Fréttablaðið - 26.04.2005, Side 8

Fréttablaðið - 26.04.2005, Side 8
1Hverja unnu Íslandsmeistarar FH íAtlantic-bikarnum? 2Hvaða íslensku bækur urðu hlut-skarpastar í kosningu barna um vin- sælustu barnabókina? 3Hvaða prestur sendi kaþólsku kirkj-unni tóninn í predikun sinni? SVÖRIN ERU Á BLS. 34 VEISTU SVARIÐ? 8 26. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR Forstjóri Fangelsismálastofnunar: Bíður niðurstöðu ráðuneytis FANGELSISMÁL Framkvæmdaáætl- un Fangelsismálastofnunar er enn til athugunar í Dómsmálaráðu- neytinu, að sögn Valtýs Sigurðs- sonar forstjóra stofnunarinnar. Hann segist telja biðina eftir nið- urstöðum í dögum en ekki vikum. „Þetta er framkvæmdaáætlun upp á 1,8 - 2 milljarða króna,“ sagði hann. „Hluta verður varið í verulegar endurbætur á fangels- unum á Akureyri, Litla - Hrauni og Kvíabryggju. Þá er áætlað að bygging nýs fangelsis á Hólms- heiði kosti 1,2 milljarða.“ Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu er gert ráð fyrir að á Hólmsheiði verði reist öryggis- og vinnufangelsi. Þar verði afeitr- unar- og meðferðardeild, sjúkra- deild og gæsluvarðhaldsdeild. Þar verði hægt að gera menn hæfa til að fara í meðferð í upphafi afplán- unar og ljúka henni án vímuefna. Valtýr sagði að allt væri undir fangelsismálunum nú. Frumvarp- ið sem lægi fyrir Alþingi gerði ráð fyrir breyttri stefnu og áherslum. Vonandi færi að skýrast hvernig því reiddi af, en það væri nú í alls- herjarnefnd. -jss Þorp Alcoa Fjarðaáls: Kallað FTV REYÐARFJÖRÐUR Þorp starfs- manna Alcoa Fjarðaáls í Reyð- arfirði gengur í daglegu tali undir nafninu FTV upp á enskan máta, sem stendur fyrir Fjarda- ál Team Village. Ragna Hreins- dóttir, tengiliður verkalýðs- hreyfingarinnar milli starfs- mannanna og fyrirtækisins, tel- ur að finna þurfi íslenskt heiti fyrir þorpið. Ragna sagði í Hádegisútvarpi Fréttablaðsins í gær að talað væri um staðinn þar sem þorpið rís sem „úti í Haga“, þannig að kannski kæmi til greina að kalla þorpið Haga. Í það minnsta sé ljóst að finna þurfi íslenskt heiti. - ghs – hefur þú séð DV í dag? Prestur barði fermingarbarn í höfuðið með kústi FORELDRAR ÆFIR YFIR PRESTI SEM SPURÐI FERMINGARBÖRNIN HVORT ÞAU FRÓUÐU SÉR Faðirinn vill ekki ferma aftur hjá prestinum AMAGASKI, AP Í það minnsta 57 fór- ust og 440 slösuðust í miklu lestar- slysi í Japan í gærmorgun. Talið er að óreyndur lestarstjórinn hafi ekið lestinni allt of hratt með þeim afleiðingum að hún þeyttist út af sporinu. Sneisafull lestin var á ferðinni í nánd við Amagasaki, um 400 kílómetra vestur af Tókýó, en 580 farþegar eru sagðir hafa verið um borð. Á augabragði tókst hún nán- ast á loft og flaug út af sporinu og hafnaði á níu hæða fjölbýlishúsi. Tveir af sjö vögnum lestarinnar krömdust upp við húsvegginn og flöttust nánast út. Sjúkralið kom þegar á vettvang og reyndi að bjarga því sem bjarg- að varð en svo virðist sem að minnsta kosti 57 manns hafi látist og 440 slasast, margir alvarlega. Flest bendir til að 23 ára gamall lestarstjórinn hafi ekið lestinni á ofsahraða en aðeins nokkrir mán- uðir eru liðnir síðan hann fékk rétt- indi til að stjórna slíku farartæki. Allt bendir til að lestin hafi hrein- lega þeyst út af sporinu en til þess þurfti hún að vera á í það minnsta 133 kílómetra hraða á klukkustund. Þetta er mannskæðasta lestar- slys í Japan síðan 1961. ■ FRÁ MINNINGARATHÖFNINNI Karl Bretaprins ræðir við Helen Clark, for- sætisráðherra Nýja-Sjálands. John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, sat hins vegar þögull með konu sinni. Gallipoli: Harmsögu minnst TYRKLAND, AP Í gær voru liðin níu- tíu ár síðan einn mannskæðasti bardagi heimsstyrjaldarinnar fyrri hófst, orrustan á Gallipoli- skaga í Tyrklandi. Þúsundir manna minntust atburðarins í Canakkale í Tyrklandi í gær. Á sínum tíma freistuðu herir bandamanna þess að leggja skag- ann undir sig og þar með ná yfir- ráðum yfir siglingaleiðinni í gegn- um Dardanellasund og að lokum Istanbul. Stór hluti hermannanna sem sendur var á vettvang var frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Að- gerðin misheppnaðist gjörsam- lega og áður en yfir lauk lágu ríf- lega 300.000 manns í valnum, flestir þeirra Tyrkir. ■ LESTIN HAFNAÐI Á ÍBÚÐARHÚSI Grunur leikur á að óreyndur lestarstjórinn hafi ekið lestinni á ofsahraða. Að minnsta kosti 57 manns farast í lestarslysi í Japan og 440 slasast: Lestarvagnarnir flöttust nánast út ENDURBÆTUR Fangelsið á Akureyri verður endur- bætt fyrir um 170 miljónir króna sam- kvæmt áætlun Fangelsismálastofnun- ar. Myndin er úr einum klefa þess.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.