Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 8
RÍKISÚTVARPIÐ Þingmenn stjórnar- andstöðunnar voru ósáttir í gær- morgun við að forsætisráðherra hafnaði því að ræða ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins á Alþingi í gær í fjarveru mennta- málaráðherra. Kolbrún Halldórsdóttir, þing- maður Vinstri-grænna, óskaði eftir því á Alþingi í gærmorgun að ákall fréttamanna Ríkis- útvarpsins til Alþingis yrði tekið til umfjöllunar á Alþingi. Frétta- menn hétu á alþingismenn að standa vörð um Ríkisútvarpið. „Hér er um mjög svo alvarlegt ákall að ræða sem ég tel að verði tekið til umfjöllunar á Alþingi. Ég tek undir það að neyðar- ástand sé að skapast í Ríkis- útvarpinu,“ sagði Kolbrún. „Ég tel verulega alvarlega hluti hér á ferðum, sérstaklega í ljósi þess sem við fengum að heyra í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu, þar sem nýráðinn fréttastjóri leynir þjóð og frétta- manni því að hann hafi átt fund með formanni útvarpsráðs í gær. Fréttastjóri segir þjóðinni bein- línis ósatt og er síðan afturreka með það,“ segir Kolbrún. Hún bætti því við að hún teldi ljóst að ríkisstjórnin væri að beita áhrif- um sínum á fréttastofunni. „Það er ófremdarástand á Ríkisútvarpinu,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, og kvað óhjá- kvæmilegt að fá umræðu um málið á Alþingi án tafar. „Við trú- um því ekki að óreyndu að það sé ætlunin að hafa Ríkisútvarpið óstarfhæft og logandi stafnanna á milli. Eins og ég segi þá liggur það þegar fyrir að starfsemi út- varpsins getur ekki farið fram með eðlilegum hætti eins og í pottinn er búið. Fréttastjórinn kann ekki til verka, hann ratar varla um húsið, sölumaðurinn, og þess vegna hefur verið ákveðið að yfirmaður fréttasviðs gegni starfinu tímabundið,“ sagði Steingrímur. Margrét Frímannsdóttir gagnrýndi að allir ráðherrar rík- isstjórnarinnar væru fjarstaddir þegar umræðan fór fram. „Þetta er ákall til okkar og ósk eftir við- brögðum, og því hljótum við að óska eftir svörum með hvaða hætti þingið bregst við,“ sagði Margrét. Tæpum sjö klukkutímum eftir umræðuna tilkynnti Auðun Georg að hann tæki ekki starfi fréttastjóra. sda@frettabladid.is 1Hversu gömul var Terri Schiavo þegarhún lést? 2Hvað heitir markvörður kvennaliðsVals sem fór á kostum gegn FH í fyrsta leik úrslitakeppninnar í handbolta? 3Hver býður sig fram gegn sitjandistjórnarmönnum í Frjálsa lífeyris- sjóðnum? SVÖRIN ERU Á BLS. 42 VEISTU SVARIÐ? 8 2. apríl 2005 LAUGARDAGUR Fulltrúar menntamálanefndar um fréttastjóramálið: Markús Örn og útvarpsráð á fund nefndarinnar Gunnar I. Birgisson formaður, Sjálfstæðisflokki: Málið lýðskrum „Við vorum með fund í mennta- málanefnd í dag þar sem fram kom ósk frá Samfylkingunni að ráðning hins nýja frétta- stjóra Ríkisút- varpsins yrði rædd. Mér finnst málið lýðskrum eitt saman. Það er ekkert nýtt í þessu máli,“ sagði Gunnar áður en Auðun Georg ákvað að taka ekki starfinu. „Ég er hins vegar ljúfur maður og mun halda fund í nefndinni en geri það með fyrirvara svo hægt sé að boða fólk á fund nefndar- innar. Ráðning fréttastjóra Ríkisút- varpsins er ekki á færi mennta- málanefndar heldur á ábyrgð út- varpsstjóra, sem ræður til út- varpsins. Hins vegar finnst mér að starfsmenn og yfirmenn stofn- unarinnar verði að setjast niður saman og ræða málin eins og gert er á öllum vinnustöðum þar sem upp kemur ágreiningur.“ Mörður Árnason, Samfylkingu: Útvarpsstjóri víki „Þetta mál verður alltaf verra og verra. Útvarpsstjóri og formaður út- varpsráðs virð- ast ætla að keyra þetta í gegn á fullri hörku í staðinn fyrir að skoða sinn hug og beita skynseminni. Fréttastjórinn sjálfur hagar sér með eindæmum klaufalega,“ sagði Mörður. Skömmu síðar til- kynnti Auðun Georg að hann tæki ekki við starfinu. „Við kröfðumst fundar í menntamálanefnd eftir að ljóst var að forsætisráðherra ætlaði ekki að svara fyrirspurnum um þetta mál á þinginu og verður sá fundur haldinn strax eftir helgi. Við munum fá meirihluta út- varpsráðs, útvarpsstjóra og fréttamenn Ríkisútvarpsins á fund nefndarinnar og vonandi gerir það eitthvert gagn. Eina lausnin á málinu er sú að þessi ákvörðun verði endurskoðuð eða útvarpsstjóri víki eða hvort tveggja.“ - sda Hart deilt á ráðninguna Þingmenn stjórnarandstöðu deildu hart á ráðningu fréttastjóra Útvarps. Kolbrún Halldórs- dóttir sagði hann hafa sagt þjóðinni ósatt. G O T T F Ó LK M cC A N N JÓN GUNNAR GRJETARSSON AFHENDIR HALLDÓRI BLÖNDAL ÁKALL FRÉTTAMANNA Í ákallinu kemur fram að Auðun Georg hafi skýrt frá því á fyrsta fundi sínum með frétta- mönnum Ríkisútvarpsins í gær að hann ætlaði að „gera vel við þá sem vildu starfa með honum en sagðist skilja og virða ákvörðun þeirra sem vildu það ekki og hættu störfum“. NEYÐARÁSTAND Á RÍKISÚTVARPINU Fréttamenn Ríkisútvarpsins afhentu forseta Alþingis ákall til Alþingis í gærmorgun þar sem heitið var á þingmenn að standa vörð um Ríkisútvarpið, áður en Auðun Georg Ólafsson ákvað að taka ekki við starfi fréttastjóra. Jón Gunnar Grétarsson, formaður Félags fréttamanna, sagði við það tilefni að á fyrsta fundi Auðuns Georgs Ólafssonar með fréttamönnum hafi blasað við ófögur mynd af þeim stjórnunarháttum sem hann vildi viðhafa. „Af þeim sökum hefur Fé- lag fréttamanna sett saman ákall til Alþingis,“ sagði Jón Gunnar. Í ákallinu kemur fram að Auðun Georg hafi skýrt frá því á fundinum að hann ætl- aði að „gera vel við þá sem vildu starfa með honum en sagðist skilja og virða ákvörðun þeirra sem vildu það ekki og hættu störfum. Jafnframt greindi hann frá því að hann hefði haft samband við nokkra menn og beðið þá að vera til taks ef núverandi fréttamenn legðu niður störf.“ Þá segir: „Þetta eru beinar hótanir af hálfu hins nýja fréttastjóra. Hans stefna er augljóslega að deila og drottna. Það á greinilega að kaupa menn til samstarfs við sig en losa sig við þá sem ekki fylgja nýjum siðum.“ Í ákallinu segir ennfremur að neyðarástand sé að skapast á Ríkisútvarpinu. Halldór Blöndal sagðist skyldi koma ákallinu á framfæri við þingmenn en sagði að ekki væri hægt að taka málið til umræðu á Alþingi í fjarveru menntamálaráðherra sem er í útlöndum. HALDIÐ Á ÞINGPALLA Fréttamenn fjölmenntu á þingpalla og voru viðstaddir upphaf þingfundar þar sem rætt var um stöðuna sem komin var upp á Ríkisútvarpinu í gærmorgun. Hér ganga Sigrún Sigurðardóttir og Finnur Beck inn í þinghúsið. NÝKOMIN TIL LANDSINS Spurð um þær sögusagnir að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hverfi til annarra starfa svaraði Þorgerður: „Ekki svo ég viti,“ og bætti við: „Það kemur í ljós.“ Menntamálaráðherra: RÚV leysi sjálft úr sínu RÍKISÚTVARIÐ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra sagði áður en Auðun Georg Ólafsson hætti við að taka við starfi fréttastjóra hjá Ríkisút- varpinu að hún ætlaði ekki að skipta sér ekki að starfsmanna- ráðningum Ríkisútvarpsins. Hún sagði það alveg á hreinu. „Ráðherra á ekki að vera að skipta sér að starfsmannamálum í hverri einustu stofnun fyrir sig. Þá fyrst yrði allt vitlaust,“ sagði Þorgerður. - gag FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.