Fréttablaðið - 02.04.2005, Page 51

Fréttablaðið - 02.04.2005, Page 51
■ KVIKMYNDIR / DÓMAR ÚR ERLENDUM MIÐLUM Verndari Vildarbarna er Vigdís Finnbogadóttir. Landsbanki Íslands sér um fjárhald sjóðsins. Umsóknir um ferðastyrki Vildarbarna Styrkir verða í þetta skipti veittir til barna á aldrinum 6-14 ára. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Vildarbarna: www.vildarborn.is og í útibúum Landsbanka Íslands. Umsóknarfrestur er til 7. apríl 2005. Úthlutað verður úr sjóðnum 21. apríl 2005. Alva Lena og systir hennar í Florida. Ferðasjóður Vildarbarna er sameiginlegt átak Icelandair og viðskiptavina félagsins til að gera langveikum börnum og fjölskyldum þeirra, og börnum sem búa við sérstakar aðstæður vegna veikinda, kleift að ferðast. Ferðasjóður Vildarbarna hefur gert 30 fjölskyldum kleift að fara í ógleymanlega og uppbyggjandi fjölskylduferð. Hinn góðkunni leikari Adam Sandler fer með aðalhlutverkið í rómantísku gamanmyndinni Spanglish sem hefur verið tekin til sýninga hérlendis. Sandler sýnir hér á sér alvar- legri hlið en vanalega, rétt eins og hann gerði í Punch-Drunk Love fyrir nokkru síðan með fínum ár- angri. Spanglish fjallar um hinn vin- sæla kokk, John Clasky (Sandler), sem er kvæntur hinni stjórnsömu og afar viðkvæmu Deborah (Tea Leoni). Þegar þau hjónin ráða hina fallegu Flor sem húshjálp, versnar brothætt samband þeirra enn frek- ar. Hin spænskumælandi Flor er einstæð móðir sem hugsar vel um dóttur sína Christina. Deborah verður afar hænd að Christina og fer að veita henni meiri athygli en sínum eigin syni, rétt eins og móð- ir hennar hegðaði sér gagnvart henni sjálfri. Deborah fer yfir strikið þegar hún heldur framhjá eiginmanni sín- um og í framhaldinu leiðir Clasky hugann í auknum mæli að Flor. Heiti myndarinnar, Spanglish, vísar til mállýsku sem er blanda af spænsku og ensku og er töluð af um 40 milljónum spænskættaðra Bandaríkjamanna. Í myndinni er fylgst með því hvernig ólíkir menningarheimar hinna spænskættuðu og annarra Banda- ríkjamanna blandast saman er þeir búa undir sama þaki. Leikstjóri og handritshöfundur Spanglish er James L. Brooks sem á meðal annars að baki myndirnar As Good as it Gets og Terms of Endearment. Auk Tea Leoni, sem er þekkt úr myndum á borð við Bad Boys og Family Man, fara með helstu hlutverk þau Paz Vega og Cloris Leachman. ■ Internet Movie Database 6,6/10 Rotteomatoes.com 52% = Rotin Metacritic.com 48/100 Ólíkum menningarheimum blandað saman CLASKY OG FLOR Sandler fer með hlutverk kokksins Clasky sem verður hrifinn af húshjálpinni Flor.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.