Fréttablaðið - 02.04.2005, Page 12
Mál Íslendingsins Arons Pálma
Ágústssonar, sem hlaut 10 ára fang-
elsisdóm í Texas fyrir minni háttar
afbrot sem hann framdi þegar hann
var 11 ára gamall, hefur vakið bæði
reiði og undrun hér á landi.
Fyrir rúmu ári tók ég mál Arons
Pálma upp á Alþingi og beindi
þeirri spurningu til þáverandi ut-
anríkisráðherra, Halldórs Ás-
grímssonar, hvort hann væri tilbú-
inn til að beita sér með beinum
hætti fyrir lausn þessa sorglega
máls, t.d. með því að hafa samband
við stjórnvöld í Texas eða Was-
hington til að umræddur Íslending-
ur gæti lokið afplánun sinni hér á
landi. Ég lagði mikla áherslu á að
aðkoman yrði að vera pólitísks eðl-
is en ekki eingöngu á vettvangi
embættismanna.
Í umræðunni á þinginu á þeim
tíma tók Halldór vel í þá umleitan
og sagðist ætla að beita sér í mál-
inu. Nú er liðið rúmt ár og ekkert
bólar á drengnum heim þrátt fyrir
einhverjar tilraunir íslenskra
stjórnvalda í þá átt.
Nú er hins vegar nýr húsbóndi
tekinn við í utanríkisráðuneytinu.
Davíð Oddsson hefur sagt í fjöl-
miðlum að hann telji að ráðuneytið
hafi gert allt sem það getur gert í
þessu máli. Það má vel vera að leið-
ir embættismannanna í ráðuneyt-
inu séu fullreyndar en hins vegar
hafa hinar pólitísku leiðir ekki
verið fullreyndar. Á sínum tíma
var það mat þeirra sem komu ná-
lægt málinu að það bæri að grípa
til annarra leiða en þeirra sem
embættismenn gætu beitt. Ein
þeirra væri aðkoma stjórnmála-
manna að málinu.
Það verður að viðurkennast að
sum milliríkjamál leysast ekki fyrr
en þau komast á borð stjórnmála-
manna. Í svona málum getur að-
koma stjórnmálamanna skipt sköp-
um.
Við höfum fordæmi í máli
Sophiu Hansen þar sem stjórn-
málamenn reyndu að beita sér
gagnvart þarlendum stjórnvöldum,
þótt það hafi því miður ekki dugað
til í því tilviki. Einnig er rétt að
hafa í huga að mál umrædds ein-
staklings hefur verið til umfjöllun-
ar á skrifstofu ríkisstjóra Texas og
þar af leiðandi á pólitískum vett-
vangi. Það eitt eykur líkurnar á að
afskipti utanríkisráðherra geti
hreyft við málinu.
Ég vona því að núverandi utan-
ríkisráðherra, Davíð Oddsson, beiti
sér í málinu en sætti sig ekki við
fullreyndar tilraunir embættis-
manna. Aðalatriðið er að hér er um
að ræða íslenskan ríkisborgara
sem hefur verið beittur miklum
órétti og því eigum við að beita öll-
um okkar leiðum til að koma hon-
um til hjálpar. ■
2. apríl 2005 LAUGARDAGUR
Ég lagði mikla
áherslu á að aðkom-
an yrði að vera pólitísks
eðlis en ekki eingöngu á
vettvangi embættismanna.
ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON
ALÞINGISMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR
UMRÆÐAN
MÁL ARONS
PÁLMA
,,
DAGBLAÐIÐ VÍSIR 69. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295
Helgarblað
LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005
Mörg andlit
Röggu Gísla
Bls. 38–39
Bergþóra Guðmundsdóttir,sem þekkt er sem Ísafjarðar-Begga, hefur ekki átt sjödagana sæla frá barnæsku.Bergþóra var dæmd fyrirmanndráp en heldur framsakleysi sínu í einkaviðtalisem Helgarblað DV átti viðhana á Litla-Hrauni.
Bls. 25–27
BERGÞÓRA
GUÐMUNDSDÓTTIR
„Ég hef engan
drepið!“
HÖRMUNGAHÚSÓtrúleg hörmunga-saga íbúðar
þar sem tvö morðvoru framin
Þóra GuðmundsdóttirSiglóskvísan semvarð milljarða-
mæringur
Fréttastjóri hættir Bogi fluttur á sjúkrahús með hjartatruflanir– fjölskyldan áhyggjufull Bls. 4
Harpa
Karlsdóttir
Ástfangin
og laus
við Ástþór
Bls. 22–23
Bls. 16–17
Bls. 30–31
Barnaníð á Patreks-firði 15 ára kærir fullorðinn hálfbróður
Bls. 6
Bogi
fluttur
hjartveikur
á sjúkrahús
Fórnarlamb
RÚV-stríðsins
Þörf pólitískra afskipta
Seint í gær gafst „maður vikunn-
ar“, Auðun Georg Ólafsson fyrr-
verandi markaðs- og sölustjóri,
upp og ákvað að skrifa ekki undir
samning um ráðningu í starf
fréttastjóra Ríkisútvarps-
ins. Starfsfólk stofnun-
arinnar hrósar sigri
eftir uppreisn og
mótmæli sem eiga
sér enga hliðstæðu
hér á landi. Yfir-
lýsing alls þorra
starfsmanna Ríkis-
útvarpsins um van-
traust á Markús Örn
útvarpsstjóra vegna
málsins er líka algjört
einsdæmi og erfitt er
að sjá hvernig útvarps-
stjóra er fært að stjórna
stofnuninni á næstunni
eftir það sem á undan er
gengið.
Fram eftir degi héldu
menn að Auðun Georg
ætlaði að berjast til
þrautar og í þá átt bentu
ummæli hans í fréttavið-
tölum og á fundum með
fréttamönnum. Þá virtist
hann ætla að taka á móti
gagnrýninni og óánægj-
unni af fullum þunga, heyja
taugastríðið og reyna jafnvel
gagnsókn með uppsögnum og
nýráðningum fréttamanna ef
þess væri nokkur kostur. Þá
töluðu menn um að hann hlyti að
hafa svona óskaplega sterka
sannfæringu fyrir því að hann
væri réttur maður á réttum stað
eða – sem ekki er ólíklegra – að
hann teldi sig hafa vitneskju um
að auk útvarpsstjóra stæðu miklir
áhrifamenn í þjóðfélaginu þétt að
baki honum.
Líklegt er að flestir telji þetta
skynsamlega niðurstöðu. Og hún
kemur ekki á óvart þegar haft er í
huga að hann hefur verið undir
miklu álagi að undanförnu. Fáir
mundu þola þann þrýsting, nei-
kvæða umtal og það óþægilega
andrúmsloft sem umlukið hefur
nýja fréttastjórann frá því að til-
kynnt var um ráðningu hans í
starfið í byrjun síðasta mánaðar.
Auðun Georg er 34 ára gamall.
Eftir stúdentspróf stundaði hann
nám í stjórnmálafræði við Há-
skóla Íslands og lauk þaðan BA-
prófi árið 1994. Árin 1996 til 2001
nam hann við Kaupmannahafnar-
háskóla og hefur meistaragráðu
þaðan. Þessu námi til viðbótar
hefur hann sótt ýmis námskeið og
stundað nám í japönsku og stjórn-
sýslufræðum við Tókýóháskóla í
Japan árin 1997 til 1999. Ekki
verður því annað sagt en að hann
eigi að baki góða menntun enda er
ekki um það deilt. Sama er að
segja um stjórnunarreynslu sem
sölu- og markaðsstjóri hjá Marel,
hún virðist frambærileg þótt fer-
illinn sé stuttur. Loks segja þeir
sem kunnugir eru persónunni að
um sé að ræða ágætan dreng sem
sé viðkunnanlegur í framgöngu
og þægilegur í umgengni.
Það sem menn fundu að ráðn-
ingu Auðuns var hins vegar skort-
ur hans á reynslu og þekkingu á
sviði frétta- og blaðamennsku.
Fréttastjórastarfið á Útvarpinu
snýst ekki um sölu- og mark-
aðsmál heldur verkstjórn
fréttamanna og þar vegur
skilningur, reynsla og
þekking á sviði fjöl-
miðlunar þyngst.
Auðun var að vísu
við afleysinga-
störf á Stöð 2 og
Bylgjunni um
hríð samhliða
námi og fréttarit-
ari í Japan, en það
vegur harla lítið á
móti þeirri
reynslu og færni
sem aðrir umsækj-
endur um frétta-
stjórastöðuna gátu
státað af. Sterkar
vísbendingar um af-
skipti stjórnmála-
manna af ráðningu
Auðuns Georgs í
fréttastjórastarfið
urðu ekki til að lægja
öldurnar á Útvarpinu.
Starfsfólk þar er orðið
langþreytt á afskipt-
um útvarpsráðs og
ráðherra af starfs-
mannaráðningum og
mál Auðuns var korn-
ið sem fyllti mælinn.
Athygli vakti að í
viðtali í Ríkisútvarpinu í
gær neitaði Auðun Georg
því að hafa hitt formann út-
varpsráðs „nýlega“. Hann
sagðist ekki muna nákvæm-
lega hvenær þeir hefðu hist síð-
ast. Síðar í viðtalinu viðurkenndi
hann að þeir hefðu átt fund daginn
áður! Þessi svör voru ekki til þess
fallin að auka trúverðugleika hins
nýja fréttastjóra og líklega var
það vegna þeirrar almennu
hneykslunar sem ummælin vöktu
sem hann kaus að draga sig í hlé. Í
sjálfu sér skiptir það engu máli
hvort eða hvenær Auðun hittir
formann útvarpsráðs en það ber
vott um slaka dómgreind að segja
ósatt í fréttaviðtali. Auðun Georg
Ólafsson er ekki öfundsverður af
þessu máli í heild en þeir sem
þekkja hann vel segja að það sé
töggur í drengnum og að hann eigi
eftir að sýna sig og sanna á þeim
vettvangi þar sem menntun og
hæfileikar hans nýtast betur en á
sviði fjölmiðlunar. ■
Aftur í sölumennskuna
MAÐUR VIKUNNAR
AUÐUN GEORG ÓLAFSSON
SEM HÆTTI VIÐ AÐ VERÐA FRÉTTASTJÓRI ÚTVARPSINS
TE
IK
N
IN
G
: H
EL
G
I S
IG
. –
H
U
G
VE
R
K
A.
IS