Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 42
KÖRFUBOLTI Snæfell sótti Keflavík heim í lokaúrslitum Intersport- deildarinnar í körfuknattleik í gærkvöld. Keflavík náði forystu í einvíginu með öruggum sigri, 90- 75, og leiðir því einvígið, 1-0. Þrjá sigra þarf til að hampa titlinum. Jafnt var fyrstu mínútur leiks- ins en Snæfell komst mest 7 stig- um yfir um miðbik fjórðungsins með skipulögðum og öguðum leik. Boltinn rúllaði vel manna á milli og það sætti furðu að skyttur Snæ- fells fengu að leika lausum hala og svaf vörn Keflvíkinga oft á verðin- um. Pressuvörn þeirra gekk engan veginn upp og leystu Snæfells- menn hana eftir bókinni. Keflavík komst yfir í öðrum fjórðungi, mest 7 stigum. Magni Hafsteinsson átti flottustu tilþrif leiksins, tróð allhressilega yfir Anthony Glover sem stóð hálf- vankaður eftir. Það skemmdi mikið fyrir flæði leiksins að dómararnir, Sigmundur Már Herbertsson og Erlingur Snær Erlingsson, flautuðu í tíma og ótíma og hefðu alveg mátt frek- ar láta leikinn tala sínu máli og dæma á alvöru úrslitakeppnisvill- ur. Því voru innköst í hávegum höfð en ekki úrslitakeppnisstemn- ing. Staðan í leikhléi var 53-47. Leikurinn breyttist ekki mikið í byrjun seinni hálfleiks. Þá tók Nick Bradford til sinna ráða og heimamenn náðu 10 stiga forystu. Aldrei náðu þeir þó að hrista Snæ- fell almennilega af sér. Sjö stig skildu liðin að fyrir lokafjórðung- inn. Þriggja stiga karfa frá Magnús Gunnarssyni kom Keflavík í þægi- legt 15 stiga forskot og reyndist það banabiti Snæfellinga. Ekki er hægt að segja að mikill meistara- bragur hafi verið til staðar í leikn- um en dómararnir áttu stóran hlut að máli þar. Keflavík hefur oft spilað betur og verður fróðlegt að sjá hvernig þeir verða stemmdir í næsta leik. „Sigur okkar á Keflavík á eftir að líta dagsins ljós, það er engin spurning. Þetta er samt massíft lið og við hefðum mátt vanda okkur miklu betur,“ sagði Hlynur Bær- ingsson, fyrirliði Snæfells. „Við erum ekki að spila vel og þeir ekki heldur. Þetta var svolítið dæmigerður úrslitaleikur en við gerðum útslagið með því að spila fantavörn í seinni hálfleik,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. smari@frettabladid.is Keflavík vann fyrsta leikinn öruggt 30 2. apríl 2005 LAUGARDAGUR > Við gleðjumst með ... ... FH-ingum sem komust í gegnum umspilið annað árið í röð þegar töpuðu með 2 mörk- um fyrir Víkingum í seinni leik liðanna. FH vinnur því samanlagt og mætir þar með nágrönnum sínum í Haukum í 8 liða úrslitum sem hefjast í næstu viku. sport@frettabladid.is > Við hrósum ... ... enn og aftur varnarleik Keflvíkinga sem ætlar að reynast Snæfellingum jafnerfitt viðureignar og ÍR-ingum á undan þeim. Pressuvörn Keflavíkurliðsins er ágeng en jafnframt frábærlega skipulögð og Snæfellingum gekk illa að komast í gegnum hana í fyrsta úrslitaleik liðanna í gær. Aðal frétt vikunnar Jafntefli við Ítali á útivelli Íslenska knattspyrnulandsliðið hristi af sér slæmt gengi síðustu mánaða og náði markalausu jafntefli gegn Ítölum á útivelli þrátt fyrir að leika án Eiðs Smára Guðjohnsen og missa þrjá byrjunarliðsmenn í meiðsli frá leiknum við Króata á laugardaginn. LEIKIR GÆRDAGSINS Intersportdeild karla í körfu KEFLAVÍK–SNÆFELL 90–75 Stig Keflavíkur: Magnús Þór Gunnarsson 27 (10 í 4. leikhluta), Nick Bradford 21 (11 fráköst, 8 stoðsendingar), Anthony Glover 20 (11 fráköst), Jón Nordal Hafsteinsson 9, Sverrir Þór Sverrisson 6, Gunnar H. Stefánsson 3, Gunnar Einarsson 2, Arnar Freyr Jónsson 2. Stig Snæfells: Mike Ames 15, Sigurður Þorvaldsson 13 (öll í fyrri hálfleik), Magni Hafsteinsson 12, Hlynur Bæringsson 10 (23 fráköst, 9 í sókn, 4 stoðsendingar), Calvin Clemmons 10, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9 (7 stoðsendingar), Hlynur Reynir Guðmundsson 6. 1. deild karla í körfu VALUR–HÖTTUR 87–89 Steingrímur Ingólfsson 22, Gjorgi Dzolev 12 – Eugene Christopher 35, Viðar Hafsteinsson 20, Bragi Bjarnason 14, Björgvin Karl Gunnarsson 10. Kára Árnason, leikmaður Djurgaarden í sænsku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu, vakti mikla athygli þeg- ar hann þreytti frumraun sína með ís- lenska landsliðinu í vináttuleik gegn Ítöl- um sem lyktaði með markalausu jafn- tefli. Kári kom inn á sem varamaður á 74. mínútu en dvaldist ekki lengi á vellinum því hann fékk að líta rauða spjaldið fyrir gróft brot á einum leikmanni ítalska liðsins. „Ég sá bara rautt,“ sagði Kári í samtali við Fréttablaðið. „Ég ætlaði í raun bara að svara fyr- ir mig. Ég var kýldur í andlitið og var frekar tæpur á geði eftir það atvik. Ég fór síðan og ætl- aði að fara svolítið harkalega í hann og láta hann finna fyrir því og ná boltanum. Ég var bara of seinn,“ sagði Kári sem var ekki sammála dómaranum að rautt spjald væri réttláttur dómur. „En það var náttúrlega öm- urleg tilfinning að láta reka sig út af og ég hugsaði með mér hvað ég væri að spá, að gefa svona færi á mér.“ Kári var nýkominn til síns heima í Sví- þjóð og sagðist ekki vita til þess að fjöl- miðlar þar í landi hefðu fjallað um málið. „Öll athygli er góð athygli sagði einhver, ég veit ekki hvort það á við hér,“ sagði Kári í léttu bragði. Þó svo að viðureignin hafi verið vináttulandsleikur má búast við því að Kári hljóti eins leiks bann fyrir athæfi sitt en hann sagðist litlar áhyggjur hafa af því. „Undirbúningur fyrir deildina hér er í fullum gangi en hún hefst eftir tvær vikur og maður vonast til að ná sæti í byrjunarliðinu,“ sagði Kári. Keflavík vann 15 stiga sigur á Snæfelli í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Magnús Þór Gunnarsson skoraði 27 stig fyrir Keflavík sem endaði fimm leikja sigurgöngu Snæfells í úrslitakeppninni. Vildi láta hann finna fyrir því TVÖ STIG Á LEIÐINNI Nick Bradford átti mjög góðan leik með Keflavík í gær, skoraði 21 stig, tók 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar, Hér skorar hann tvö stig án þess að Sigurður Þorvaldsson komi vörnum við. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR HINAR ÞRJÁR FRÆKNU LANDSLIÐSMÍNÚTUR: KÁRI ÁRNASON GEGN ÍTÖLUM Á MIÐVIKUDAGINN:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.