindavíkur:
Liðsheild Keflavíkur
stoppaði Ritu og Grindavík
KÖRFUBOLTI Það má segja að það
hafi verið sterk liðsheild
Keflavíkur sem stoppaði Ritu
Williams og félaga hennar í
Grindavík í fyrsta úrslitaleik
liðanna um Íslandsmeistaratitil
kvenna í körfubolta. Keflavík
vann leikinn með 17 stigum,
88–71, og hefur þar með unnið sjö
leiki í röð í lokaúrslitum um
Íslandsmeistaratitilinn.
Keflavík náði níu stiga forskoti
í fyrsta leikhluta, 30–21, og hélt
forustunni og frumkvæðinu út
leikinn. Grindavík náði muninum
aldrei niður fyrir 8 stig og
Keflavík kláraði leikinn af öryggi
á vítalínunni.
Það var ekki að sjá
reynsluleysi á leik hinnar 16 ára
Bryndísar Guðmundsdóttur sem
skoraði 22 stig og tók 10 fráköst
þar af komu sjö stig af víta-
línunni í fjórða leikhlutanum.
Bryndís átti mjög góðan leik,
Birna Valgarðsdóttir gaf tóninn
með tveimur þriggja stiga
körfum á fyrstu tveimur mínút-
unum og endaði með 20 stig og 10
fráköst og Alexandra Stewart
varð síðan þriðji leikmaður
liðsins sem náði tvennu en hún
var með 15 stig, 11 fráköst og 7
stoðsendingar auk þess að spila
góða vörn á Ritu Williams. Anna
María Sveinsdóttir var einnig
traust og tók af skarið á réttum
augnablikum.
Rita Williams skoraði reyndar
27 stig fyrir Grindavík í leiknum
en það kostaði 23 skot og 9 tapaða
bolta og á sama tíma tókst henni
ekki að koma samherjum sínum
inn í leikinn.
Úrslitakeppni DHL-deildar kvenna hefst í kvöld:
Brotalamir á Eyjaliðinu
HANDBOLTI Úrslitakeppnin í DHL-
deild kvenna hefst í kvöld með
tveimur leikjum. ÍBV-stúlkur
mæta Víkingi í Eyjum í kvöld. Í
hinum leik kvöldsins mætast liðin
í fjórða og fimmta sætinu, FH og
Valur í Kaplakrika. Erlendur Ís-
feld, þjálfari Stjörnunnar, hafði
þetta að segja um viðureignir
kvöldsins:
„Viðureign ÍBV og Víkings
verður mjög athyglisverð og þó að
fólk geri kannski almennt ráð
fyrir að ÍBV fari létt í gegnum
þetta er ég viss um að það verður
ekki auðvelt. Það hafa verið
brotalamir í Eyjaliðinu í vetur og
mér finnst lið Víkings hafa verið
vaxandi undanfarið. Það er allt
annað að sjá til liðsins síðan það
fékk nýjan þjálfara og þar með er
ég ekki að segja að það hafi verið
Óskari að kenna að liðið var að
ströggla, heldur virkar það oft
sem vítamínsprauta á lið þegar
nýr þjálfari tekur við. Þess vegna
ætla ég að gerast svo djarfur að
spá Víkingi sigri í fyrsta leikn-
um,“ segir Erlendur.
„Ég ætla að tippa á að FH-
stúlkur vinni fyrsta leikinn við
Val, því ég held að þær hafi ekki
tapað síðan þær fengu nýjan
þjálfara og þær eru mjög erfiðar í
Kaplakrika. Það er eins hjá þeim
og hjá Víkingi að þær eru orðnar
miklu hressari með nýjan þjálfara
í brúnni. Það er gífurleg stemmn-
ing í hópnum hjá þeim og þær eru
að mínu mati með öllu sterkari
mannskap. Valsliðið hefur orðið
fyrir mikilli blóðtöku og misst
mikið af leikmönnum í vetur, en
það er engu að síður töggur í þess-
um stelpum og þær unnu okkur í
Stjörnunni hér í Ásgarði í síðustu
umferðinni í deildinni,“ sagði Er-
lendur Ísfeld. ■
FRÁBÆR Í FYRSTA LEIK Bryndís
Guðmundsdóttir átti frábæran leik með
Keflavík í gær og skoraði 22 stig og tók að
auki 10 fráköst.