Fréttablaðið - 31.03.2005, Qupperneq 48
Brian „Head“ Welch, fyrrum gítarleikari Korn er staðráðinn í því að
snúa rapparanum 50 Cent í átt til ljóssins. Gítarleikarinn frelsaðist
fyrir skömmu síðan og sagði skilið við rokkhljómsveitina sem gerði
hann frægan. Núna er hann búinn að gera lag sem gagnrýnir lífsstíl
rapparans harðlega.
Head segir að lagið sé ekki árás á rapparann, heldur „persónulegt
bréf frá Guði“ til hans. Gítarleikarinn segist hafa áttað sig á því að
það væri vilji Guðs að hann gerði þetta lag til rapparans, þegar
hann var skírður í ánni Jórdan í Ísrael fyrir nokkrum vikum síðan.
Lagið heitir A Cheap Name og í texta lagsins varar Head 50 Cent
við því að haldi hann áfram að lifa eins og hann gerir, þá sé
tíunda skotið ekki langt undan. Með því vitnar hann í þá stað-
reynd að 50 Cent lifði af skotárás þar sem hann fékk 9 skotsár.
„Ég hef ekki hugmynd um hvort þú átt að lifa eða deyja,“
sagði Head beint til 50 Cent í viðtali. „Aðeins Guð veit það.
Ég er bara sendillinn með skilaboðin. Ég veit að Guð bað mig
um að segja þér að hann elskar þig, og að leiktíminn sé núna bú-
inn. Hann segist hafa verið með þér, og haldið þér öruggum allan
þennan tíma. Hann er ástæðan fyrir því að þú tókst níu skot. En
ekki að þú sért Súpermann.“
Queens of the Stone
Age snýr aftur eftir að
hafa hrist rokkheiminn
verulega með Songs for
the Deaf. Getur sveitin
mögulega haldið vin-
sældum sínum eftir
brotthvarf bassaleikar-
ans Nick Oliveri?
Þó svo að flestir hafi orðið varir
við Queens of the Stone Age fyrir
rúmum tveimur árum, þegar þeir
gáfu út hina mögnuðu Songs for
the Deaf, á sveitin sér langa sögu.
Hún var í raun og veru fyrst
stofnuð árið 1990 í Palm Beach
Flórída og hét þá Kyuss. Sveitin
lifði í sjö ár og náði aldrei teljandi
vinsældum á þeim tíma. Þeir voru
þó mjög virtir á meðal aðdáenda
þungarokks og jafnvel sagðir
frumkvöðlar vafasamrar stefnu
sem kennd er við „stoner rock“.
Myndrænni lýsing á sömu tónlist-
arstefnu er „eyðimerkurrokk“.
Það nafn festist við stefnuna því
sveitir á borð við Kyuss áttu
það til að halda tónleika í partíum
sem voru haldin í eyðimörkinni í
Suður-Kaliforníu.
Kyuss var fyrsta hljómsveit
gítarleikarans Josh Homme og
bassaleikarans Nick Oliveri.
Sveitin átti aldrei auðvelt með að
fóta sig og liðsmenn hurfu einn af
öðrum. Oliveri var fyrstur til þess
að fara og sveitin brann upp árið
1997. Josh Homme var ekkert á
því að hætta og stofnaði Queens of
the Stone Age úr ösku Kyuss árið
1997.
Framkvæmdasamur Homme
Í fyrstu útgáfu sveitarinnar fékk
hann til liðs við sig trommarann
Alfredo Hernandez úr Kyuss og
fyrrum bassaleikarann Nick Oli-
veri. Homme er þekktur fyrir að
vera sérstaklega framkvæmda-
samur og fyrsta breiðskífan skil-
aði sér í búðir árið eftir. Með út-
gáfunni tryggði sveitin sér samn-
ing við Interscope og önnur plata
sveitarinnar R kom út hjá þeim
tveimur árum síðar. Á þeirri plötu
var m.a. að finna slagarana Feel
Good Hit of the Summer, The Lost
Art of Keeping a Secret og Better
Living Through Chemistry.
Eftir tónleikaferðina sem
fylgdi í kjölfarið var flestum ljóst
að hér væri stórsveit á ferð.
Bassaleikarinn Nick Oliveri fang-
aði athygli fjöldans með því að
spila oftast nakinn á tónleikum.
Ekki var það svo verra þegar
hann var handtekinn fyrir það at-
hæfi á stærstu rokkhátíð Suður-
Ameríku sem haldin er árlega í
Ríó.
Dave Grohl, forsprakki Foo
Fighters og fyrrum trommari
Nirvana, var duglegur að hrósa
sveitinni í viðtölum sem leiddi til
þess að Josh Homme bauð honum
trommarastólinn þegar kæmi að
því að hljóðrita næstu plötu. Öllum
að óvörum samþykkti Grohl til-
boðið og færði Songs for the Deaf
þann ótrúlega kraft sem á henni er.
Sveitin sló í gegn og Grohl lék með
sveitinni á stuttri tónleikaferð
eftir útgáfu plötunnar.
Oliveri rekinn
Það komst í heimsfréttirnar þegar
Josh Homme rak vin sinn, stripp-
linginn Nick Oliveri, úr sveitinni í
fyrra. Það var aldrei farið mjög
djúpt ofan í ástæður þess, en
Homme gaf það þó í skyn að
bassaleikarinn ætti í heljarinnar
glímu við áfengi sem bitnaði á
starfsemi sveitarinnar.
Það er því með eftirvæntingu
sem rokkþyrstir hafa beðið eftir
fjórðu plötu sveitarinnar. Lulla-
bies to Paralyze er nú komin
í búðir og hefur fengið góða
dóma gagnrýnenda á flestum víg-
stöðvum. biggi@frettabladid.is
> Plata vikunnar ...
KINGS OF LEON:
Aha Shake Heartbreak
„Á fyrri plötu Kings of
Leon hljómaði sveitin
eins og sveitalubbar
sem voru að reyna að
hljóma eins og New
York upparnir í The Strokes. Á annarri
plötu þeirra hljóma þeir bara eins og
sveitalubbar, og það fer þeim miklu
betur.“ BÖS
28 31. mars 2005 FIMMTUDAGUR
AUDIOSLAVE Sveitin situr í toppsæti
Dominoslistans með lagið Be Yourself.
[ TOPP 20 ]
X-DOMINOSLISTINN 30. MARS
AUDIOSLAVE
Be Yourself
RAMMSTEIN
Keine Lust
KINGS OF LEON
King Of The Rodeo
BECK
Epro
NINE INCH NAILS
The Hand That Feeds
AND YOU WILL KNOW US BY…
Worlds Apart
KASABIAN
Processed Beats
CHEVELLE
The Clincher
MODEST MOUSE
The World At Large
INTERPOL
C’mere
GREEN DAY
Holiday
LCD SOUNDSYSTEM
Daft Punk Is Playin In My House
LOKBRÁ
Stop The Music (ísl)
GARBAGE
Why Do You Love Me
JAN MAYEN
Damn Straight (ísl)
BRAIN POLICE
Paranoia (ísl)
MARS VOLTA
The Widow
HOFFMAN
Bad Seeds (ísl)
JEFF WHO
Death Before Disco (ísl)
THE FUTUREHEADS
Hounds Of Love
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
Drottningar dauðans snúa aftur
QUEEN OF THE STONE AGE Rokksveitin knáa er búin að senda frá sér nýja plötu sem hefur fengið góða dóma gagnrýnenda.
tonlist@frettabladid.is
Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI
Queens of the Stone Age: Lullabies to Paralyze,
Gorillaz: Demon Days, Michael Jackson: Thriller og
The Knife: Deep Cuts.
>
G
or
ill
az
>
M
ichael Jackson
Head vill frelsa 50 Cent
> Popptextinn ...
„Girls are gonna love the way I
toss my hair, boys are gonna
hate the way i sing.“
- Brothættur söngvari Kings of Leon leggur
sjálfum sér línurnar
í laginu Day Old
Blues af nýjustu
plötu þeirra Aha
Shake Heartbreak.
Beck: Guero
„Sjötta meginstraumsútgáfa Beck veldur vonbrigð-
um. Sjarmi Becks í gegnum tíðina hefur verið
hæfni hans að skapa bragðgóða hrærigrauta úr
mismunandi stílum. Í þetta skiptið bragðast graut-
urinn óþægilega kunnuglega.“
BÖS
Bloc Party: Silent Alarm
„Nýjasta eftirlætið frá Bretlandi veldur ekki von-
brigðum. Fínasta frumraun frá Bloc Party. Angur-
vært og grípandi rokk með hjartað á réttum stað.“
BÖS
50 Cent: The Massacre
50 Cent gefur aðdáendum sínum það sem þeir
vilja á fylgifisk hinnar geysivinsælu Get Rich or Die
Tryin. Þetta er nánast sama kaffið, Nesquick með
allt of miklum sykri. Aðdáendur verða sáttir, hinir
halda áfram að hrista hausinn.
BÖS
Daft Punk: Human After All
„Daft Punk náðu loksins að sannfæra mig að hér
séu tilfinningaríkir og skapandi menn á ferð. Bráð-
skemmtileg plata sem rennur þægilega í gegn frá
upphafi til enda.“
BÖS
Mercury Rev: The Secret
Migration
„The Mercury Rev hefur aldrei hljómað eins óá-
hugaverð og á þessari nýju plötu. Það er eins og
liðsmenn hafi verið knúnir áfram af einhverju allt
öðru en sköpunargleði við að gera þessa plötu.“
BÖS
Kanye West: The College Dropout
„Frumraun Kanye West er frábær hiphop-plata.
Hér er eitthvað fyrir alla. Plata sem á eftir að
standast tímans tönn.“ BÖS
LCD Soundsystem: LCD
Soundsystem
„Frumraun LCD Soundsystem er um margt áhuga-
verð plata. Hún á þó líklegast ekki eftir að standast
væntingarnar sem hún er með frá erlendu press-
unni. Sæmilegasta plata, ekki mikið meira en það.“
BÖS
Gwen Stefani: Love Angel
Music Baby
„Fyrsta sólóplata Gwen Stefani veldur vonbrigðum.
Það er eins og þessi hæfileikaríka og sjarmerandi
stúlka hafi ekki vitað í hvorn fótinn hún átti að
stíga, og því hafi hún stólað á aðra til þess að
leiða sig áfram. Því miður virðast þeir hafa verið
með bundið fyrir augun.“ BÖS
[ SMS ]
UM NÝJUSTU PLÖTURNAR
Umsjón: BIRGIR ÖRN STEINARSSON. biggi@frettabladid.is