Fréttablaðið - 02.04.2005, Page 17

Fréttablaðið - 02.04.2005, Page 17
LAUGARDAGUR 2. apríl 2005 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 78 96 03 /2 00 5 Rollerblade eru komnir! Stækkanlegir línuskautar fyrir börn 9.990 kr. Dömu- og herralínuskautar frá 9.990 kr. Nýju línuskautarnir SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNN SÍMI 545 1580 JÓN ÞORSTEINN JÓNSSON Stjórnarformað- ur Sparisjóðs vélstjóra á aðalfundi í gær. Áhugi á sameiningu Forsvarsmenn SPV hafa hug á að sameinast smærri sjóði. Sparisjóður vélstjóra (SPV) leitar að tækifærum til að kaupa eða sameinast öðrum sparisjóðum. Þetta kom fram í máli Jóns Þor- steins Jónssonar, stjórnarfor- manns SPV, á aðalfundi sjóðsins í gær. Jón Þorsteinn telur að í því fjármálaumhverfi sem sparisjóð- irnir búi við verði þeir að líta til sameininga. Hann lagði þó áherslu á að við slíkan samruna yrði SPV stærri aðilinn og því leiðandi. Fram kom að síðasta ár hafi verið eitt besta árið í sögu spari- sjóðsins en hagnaður SPV var um 700 milljónir króna. Árið í ár lofar góðu. Sparisjóðurinn hefur mikla burði til vaxtar, enda er eiginfjár- hlutfall sjóðsins hátt. Miklar umræður spunnust meðal stofnfjáreigenda um breyt- ingatillögu stjórnar SPV á sam- þykktum um að stofnfjáreigend- um yrði heimilt að eiga ótakmark- að magn af stofnfjárbréfum, svo framarlega sem eignarhluturinn færi ekki yfir 5% af heildarstofn- fé. Var sú tillaga felld. Sitjandi stjórn var endurkjörin en Guðmundur Geir Gunnarsson og Helgi Laxdal náðu ekki kjöri. – eþa Hækkar verðmat Íslandsbanki gaf í gær út nýtt verðmat á Landsbankann. Að mati greiningardeildarinnar er bank- inn 126 milljarða virði og telur því að verð hlutabréfa eigi að vera 15. Á markaði í gær hækkuðu bréf Landsbankans og fóru í 15. Síðasta mat Íslandsbanka á Landsbankanum gaf hlutabréfa- verðið 10,9 en það var um miðjan mars. KB banki gaf síðast út greiningu á Landsbankann í maí í fyrra og var niðurstaðan sú að hlutabréfaverð í Landsbankanum ætti að vera 7,5. - þk

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.