Fréttablaðið - 31.03.2005, Page 51

Fréttablaðið - 31.03.2005, Page 51
■ MÁL MICHAEL JACKSON TA SK I s w in go 7 50 B * REKSTRARVÖRULISTINN VÉLAR OG TÆKI Sími 520 6666 www.rv.is Réttarháls 2 R V 20 30 A Stjörnulögfræðingur og verjandi OJ látinn Bandaríski stjörnulögfræðing- urinn Johnnie Cochran er látinn, 67 ára að aldri. Cochran, sem greindist með heilaæxli í desem- ber árið 2003, lést á heimili sínu í Los Angeles. Cochran skapaði sér nafn sem lögfræðingur með því að taka að sér mál þeldökkra skjólstæðinga sem höfðu margir hverjir átt erfitt uppdráttar í samfélaginu. Hann var þó þekktastur sem lög- fræðingur leikarans og fótbolta- kappans fyrrverandi O.J. Simp- son, sem var sýknaður af ákæru um að hafa myrt fyrrverandi eig- inkonu sína og vin hennar. Þótti mörgum frammistaða Cochran hafa verið lykillinn að sýknun O.J., sem af flestum var talinn sekur um verknaðinn. Setningin „Ef hann passar ekki verður að sýkna“ varð fræg í réttarhöld- unum þegar Cochran sýndi kvið- dóminum fram á að morð- hanskinn passaði ekki á Simpson. Á meðal fleiri þekktra skjól- stæðinga Cochran voru Tupac Shakur, Snoop Dogg og Sean „P. Diddy“ Combs. ■ Móðirin neitaði peningafúlgu Móðir piltsins sem hefur ákært Michael Jackson fyrir kynferðis- lega misnotkun neitaði að taka við peningafúlgu eftir að heimildar- mynd um Jackson, þar sem popp- arinn og pilturinn sáust haldast í hendur, var fyrst sýndur. Þessi vitnisburður kemur sér afar illa fyrir verjendur Jacksons, sem alla tíð hafa haldið því fram að móðirinn sækist einungis eftir peningum hans. Það var vitnið Jamie Masada, sem kom á fundi með piltinum og goði hans Jackson árið 1999, sem hélt þessu fram í réttarsalnum. ■ JOHNNIE COCHRAN Lögfræðingurinn knái mátar morðhanskann sem O.J. var talinn hafa notað við morðin á fyrrum eiginkonu sinni og vinar hennar. BIÐUR BÆNIR Michael Jackson biður bænirnar á leið úr réttarsalnum. Ekki veitir af, því hann er í slæmum málum um þessar mundir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.