Fréttablaðið - 02.04.2005, Síða 24

Fréttablaðið - 02.04.2005, Síða 24
Hreinir hjólbarðar Það er nauðsynlegt að þrífa dekkin á bílnum reglulega – ekki síst nú þegar vorið er komið og ekki von á meiri saltaustri í höfuðborginni. Það er hægt að kaupa dekkja- hreinsi á bensínstöðvum sem er úðað á dekkin um leið og bíllinn er þveginn.[ ] G. Tómasson ehf • Smiðjuvegi 8, Kópavogi • sími: 577 6400 • www.hvellur.com • hvellur@hvellur.com NÝJASTA ÆÐIÐ! Gabriel höggdeyfar, ASCO kúplingssett, Tridon spindilkúlur, stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir. Tímareimar, ökuljós, stefnuljós o.fl. Sætaáklæði, sætahlífar á stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn, hestamenn o.fl. Kerruljós, kerrubretti og nefhjól. Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík Partur–Spyrnan–Lyftarar Eldshöfða 10 s. 585 2500 og 567 8757 TRIO G O L F H J Ó L • SUMARDEKK • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • HEILSÁRSDEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • OLÍS SMURSTÖÐ • BREMSUKLOSSAR • BÓN OG ÞVOTTUR • PÚSTÞJÓNUSTA ALLT Á EINUM STAÐ SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066 Bíll fyrir fagurkera Citroën C4 Saloon er nettur fjölskyldubíll með útlit sem sker sig úr fjöldanum. Nýr Citroën C4 var kynntur hjá Brimborg fyrir nokkrum vikum. Hann kemur í fimm dyra útfærslu, Saloon, og þriggja dyra, Coupé. Í raun er um nokkuð ólíka bíla að ræða. Á meðan Saloon er fjöl- skyldubíll í minna meðallagi er Coupé afar sportlegur. Citroën er þekkt fyrir flest annað en að fara troðnar slóðir í hönnun bíla. Hver man ekki eftir gömlu bröggunum sem ekki áttu neina sína líka á götunum eða fínu drossíunum með glussakerfinu sem lyfti bílnum tígulega upp um leið og honum var startað. Þótt Citroën-bílar dagsins í dag skeri sig kannski ekki eins mikið úr og þessir fyrirrennarar eru þetta þó bílar sem tekið er eftir, reyndar ekki síður þegar inn í bílinn er komið. Citroën C4 Saloon er þarna engin undantekning. Þetta er bíll sem sker sig úr þótt útlitið á Coupé bílnum sé raunar enn sér- stakara. Sérkenni innréttingar- innar er kannski fyrst og fremst fólgin í staðsetningu mælaborðs- ins. Fyrir ofan stýrið er eingöngu að finna snúningsmæli, allt annað er í borði fyrir miðju þannig að farþegar hafa að því jafngóðan aðgang og bílstjórinn sjálfur. Af skemmtilegum búnaði í þessum bíl má nefna ljós í mælaborði sem sýna hvort belti eru spennt, líka belti í aftursæti, stýri með fastri miðju og hraðastilli og stillan- legan hraðatakmarkara sem er staðalbúnaður. Bíllinn er ágæt- lega búinn geymsluhólfum og snögum og sætin eru þægileg. Citroën C4 Saloon er aðgengi- legur í allri umgengni og lipur og þægilegur í akstri, ekki síst í inn- anbæjarakstri þar sem nettleik- inn kemur sér vel. Bíllin er búinn öllum helsta öryggisbúnaði. Má þar nefna hemlajöfnun og neyðar- hemlunarbúnað og rétt er að geta þess að C4 Saloon fékk hæstu ein- kunn frá upphafi í sínum stærðar- flokki í hinu þekkta öryggisprófi EuroNCAP eða 35 stig. Citroën C4 Saloon er bíll fyrir fagurkera. Þeir sem hafa gaman af frumlegri og fallegir hönnun munu sannarlega njóta þess að setjast inn í þennan bíl. Um leið er C4 ljúfur og skemmmtilegur fjöl- skyldubíll af minna meðallagi, þægilegur í umgengni bæði fyrir bílstjóra og farþega, lipur í akstri og síðast en ekki síst öruggur. steinunn@frettabladid.is                   REYNSLUAKSTUR CITROËN C4 SALOON Verð frá 1.920.000 (1,6i 16V bensínbíll) Bíldshöfða 18 • 110 Rvk Sími 567 6020 • Fax 567 6012 opið mán. - fös. kl. 8.00 - 18.00 www.abvarahlutir.is • ab@abvarahlutir.is Óhætt er að segja að haldið hafi verið upp á aldarfjórðungsafmæli Quattro með óvenjulegum hætti. Ákveðið var að endurtaka 19 ára gamlan leik þegar rallíökumaðurinn Harald Demuth ók Audi 100 Quattro upp skíðastökkpall- inn Pitkävuori í Finnlandi, 47 metra. Þetta tókst á sínum tíma slysalaust. Leikurinn var svo endurtekinn á dög- unum og allt fór vel eftir nokkra byrj- unarörðugleika. Að þessu sinni kom það í hlut verkfræðings hjá Audi, Uwe Bleck, að aka upp skíðastökkpallinn á A6 4,2 Quattro með 335 hestafla V8 vél. Þrátt fyrir mikið afl náði Bleck ekki nema upp í miðja brekku í fyrstu til- raun. Það var ekki fyrr en búið var að setja undir bílinn negld rallídekk að bíllinn komst alla leið upp skíðastökk- pallinn sem er með 37,5 gráðu halla. Þá var líka fjandinn laus og Bleck ók ellefu ferðir upp og niður Pitkävouri. Engum brögðum var beitt að sögn for- ráðamanna Audi en nokkrum vand- kvæðum var bundið bæði að leggja bílnum efst á stökkpallinum og hins vegar að bakka honum niður aftur. Hvort tveggja hafðist þó með nokkrum tilfæringum. Quattro í aldarfjórðung

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.