Fréttablaðið - 02.04.2005, Síða 48

Fréttablaðið - 02.04.2005, Síða 48
Myndasögur eru mál málanna um helgina en Listasafn Reykjavíkur, Borgarbókasafnið og verslunin Nexus efna til tveggja daga mál- þings um þetta fjölbreytta menn- ingarfyrirbæri í dag og á morgun. Málþingið er haldið í tilefni af sýn- ingunni Nían – Myndasögumessa sem opnuð var í Hafnarhúsinu í síð- asta mánuði. Málþingið skiptist í tvennt en á laugardaginn verður fjallað um myndasöguna og myndlistina en á sunnudaginn verður sjónum beint að sambandi myndasögunnar og bókmenntanna. Fyrri hluti málþingsins hefst í Hafnarhúsinu klukkan 14 á morgun og stendur til 16 en frummælendur þar eru Bjarni Hinriksson, mynda- söguhöfundur og sýningarstjóri Myndasögumessunnar, Inga María Brynjarsdóttir, grafískur hönnuður, og Þorbjörg Gunnarsdóttir, safna- fræðingur og deildarstjóri safna- deildar Listasafns Reykjavíkur. „Við þrjú munum hafa smá inn- gang að þessu og svo tekur pallborð við,“ segir Bjarni Hinriksson sem gerir ráð fyrir líflegum samræðum um myndasöguna og listina. „Ég mun taka sýninguna fyrir í minni framsögu og greina frá því hvernig við nálguðumst þetta viðfangsefni og hver markmið okkar með upp- setningu sýningarinnar voru. Þá mun ég einnig velta fyrir mér tengslum myndasögunnar og mynd- listarinnar í aðeins víðara sam- hengi.“ Inga María mun fjalla um myndlistina í íslensku myndasög- unum og skoða þá tengingu í sögu- legu samhengi og Þorbjörg, sem er sérfræðingur Listasafns Reykja- víkur í Erró, mun ræða um Erró og myndasögurnar. „Við setjum þetta svona upp,“ segir Bjarni, „og svo verður talað áfram um þetta í pallborði.“ Bjarni segir að yfirskrift sýn- ingarinnar, Nían, vísi til þess að sumir vilji setja saman lista yfir listgreinar og flokka myndasöguna sem níundu greinina. „Mér finnst það ekki vera meginmálð hvernig þetta er flokkað og ég held að fólk þurfi ekki að velta þvi mikið fyrir sér. Þetta er samt ágætis útgangs- punktur og það er sjálfsagt að fólk staldri við og líti á myndasöguna sem fullskapað tjáningarform sem ber að taka alvarlega enda rúmast allt innan hennar og hún nær frá hreinni afþreyingu til persónulegri höfundaverka.“ Málþingið heldur áfram klukk- an 14 á sunnudaginn í Borgarbóka- safninu en þar velta Úlfhildur Dagsdóttir, bókmenntafræðingur, Heimir Snorrason, gagnrýnandi og rithöfundurinn Sjón fyrir sér sam- bandi myndasögunnar við bók- menntirnar. „Þetta verður rætt vítt og breitt en ég held að það verði heldur meira um spurningar held- ur en svör.“ thorarinn@frettabladid.is 36 2. apríl 2005 LAUGARDAGUR EKKI MISSA AF… … tónleikum Gunnars Kvaran sem flytur allar sex sellósvítur Jó- hannesar Sebastians Bach á tvennum tónleikum í Salnum. Á fyrri tónleikunum flytur hann ein- leikssvítur númer 2, 4 og 3. … sýningu fyrsta árs nema í grafískri hönnun Listaháskóla Ís- lands sem sýna tillögur sínar að plakati Unglistar 2005 í Gallerí Tukt, Hinu Húsinu. … endurflutningi kórs Lang- holtskirkju á Jóhannesarpassíu eftir J.S. Bach ásamt einsöngvurun- um Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, Dóru Steinunni Ármannsdóttur, Þorbirni Rúnarssyni, Ágústi Ólafs- syni og Bergþóri Pálssyni. Kamm- ersveit Langholtskirkju leikur með, konsertmeistari er Júlíana Elín Kjartansdóttir og stjórnandi Jón Stefánsson. Vilborg Dagbjartsdóttir verður á Ritþingi í dag í Gerðubergi. Vilborg hefur gefið frá sér fjölda rita fyrir börn, bæði barnabækur, sagnabækur og námsefni auk fjögurra ljóðabóka. Hún hef- ur starfað sem rithöfundur og barnakennari um árabil en hefur nú hætt kennslu. Hún varð fyrst manna til að fá verðlaun Jónasar Hall- grímssonar árið 1996 og hefur hún síðan hlot- ið fjölda annarra viðurkenninga og verðlauna. Í áranna rás hefur Vilborg stundað nám í leik- list og bókasafnsfræðum auk þess sem hún er lærður kennari. Vilborg mun rekja feril sinn á Ritþinginu með aðstoð spyrla og áheyrenda. Spyrlar í dag eru Guðbergur Bergsson rithöf- undur og Soffía Auður Birgisdóttir bók- menntafræðingur. Viðar Eggertsson og Stein- unn Ólafsdóttir lesa einnig brot úr verkum Vil- borgar. Ritþing Gerðubergs hófu göngu sína í mars árið 1999 og hefur fólk eins og Guðbergur Bergsson, Guðrún Helgadóttir, Steinunn Sig- urðardóttir, Árni Ibsen, Þórarinn Eldjárn og fleiri komið fram á slíkum ritþingum. Ritþingið í dag hefst klukkan hálftvö. Kl. 20.00 Tónleikarnir Tryllingur og spilling verða haldnir í listamiðstöðinni Klínk og bank á laugardagskvöld. Þar safnast saman nokkur helstu kvennarokkbönd landsins til að tæta og trylla rokkþyrsta tónlistargesti. Hljóm- sveitirnar sem koma þar fram eru: Brúðar- bandið, Mammút, Brite Light, Viðurstyggð, Donna Mess, Lazy Housewifes og Begga pönk. 500 krónur inn. menning@frettabladid.is Ferill Vilborgar rakinn Fleiri spurningar en svör ! H.C. Andersen Afmælisveisla í Leikhúskjallaranum frá 15-17 Tónlist, leikur, gleði! Ókeypis aðgangur Brynhildur Guðjónsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Kristín Helga Gunnarsdóttir og Þórarinn Eldjárn lesa uppáhaldsævintýrið sitt - Klippimyndasamkeppni 200 ára í dag! VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR Hún fer yfir feril sinn á Ritþingi í Gerðubergi í dag með hjálp spyrla og áheyrenda. BJARNI HINRIKSSON Segir myndasögusýninguna í Hafnarhúsinu hafa gengið vel. „Ég veit að skólarnir hafa verið duglegir að bóka heimsóknir sem er mjög gott fyrir safnið sem fær inn fólk sem hefur ekki sótt söfn mikið.“ FRÉTTAB LAÐ IÐ /STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.