Fréttablaðið - 31.03.2005, Page 56

Fréttablaðið - 31.03.2005, Page 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 ÓLÁN Mér finnst alltaf verið að hvetjafólk til að taka lán. Það þykir einföld og þægileg leið til að eignast eitthvað. Þó maður eigi náttúrlega aldrei það sem maður er með í láni. Eða hvað? Ég hef slæma reynslu af lánum. Ég hef tekið mikið af þeim í gegnum tíðina. Ég hef gert óraun- hæfar áætlanir og lent í greiðslu- erfiðleikum og vanskilum. Og oftar en ekki hef ég greitt lánin upp í gegnum lögfræðinga og þurft að borga margfalt meira en til stóð. All- ir tala með lánum, fáir gegn þeim. ÉG FÓR á heimasíðu eins bankans í gær og reiknaði út, í gamni, hvað það kostaði að taka 100% íbúðarlán. Ég miðaði við upphæðina 20 milljón- ir, til 40 ára. Verðbólga í dag er um 3,5%. Það sem ég hefði borgað þeg- ar upp er staðið væru alls 88.465.995. Ef verðbólgan aftur á móti yrði 5% þá yrði heildarupp- hæðin 127.252.329 kr. Ef verðbólgan mundi hækka upp í 10% þá mundi heildarupphæðin hækka upp í 477.368.981. Vá! AUÐVITAÐ er oft nauðsynlegt að taka lán. En ungt fólk þarf að vera meira vakandi gagnvart lánum, vöxtum og kostnaði samfara lán- töku. Það er svo auðvelt að steypa sér í skuldafangelsi. (Ég gerði það með aðra hendi fyrir aftan bak og bundið fyrir augu.) Lán er ekki eign, langt í frá. Það er skuld, sem verður innheimt með öllum tiltækum ráð- um; innheimtuvöxtum, nauðungar- sölum og gjaldþrotum. AUGLÝSINGAR fjármálafyrir- tækjanna og bankanna eru fullar af blekkingum. Það á að vera svo auð- velt og þægilegt að taka lán. Og öll lán eru hagstæð. Hvað er eiginlega hagstætt lán? Fyrir hvern er það hagstætt? Fyrir mér er hagstætt lán, lán sem tekur mið af greiðslugetu lánþegans og breytilegum aðstæðum hans. Verðtryggt lán finnst mér ekki hagstætt, sérstaklega vegna þess að launin mín eru ekki verðtryggð. Að taka verðtryggt lán er eins og að spila rússneska rúllettu. ÉG HELD að lán hafi farið alveg jafnilla með heilsu Íslendinga og reykingar. Kannski þarf að stofna Lánavarnaráð og setja feitletruð við- vörunarorð á víxileyðublöð og láns- umsóknir eins og gert er við sígar- ettupakka. Á ÍSLENSKU er lán tengt heppni. Og sumir eru lánsamari en aðrir. En lán verður auðveldlega að óláni. Lán er skuld. JÓNS GNARR BAKÞANKAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.