Fréttablaðið - 02.04.2005, Síða 44

Fréttablaðið - 02.04.2005, Síða 44
2. apríl 2005 LAUGARDAGUR Að undan- förnu hefur verið mikið í umræðunni hvort al- menningur sé að eyða um efni fram og hvort lítið megi út af bregða til að hann fari hreinlega á hausinn. Unglingar fá hvert gylliboðið á fætur öðru um yfirdráttarlán og lán til tölvu-, bíla- eða jafnvel íbúðakaupa. Þeim er talið trú um að þetta sé ekkert mál og ekkert saki þótt þeir taki smá lán. Eldra fólk sem er komið á vinnumarkað- inn fær einnig hauginn allan af gylliboðum sem stundum getur verið erfitt að hafna. Hver þotan á fætur annarri fer til og frá Kanaríeyjum með Íslendinga sem vilja spóka sig í sólinni og um hver mánaðamót flykkist fólk í Kringluna og Smáralind til að eyða kaupinu sínu í nýjar vörur. Að auki flykkist hópur fólks á tón- leika eða fótboltaleiki erlendis eins og ekkert sé án þess að pyngjan virðist léttast að nokkru ráði. Ný kynslóð er að rísa upp sem getur keypt allt sem henni dettur í hug þótt hún eigi ekkert endilega fyrir því. Ég hef ekkert á móti því að fólk taki lán og eyði peningun- um sínum, svo lengi sem það á einhvern afgang eða er fært um að borga lánin. Það er því miður alls ekki alltaf raunin og margir leiðast út í freistingarnar án þess að vita út í hvað þeir eru að fara. Ef það er ekki þegar komin fjár- málaráðgjöf í framhalds- eða jafnvel grunnskóla þá ætti hún að byrja núna til að undirbúa ung- linga undir hvað þeir eru að fara út í og hvernig lán virka. Þá verða þeir betur í stakk búnir til að meta hvort þetta eða hitt gylliboðið sé eitthvað sem henti þeim eða ekki. Reyndar fór ég í Kringluna um daginn og keypti svo dýra skó að svitaperlur voru farnar að leka af enninu í stríðum straumum á búð- argólfið. Innst inni vissi ég þó að ég væri ekki á leiðinni á hausinn, hvað sem síðar verður. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA FREYR BJARNASON SKRIFAR UM EYÐSLUSEMI ÍSLENDINGA. Eytt um efni fram M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Opið í dag frá 10-14.30 Stór Humar 5.900,- Medium Humar 3.900,- Risarækjur 2.000,- REKSTRARVÖRULISTINN KAFFISTOFUVÖRUR Ka ffi ka nn a 1l r yð fr ítt s tá l Sími 520 6666 www.rv.is Réttarháls 2 RV 20 30 E Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Kæri Guð! Pabbi er glaður maður í dag og brosti nánast allan hringinn. Ég því þakka þér fyrir gengi Liver- pool á þessu tíma- bili. Ég vona að þér finnist ég ekki vera kröfu- harður. En ég hef verið að hugsa um næsta tímabil.... ...og vona að ég þurfi ekki að horfa á United-veldið falla. Góða nótt. Sagan segir að þau hafi faðmast fyrst í sjöunda bekk og hafi ekki getað slit- ið sig í sund- ur síðan. Þetta hljómar eins og veikar manneskjur.... Maður veit vel að maður má ekki snerta en gerir það samt. „Fyrsta síamska kærustu- parið“. Gagnsókn... Að hverju ertu að leita Solla? Einhverju dóti til að leika með. Hvernig dóti? Svona eins og í teikni- myndunum....þú veist rakettu til að setja á bakið, stórum hamri eða þess háttar... smell Náðu í skóna þína. Mamma ætlar með okkur á bókasafnið. MJ ÁÁÁ Á MJ ÁÁÁ Á Sjáðu Mikka og Höllu.... Jáh...

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.