Fréttablaðið - 26.04.2005, Side 12

Fréttablaðið - 26.04.2005, Side 12
12 26. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR Gefandi starf og lærdómsríkt Einu sinni í viku stendur börnum af erlendum upp- runa til boða að mæta í Alþjóðahús Rauða kross- ins við Hverfisgötu og fá aðstoð við heimalærdóm og íslenskunám. Sjálf- boðaliðar halda kennsl- unni uppi. „Við hittumst á mánudögum yfir vetrarmánuðina, yfirleitt frá klukkan þrjú til að ganga sex,“ segir Einar Tjörvi Elíasson, verkfræðingur og sjálfboðaliði. „Að jafnaði sækja hingað um tíu börn á aldrinum níu til fimmtán ára. Þau koma hvaðanæva að úr heiminum, en flest eru þau frá Asíu; Víetnam, Srí Lanka og Taílandi. Færni þeirra er mis- jöfn eins og gefur að skilja. Sum þeirra tala sæmilega íslensku en önnur nær enga og við reynum að aðstoða þau eftir bestu getu.“ Einar segir sjálfboðaliðana koma úr öllum áttum. Margir séu fyrrum kennarar sem hafi látið af störfum, háskólanemar komi mikið að starfinu sem og ungt menntað fólk. „Þetta er ákaflega gefandi starf og maður lærir sjálfur heilmikið af börn- unum, ekki síður en þau læra vonandi af okkur. Maður lærir hverjar þarfir þeirra eru og hverju þau hafa mestar áhyggj- ur af, sem er oftar en ekki ís- lenskan.“ Einar Tjörvi kom fyrst að sjálboðaliðastarfi Rauða kross- ins fyrir fjórum árum þegar stoðkennslan var nýhafin. Hann var þá nýlega sestur í helgan stein. „Ég hef verið virkur í skátastarfi um áratugaskeið og alltaf haft gaman af félags- starfi. Ég vann lengi hjá Orku- stofnun og starfs míns vegna ferðaðist ég víða erlendis og umgekkst mikið af fólki frá Afr- íku, Asíu og Mið-Evrópu. Þegar ég heyrði af þessu verkefni vildi ég bjóða fram krafta mína.“ Ein- ar er líka giftur norskri konu og þekkir það af hennar reynslu hversu erfitt það getur verið að ná tökum á málinu. „Svo býr dóttir mín í Bandaríkjunum og sonur minn er giftur írskri konu. Þetta er afskaplega al- þjóðleg fjölskylda,“ grínast hann. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í sjálfboðastarfi Rauða krossins geta leitað sér upplýs- inga á heimasíðu samtakanna, redcross.is. bergsteinn@frettabladid.is ÁRIÐ 2002 voru tólf prósent kvenna og þrettán prósent karla yfir kjörþyngd. Karl- mönnum yfir kjörþyngd fjölgaði um sex prósent frá árinu 1990 en konum um þrjú prósent. Heimild: Hagstofan SVONA ERUM VIÐ „Líf mitt snýst um að klára kjara- samninginn sem gerður var milli okkar og fjármálaráðherra 5. mars,“ segir Jens Andrésson, formaður SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu. Nú er unnið með sjálfseignarstofnanir segir Jens en ferlið er þannig að rík- ið semur fyrst fyrir sína starfsmenn og síðan gera sjálfseignarstofnanir þann samning að sínum. Það þurfi þó að gerast með sérstöku sam- komulagi og um það snúist vinnan þessa dagana. Stefnan er að ljúka þeirri vinnu fyrir miðjan næsta mán- uð, segir Jens svo að allt komi til út- borgunar 1. júlí. „Svo er maður að undirbúa 1. maí, alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins, þar sem gengið verður fylktu liði með fánaborg niður á Ingólfstorg,“ segir Jens sem fer í kröfugönguna á hverju ári. Hann segir daginn hafa mikla þýðingu fyrir sig. Hann veki til umhugsunar um það, hverju samtakamátturinn hafi þokað en um leið hve mikið sé ógert í hinum stóra heimi í stéttarfélagsbarátt- unni. Þá er Jens að undirbúa ferðalag með konunni sinni til Brussel í byrj- un maí. Jens segir ferðina hefjast sem afslöppunarferð en enda sem vinnuferð. Hann ætlar á ráðstefnu sem Evrópusamtök stéttarfélaga í opinberri þjónustu halda um ákveðna tegund af einkavæðingu sem hefur verið að ryðja sér til rúms innan Evrópusambandsins. Lífið snýst um kjarasamninga HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? JENS ANDRÉSSON, FORMAÐUR SFR „Það er fáranlegt að ofbeldismenn sem brjóta skilorð á jafn svívirðilegan hátt fái að ganga lausir áfram,“ segir Guðlaug El- ísabet Ólafsdóttir leikkona. Í síðustu viku komst það í fréttir þegar handrukkarar á Akureyri neyddu unglingspilt til að ber- hátta sig á víðavangi og skutu hann margsinnis með loftbyssu en fautarnir voru á skilorði. „Ég hélt að skilorðsbundin refsing væri til þess gerð að menn væru teknir úr umferð ef þeir brytu af sér.“ Guðlaug segist vera uggandi yfir fréttum af skipulögðum ofbeldisverkum, sem hún heldur að fari vaxandi. „Ég held að það hljóti allir að hafa áhyggjur af þessu. Ég hef ekki heyrt af svona óhugnaði eins og átti sér stað fyrir norðan.“ Guðlaug telur að hugsanlega þurfi að endurskoða laga- rammann með það að leiðarljósi að lög- reglan eigi betra með að taka á hand- rukkurum og öðrum ofbeldisseggjum. „Það þarf að finna lausnir til að svona fantar gangi ekki lausir.“ GUÐLAUG ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR Beint í steininn brjóti þeir skilorð LAUSAGANGA OFBELDISSEGGJA SJÓNARHÓLL Glerfínar gluggafilmur – aukin vellíðan á vinnustað R V 20 39 Rekst rarvö rulist inn er ko minn út EINAR TJÖRVI ELÍASSON Hefur lengi verið virkur í ýmsu félagsstarfi og var fljót- ur að bjóða fram krafta sína þegar hann frétti af stoðkennslunni. ÚR ALÞJÓÐAHÚSI Börnunum stendur til boða að mæta vikulega yfir vetrarmánuðina í Alþjóðahúsið við Hverfisgötu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Landssamband kúabænda: Dustar rykið af landsins stærsta grilli „Við erum að græja þetta fyrir sumarið og ætlum að grilla slatta,“ segir Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands kúabænda, en sambandið á landsins stærsta grill sem hægt er að steikja heilt naut á. „Við skellum því upp á kerru þannig að það verður hægt að festa það við hvaða fjölskyldubíl sem er og aka þangað sem fólk vill heilgrillað naut.“ Snorri og félagar heil- grilluðu tvö naut fyrir Menningarnótt í fyrra, en Snorri vonast til að geta gert betur í ár. Einn skrokkur ætti að duga fyrir um þúsund manns. Heimagrillinu leggur Snorri hins vegar aldrei. „Ég bý í veður- paradísinni Hvanneyri og get grillað allan ársins hring,“ segir hann og viðurkennir með semingi að stundum fari nú annað en naut á kolin.“Ég tek eitt og eitt lamba- læri og slengi því á. En það er ekkert sem toppar gott og vel grillað naut. Það er líka lang auð- veldast að elda það, það rýkur ekkert úr því og svoleiðis vesen.“ -bs FRÁ MENNINGARNÓTT Heilgrillaða nautið mæltist vel fyrir hjá þeim sem gæddu sér á því á Menningarnótt í fyrra. M YN D : A RT -IC EL AN D .C O M SNORRI SIGURÐS- SON Viðurkennir að hann grillar stundum lamb.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.