Fréttablaðið - 26.04.2005, Side 11

Fréttablaðið - 26.04.2005, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 26. apríl 2005 11 Samvinnuverkefni fimm fyrirtækja: Rafræn viðskipti í sjávarútvegi UPPLÝSINGATÆKNI Maritech, Brim, SH, Eimskip og Síminn hafa í sam- starfi þróað hugbúnaðarlausn sem byggir á rafrænum samskiptum á milli upplýsingakerfa sjávarútvegs- fyrirtækja, flutningsaðila og selj- enda. Tilgangurinn er að auka ör- yggi og hraða í samskiptum, koma í veg fyrir tvíverknað og lækka kostnað. Lausnin byggir á að upplýsingar eru slegnar aðeins einu sinni inn í tölvu og fluttar á milli upplýsinga- kerfa en móttakandinn bætir við nýjum upplýsingum eftir því sem við á og sendir áfram á næsta fyrir- tæki. Fulltrúar fyrirtækjanna fimm kynntu hugbúnaðarlausnina á Akur- eyri fyrir helgi og í máli Kristjáns Hjaltasonar, framkvæmdastjóra SH þjónustu, dótturfélags SH, kom fram að með þessari nýjung væri sjávarútvegurinn kominn í fremstu röð hvað varðar rafræn viðskipti. „Þetta er mikil einföldun og mikil breyting frá þeim vinnubrögðum sem tíðkast hafa. Samstarf fyrir- tækjanna fimm hefur skapað lausn sem aðrir aðilar í viðskiptum og í upplýsingatækni geta byggt á,“ sagði Kristján. - kk Framkvæmdirnar á Reyðarfirði: Hæg mann- fjölgun REYÐARFJÖRÐUR Mannfjölgunin á Reyðarfirði fer hægar af stað en búist var við. Búist var við að straumurinn hæfist í apríl til maí en nú er ljóst að aðeins 20 til 30 starfsmenn fluttust til landsins í apríl. Talið er að straumurinn liggi til landsins í maí og júní. Í þorpinu FTV, eða Fjardarál Team Village, skammt utan við Reyðarfjörð búa nú um 300 manns en gert er ráð fyrir að íbúar þar verði um 800 í lok ársins. Á næsta ári verður svo enn meiri fjölgun en þá komast framkvæmdirnar á fullan skrið. - ghs VOTTORÐIÐ AFHENT Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarna- skóla sjómanna, og Kjartan J. Kárason, framkvæmdastjóri Vottunar hf. Slysavarnaskóli sjómanna: Vottorð fyrir gæðastjórnun SKÓLAMÁL Slysavarnaskóli sjó- manna hefur fyrstur skóla á Ís- landi fengið vottorð því til stað- festingar að skólinn starfræki gæðakerfi sem sæmræmist kröf- um gæðastaðalsins ÍST EN ISO 9001:2000. Vottorðið tekur til reksturs skólans til að annast fræðslu um öryggis- og björgunarmál sjófar- enda. Vinna við gerð gæðastjórn- unarkerfisins hefur staðið yfir síðastliðin 3 ár. Slysavarnaskóli sjómanna er í eigu Slysavarnafélagsins Lands- bjargar og er hann staðsettur í skólaskipinu Sæbjörgu. - th Fasteignaverð í Kaupmannahöfn: Svipað og í Reykjavík HÚSNÆÐISMÁL Fasteignaverð í Dan- mörku er á stöðugri uppleið ekki síður en á Íslandi. Verðlag hefur tvöfaldast síðan 1995 og talið að það hafi hækkað um 11-12 af hundraði síðasta árið. Mest er hækkunin á Kaup- mannahafnarsvæðinu þar sem fermetraverð íbúðarhúsnæðis er komið í um 180 þúsund krónur, en það er svipað og meðalverðið í Reykjavík. Sérfræðingar telja allar líkur á að fasteignaverð haldi áfram að hækka í Danmörku, þrátt fyrir spár um hið gagnstæða. ■ ■ DANMÖRK DANSKIR UNGLINGAR SOFA OF LÍTIÐ Ný rannsókn leiðir í ljós að um helmingur danskra unglinga á aldrinum 14-15 ára sefur að há- marki sjö og hálfa klukkustund á nóttu. Ástæðurnar eru meðal annars sjónvarpsgláp, tölvuleikir og mikil símanotkun. Afleiðing- arnar geta verið þyngdaraukning, streita og námserfiðleikar. ■ KASAKSTAN GEIMFAR SNÝR HEILU OG HÖLDNU HEIM Rússneskt geim- far lenti heilu og höldnu nærri Arkalyk í Kasakstan í gær. Um borð voru þrír geimfarar frá Rússlandi, Bandaríkjunum og Ítalíu en þeir fyrstnefndu höfðu dvalið í alþjóðlegu geimstöðinni síðan í október. SAMHUGA HÓPUR Með nýrri samskiptalausn sem kynnt var á Akureyri fyrir helgi eru samskipti fyrirtækja færð til nútímalegs horfs. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.