Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.04.2005, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 26.04.2005, Qupperneq 39
ÞRIÐJUDAGUR 26. apríl 2005              !"  # $  %%%$                   ! "# $    %  & ' (&    )##  *   +)    ## #   ' #    ,  $ &   ' ($ )    ( $ *$ &      +,   - $ ./+  + '   $ )0   ' "$ 1       / 2 "$ 3 / $                        455      0     / 2 '   / 6  '  %%%$ $ $Líf og fjör og læti Sögurnar um Kalla á þakinu eftir Astrid Lindgren fjalla um fyrirbærið börn sem eignast ímyndaða vini. Börn með svo sterkt ímyndunarafl að þau gefa sig hinum ímyndaða heimi fullkomlega á vald og þar líður þeim vel af því þau geta ýtt hvunn- dagslegu amstri og lífsbaráttu til hlið- ar um stund. Litríkar persónur hins ástsæla barnabókahöfundar höfða til allra barna á öllum tímum, einkum vegna þeirrar staðreyndar að þær falla ekki að þeim ramma sem normið setur. Þær þverbrjóta allar reglur, eru skondnar, skemmtilegar, gefandi, réttsýnar og umfram allt, þær hafa góð og umbreytandi áhrif á aðra í kringum sig. Kalli á þakinu á ýmislegt skylt við grallarann Línu langsokk eða í öllu falli er á þeim sami gassagangurinn og endalaust fjör í kringum þau. Eins og Kalli segir sjálfur í leikritinu: „Ég vil bara hafa líf og fjör og læti ... annars er ég farinn.“ Sýningin í Borgarleikhúsinu tekur mið af þeirri lífsspeki Kalla. Óskar Jónasson hefur valið sýningunni hefðbundið form þar sem tækni- brellur, eltingaleikir, ærsl og loftfim- leikar taka stórt pláss en hann miss- ir þó aldrei sjónar á rás viðburðanna og keyrir sýninguna áfram á mátu- lega miklum hraða. Hringsviðið er notað til hins ýtrasta þar sem Stígur Steinþórsson hefur af útsjónarsemi komið fyrir þremur leikmyndum sem snúast inn og út. Allar skiptingar renna ljúflega og það er virkilega gaman að fylgjast með hugvitssöm- um brellum til að láta Kalla hverfa og birtast skyndilega á allt öðrum stað. Ég verð að nota tækifærið hér og hrósa Óskari fyrir leikaravalið. Það er frábært hjá honum að velja leikara í sýninguna sem ekki hafa sést á fjöl- unum lengi og þá nefni ég einkum Þröst Guðbjartsson sem fór á kost- um í hlutverki miðaldra barnfóstru. Margrét Pétursdóttir og Jakob Þór í hlutverkum foreldranna voru svona samnorrænir ábyrgðarfullir foreldrar en Jakob átti einnig skemmtilegan sprett í hlutverki Finna þjófs. Þar fór saman góður samleikur hans og Ladda, sem töfrar fram úr pússi sínu enn einn karakterinn. Nokkuð mæðir á börnum og ung- lingum í þessari sýningu og ljóst að Óskari hefur tekist að laða fram góð- an leik hjá öllum, að maður tali nú ekki um svona stóran bónus á borð við dans og breiktilþrif hjá Ragnhildi Steinunni og Leifi. Arnmundur Ernst Björnsson er hreint frábær sem ung- lingspilturinn Bobbi og vinir Bróa litla; Edda Margrét og Rafn Kumar, virkuðu bæði mjög yfirveguð. Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson leik- ur Bróa litla, strák sem þráir það heit- ast í lífinu að eignast hund. Mitt í raunum sínum hittir hann þennan skrýtna Kalla og tekst með þeim sér- stök vinátta. Drengurinn lék afskap- lega vel og skilaði vel tilfinningum og geðbrigðum. Textameðferð hans var í stakasta lagi og svo söng hann eins og engill. Sveppi var Kalli á þakinu og fullur salur af börnum tók honum opnum örmum og víst er að þau eiga eftir að elska hann. Eini ljóðurinn á þessari annars fjörugu og skemmtilegu sýningu var sönglögin. Þau voru fremur slök og tóntegundir voru yfirleitt allt of lágar fyrir þá sem þurftu að syngja. Að öðru leyti stingur Óskar hér enn einni skrautfjöður í hattinn sinn. Hann veit hvernig á að skemmta fólki. LEIKLIST VALGEIR SKAGFJÖRÐ Kalli á þakinu Borgarleikhúsið Stóra svið/Samvinnu- verkefni Höfundur: Astrid Lindgren. Þýðing og aðlögun: Davíð Þór Jónsson. Tónlistar- stjóri: Karl Olgeirsson. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Búningar: Helga Rós V. Hannam. Lýsing: Kári Gíslason. Danshöf- undur: Birna Björnsdóttir og Guðfinna Björnsdóttir. Leikstjóri: Óskar Jónasson. Leikarar: Sverrir Þór Sverrisson, Jakob Þór Einarsson, Margrét Pétursdóttir, Þór- hallur (Laddi) Sigurðsson, Þröstur Guð- bjartsson, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Leifur Eiríksson, Arnmundur Ernst Björns- son, Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson, Edda Margrét Erlingsdóttir, Rafn Kumar Boni- facius o.fl. Niðurstaða: Óskar stingur hér enn einni skrautfjöður í hattinn sinn. Hann veit hvernig á að skemmta fólki. KALLI OG BRÓI LITLI „Sveppi var Kalli á þakinu og fullur salur af börnum tók hon- um opnum örmum og víst er að þau eiga eftir að elska hann,“ segir Valgeir Skagfjörð í gagnrýni sinni. Samtök Rauða krossins í Úkraínu ætla að dreifa ókeypis smokkum vikuna sem Eurovision- söngvakeppnin verður haldin í höfuðborginni Kiev í næsta mán- uði. Meðal annars verður smokkun- um dreift í Palats Sportu-höllinni þar sem keppnin verður haldin. Smokkadreifingin er hluti af átaki Rauða krossins gegn útbreiðslu HIV-veirunnar í Úkraínu. Munu sjálfboðaliðar ganga um í bolum þar sem varað er við smithættu. ■ PALATS SPORTU Smokkum verður dreift í höllinni þar sem Eurovision-keppnin verður haldin. ■ EUROVISION Ókeypis smokkum dreift

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.