Fréttablaðið - 26.04.2005, Side 2
2 26. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Undirheimar Akureyrar:
Foreldrar óttaslegnir
FÍKNIEFNI Margir foreldrar á Akur-
eyri hafa undanfarna daga hringt
í Foreldrahúsið í Reykjavík og
fengið ráðgjöf í kjölfar þess að 17
ára piltur á Akureyri var fyrir
rúmri viku skotinn ellefu skotum
með loftbyssu. Elísa Wíum,
starfsmaður Foreldrahússins,
segir ótta hafa gripið um sig á
meðal þeirra foreldra á Akureyri
sem eiga börn sem nota fíkniefni
og fólk viti ekki hvernig það eigi
að bregðast við. „Við gefum ekki
upp nöfn eða tölur en ég get þó
sagt að svo virðist sem mikil
fíkniefnaneysla sé á Akureyri
núna og hafi verið í nokkurn tíma.
Foreldrar eru hræddir um að börn
sín verði fyrir barðinu á hand-
rukkurum og skuldin þarf ekki
alltaf að vera há,“ segir Elísa.
Starfsmenn Foreldrahússins
ráðleggja foreldrum eindregið að
greiða ekki fíkniefnaskuldir
barna sinna heldur leggja fram
kæru verði þau fyrir áreiti. „Þeir
eru samt margir sem ekki þora að
kæra og borga frekar. Hættan er
þá að fíkniefnasalarnir gangi á
lagið og láni börnunum meiri
fíkniefni og ég veit dæmi þess að
fólk hafi misst íbúðir sínar að lok-
um,“ segir Elísa.
Umboðsmaður Alþingis:
Uppsögn á röngum forsendum
UMBOÐSMAÐUR Kona, sem vann
hjá Tollstjóranum í Reykjavík,
var látin skrifa undir uppsagn-
arbréf á röngum forsendum,
samkvæmt nýframkomnu áliti
Umboðsmanns Alþingis.
Tveir yfirmenn konunnar
höfðu gefið henni kost á að
segja upp starfi sínu í ljósi
ávirðinga sem á hana voru
bornar. Færi hún ekki að því
íhugaði embættið að veita
henni lausn frá starfi án áminn-
ingar.
Umboðsmaður segir í áliti
sínu, að sér virðist sem það
hefði verið forsenda þess að
ákveðið var að gefa konunni
kost á því að segja upp starfi
sínu að heimilt hefði verið að
segja henni upp án áminningar.
Hann telji hins vegar ótvírætt
að ekki hafi verið skilyrði í
máli konunnar til að víkja frá
almennri reglu laga um opin-
bera starfsmenn, en þar er
kveðið á um skyldu til að
áminna ríkisstarfsmann og
gefa honum kost á að bæta ráð
sitt áður en honum er sagt upp.
Umboðsmaður telur því að ætla
megi, að konan hafi ritað undir
uppsagnarbréfið á röngum for-
sendum. Hann beinir þeim til-
mælum til tollstjórans að mál
konunnar verði tekið til athug-
unar á ný með hliðsjón af þeim
sjónarmiðum sem rakin eru í
álitinu og að afstaða verði jafn-
framt tekin til þess hvernig
rétta megi hlut hennar.
-jss
Eignir og hagsmunatengsl:
Kristinn
fyrstur
STJÓRNMÁL Kristinn H. Gunnarsson
varð fyrstur þingmanna Fram-
sóknarflokksins til að birta opin-
berlega upplýsingar um eignir og
hagsmunatengsl í samræmi við
reglur sem þingflokkurinn setti sér
í gær.
Upplýsingarnar birti Kristinn á
vef sínum, kristinn.is. Þar kemur
fram að hann eigi engin hlutabréf,
stofnsjóðsinneignir eða húsnæði
annað en til eigin búsetu. Þá segist
hann hvorki stunda atvinnustarf-
semi aðra en þingstörf né hafa þeg-
ið boðsferðir eða gjafir. Kristinn
tiltekur að hann sé formaður
stjórnar Tryggingastofnunar. - bþg
Stefnuræða Pútíns:
Reyndi að
róa fjárfesta
MOSKVA, AP Vladimír Pútín, forseti
Rússlands, flutti í gær sjöttu
s t e f n u r æ ð u
sína. Hann
eyddi mestu
púðri í að full-
vissa fjárfesta
um að gráðugir
e m b æ t t i s -
menn, óstöðugt
e f n a h a g s á -
stand og um-
f a n g s m i k l a r
skattrannsókn-
ir heyrðu sög-
unni til. Hann lagði áherslu á að
helsta verkefni sitt væri að
byggja upp frjálst lýðræðisþjóð-
félag byggt á evrópskum hug-
myndum.
Stjórnmálaskýrendur tóku
ræðunni með fyrirvara enda eru
einungis tveir dagar þar til dómur
verður kveðinn upp yfir Mikhaíl
Khodorkovsky, aðaleiganda Yu-
kos-olíufélagsins. Margir telja
rannsókn stjórnvalda vera af póli-
tískum rótum runna. ■
Runólfur Ágústsson:
Tvær þjóðir
í einu landi
FJARSKIPTI Íslendingar verða tvær
þjóðir í einu landi ef ekki verður
gerður skurkur í að byggja upp
fjarskiptamöguleika á lands-
byggðinni, sagði Runólfur
Ágústsson, rektor við Viðskipta-
háskólann á Bifröst, við útskrift
kvenna í atvinnurekstri á lands-
byggðinni.
Runólfur gagnrýndi hvort
tveggja slakar nettengingar á
landsbyggðinni og hugmynd um
að byggja upp marga háskóla og
rannsóknarstofnanir á einum
stað. „Þekkingarsamfélagið Ís-
land verður að taka yfir allt Ís-
land en ekki einstaka hunda-
þúfu, hvort sem hún heitir
Vatnsmýri eða eitthvað annað.“
- bþg
Meintir hryðju-
verkamenn:
Neita öllum
sakargiftum
MADRÍD, AP Réttarhöldin yfir 24
meintum al-Kaída-liðum á Spáni
sem grunaðir eru um að hafa
skipulagt hryðjuverkaárásirnar
11. september 2001 standa nú
sem hæst. Í gær bar Sýrlending-
urinn Imad Yarkas vitni en hon-
um er gefið að sök að hafa sett á
fót sellu öfgamanna þar sem
lagt var á ráðin um illvirkin.
Hann harðneitaði öllum sakar-
giftum.
Eini Spánverjinn í hópnum,
Luis Jose Galas, bar einnig vitni
í gær en hann kvaðst vera frið-
elskandi múslimi sem mótmælti
árásunum á sínum tíma. Hann
þvertók fyrir að hafa dvalið í
þjálfunarbúðum al-Kaída í
Indónesíu.
Krafist er 75.000 ára fangels-
dóms yfir mönnunum. ■
SPURNING DAGSINS
Stefán, kom nafnið Ragnheiður
Erla til greina?
„Þótt við dómarar séum sjálfhverfir er
þetta ekki tengingin, heldur heitir dóttir
mín eftir langömmu sinni.“
Stefán Pálsson, dómari í Gettu betur, eignaðist
dóttur á dögunum og var henni gefið nafnið
Ólína. Ólína Þorvarðardóttir skólameistari er einn
af forverum Stefáns í dómarasæti.
VLADIMIR PÚTÍN
Viðskiptaháskólinn á Bifröst mun frá og með næsta
hausti bjóða þeim nemendum sem það kjósa að ljúka
námi til BS eða BA gráðu á tveimur árum í stað þriggja
með því að leggja stund á nám allt árið.
TÓL TIL FÍKNIEFNANEYSLU
Gosdrykkjaflöskur og toppar úr topplykla-
settum eru algeng tól til neyslu fíkniefna.
Stúdentaráð:
Skortir aukið
fjármagn
HÁSKÓLI ÍSLANDS Stúdentaráð Há-
skóla Íslands hefur samþykkt
ályktun þar sem skýrslu Ríkis-
endurskoðunar um úttekt á Há-
skóla Íslands er fagnað. Í skýrsl-
unni kemur fram að skólinn hafi
staðið sig vel miðað við það fjár-
magn sem hann hafi haft úr að
spila en skorti aukið fjármagn.
„Auk þess kemur fram að hann
fái ekki greitt fyrir kennslu mörg
hundruð virkra nemenda. Á þetta
hefur forysta stúdenta og Há-
skólayfirvöld bent ítrekað undan-
farin ár en mætt litlum skilningi
yfirvalda.“ ■
UMBOÐSMAÐUR ALÞINGIS
Tryggvi Gunarsson beinir þeim tilmælum
til tollstjórans að mál konunnar verði tek-
ið til athugunar á ný.
Djúp gjá milli
sjónarmiða
Hrygningarstofn þorsksins nær sér ekki á strik. Það veldur því að illa
gengur að auka afrakstursgetu stofnsins, segja talsmenn Hafrannsókna-
stofnunarinnar. Þingmaður segir þá víkja sér undan ábyrgð.
SJÁVARÚTVEGUR „Þetta eru sömu
gömlu lummurnar“, sagði Magnús
Þór Hafsteinsson þingmaður
Frjálslynda flokksins eftir fund
sjávarútvegsnefndar Alþingis
með fulltrúum Hafrannsókna-
stofnunar í gær. „Talsmenn Stofn-
unarinnar kenna öðrum um
hvernig komið er eins og venju-
lega. Þeir virðast ekki reiðubúnir
til þess að taka upp nýja starfs-
hætti, nálgast viðfangsefnið á nýj-
an hátt. Hvað til dæmis með loðn-
una? Mætti takmarka veiðar á
henni og auka hugsanlega fæðu-
framboð fyrir aðrar tegundir?“
Magnús ítrekar þá skoðun sína að
forsvarsmenn stofnunarinnar
ættu að segja af sér. „Fullreynt er
að ráðgjöf þeirra skilar engum
ávinningi í auknum veiðiheimild-
um eða bættu ástandi þorsk-
stofnsins.“
Jóhann Sigurjónsson forstjóri
Hafrannsóknastofnunar mótmæl-
ir orðum Magnúsar. „Við segjum
aðeins að hrygningarstofninn sé
of lítill vegna of þungrar sóknar.
Ekki þarf annað en að líta á ald-
urssamsetninguna í stofninum. Á
30 árum hafa verið veidd um 1,3
milljónir tonna úr þorskstofninum
umfram ráðgjöf okkar. Við erum
vitanlega hugsi yfir því líka hvers
vegna viðsnúningur til hins betra
er ekki hraðari í þorskstofninum
en raun ber vitni.“
Guðjón Hjörleifsson þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins og for-
maður Sjávarútvegsnefndar seg-
ir að fundurinn með talsmönnum
Hafrannsóknastofnunarinnar
hafi verið upplýsandi. „Þeir
áætla að stofnvísitala þorsksins
verði svipuð og í fyrra. Ýsan sé
hins vegar á góðri uppleið. Enn er
eftir að vinna úr upplýsingum
sem togararallið gefur. Hvað sem
þessu líður er gott að hafa um-
ræður opnar um þetta en engin
lausn að hrópa á götuhornum líkt
og Magnús Þór Hafsteinsson full-
trúi Frjálslynda flokksins í sjáv-
arútvegsnefnd hefur gert.“ Undir
þetta tekur Hjálmar Árnason
fulltrúi Framsóknarflokksins í
sjávarútvegsnefnd og bendir á
afar lélegan árgang 2001 og aftur
í fyrra.
johannh@frettabladid.is
SJÁVARÚTVEGSNEFND VIÐ UPPHAF FUNDAR
Skiptar skoðanir eru innan sjávarútvegsnefndar Alþingis um stöðu þorsksins. Magnús Þór
Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, krefst afsagnar þeirra sem stjórnað hafa
fiskveiðum en stjórnarliðar segja enga þörf á því.