Fréttablaðið - 26.04.2005, Qupperneq 46
34 26. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Margir hafa farið fram á að þátt-urinn Strákarnir verði færður
aftar á dagskrá Stöðvar 2 þar sem
mörg uppátæki þeirra
Sveppa, Audda og Péturs
séu ekki til eftirbreytni en
þar sem strákarnir séu vin-
sælar fyrirmyndir sé hætt
við að krakkar api eftir
þeim fíflaganginn. Fjöl-
miðlarýnirinn vaski
Ólafur Teitur Guðna-
son hefur bæst í hóp þeirra sem
vara við Strákunum og vill fá þá
flutta aftur fyrir háttatíma unga
fólksins. Málið snertir
Ólaf Teit beint en hann
upplýsti það í Sunnu-
dagsþættinum á Skjá
einum að hann hefði
komið að fimm ára syni
sínum inni í þvottavél
þar sem hann var að
taka svokallaðri
„áskorun“ sem á ræt-
ur sínar að rekja til Strákanna. Þar
sem það vill svo til að Ólafur Teitur
býr í sama húsinu í Vesturbænum
og félagi hans Gísli Marteinn Bald-
ursson létu glöggir áhorfendur
Sunnudagsþáttarins það hvarfla að
sér að afkomendur Gísla Marteins
hefðu staðið fyrir áskoruninni. Gísli
Marteinn kannast ekkert við þvotta-
hússuppákomuna og spillingaráhrif
Strákanna á Stöð 2 koma því sjálf-
sagt ekki frá heimili eins vinsælasta
þáttastjórnanda Sjónvarpsins.
Ýmsar og mislitskrúðugur kenn-ingar ganga nú á milli fólks um
hvað olli því að frumsýningu á nýu
leikriti Birgis Sigurðssonar,
Dínamít, var frestað en
til stóð að frumsýna
verkið á sumardaginn
fyrsta. Stefán Baldurs-
son, leikstýrir verkinu
en Hilmir Snær
Guðnason fer með
aðalhlutverkið og leik-
ur skáldheimspeking-
inn Friedrich Nietzsche sem verkið
fjallar um. Veikindi leikara hafa verið
nefnd sem skýring á seinkuninni en
skemmtilegasta sagan af töfinni er
sú að Nietzsche-sérfræðingur hafi
fylgst með æfingu og í framhaldinu
bent leikstjóranum á að eitthvað
vantaði upp á skilning á verkum
heimspekingsins. Það er svo sem
ekkert nýtt að Nietzsche vefjist fyrir
fólki.
1
5 6
87
9
12
15
10
13
16 17
11
14
18
2 3 4
Konan stakk mig í bakið
Hlýt að hafa
móðgað hana
Hjón á Kleppsvegi
leidd nauðug
fyrir Héraðsdóm
Reykjavíkur
– hefur þú séð DV í dag?
Sumar gjafir skipta
öll börn máli!
Gefum börnum góða sumargjöf
Það virðist vera hlaupin einhver
hjátrú í söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva. Fyrir um ári
kom hingað fulltrúi Úkraínu,
Ruslana, til að kynna lagið sitt
Wild Dances sællar minningar.
Þessi ferð virtist hafa góð áhrif
því hún vann síðan keppnina. Ang-
elica Agurbash, sem syngur fyrir
hönd Hvíta Rússlands, fetar því
fótspor Ruslönu en hún kom hing-
að til lands í gær með einkaþotu
og 25 manna fylgdarliði. Væntan-
lega í von um að endurtaka leik-
inn.
Angelica Agurbash er búin að
vera á miklu ferðalagi við að
kynna lag sitt og greinilegt að
þjóðirnar frá gömlu Sovétríkjun-
um nýta sér þessa keppni til þess
að kynna land og þjóð betur en
margar aðrar. Hún hefur haft við-
komu í Póllandi, Ísrael, Hollandi,
Rússlandi og Litháen og kynnt
lagið sitt, Love Me Tonight.
Angelica Agurbash er 35 ára,
þriggja barna móðir sem býr í út-
hverfi Moskvu. Hún er feikilega
vinsæl í heimalandi sínu og á að
baki fimmtán ára feril í skemmt-
anabransanum. Hún kom fyrst
fram á sjónarsviðið árið 1988 þeg-
ar hún varð Ungfrú Hvíta Rúss-
land og var síðan valin ljósmynda-
fyrirsæta Sovétríkjanna árið
1991. Í kjölfarið á þeim titli hóf
Angelica feril sem söngkona og
gaf út þrjár breiðskífur sem allar
nutu mikillar hylli. Hvort Ang-
elica hefur stigið einu skrefinu
nær sigrinum með því að koma
hingað til lands skal ósagt látið en
ef hjátrúin reynist rétt á hún sig-
urinn vísan í Kiev þann 21.maí.
freyrgigja@frettabladid.is
Angelica í fótspor Ruslönu
ANGELICA AGURBASH Kom hingað til lands í gær með einkaþotu og 25 manna fylgdarliði
Það er ekki bara Dagur Kári sem
verður fulltrúi Íslendinga á Cann-
es. Grímur Hákonarson kvik-
myndagerðamaður mun nefnilega
einnig frumsýna nýja stuttmynd,
Slavek the Shit, sem var lokaverk-
efni hans í kvikmyndaskólanum í
Prag. Tveir flokkar stuttmynda
eru á Cannes, annars vegar opinn
flokkur og hins vegar flokkur
skólamynda. Grímur mun keppa í
þeim síðarnefnda en sama dóm-
nefnd er yfir þeim báðum.
Slavek the Shit er ástarsaga um
klósettvörðinn Slavek, sem verður
ástfanginn af kvenkyns klósett-
verði og þarf að beita ýmsum
brögðum til þess að fanga athygli
hennar. „Þetta er rómantísk mynd
í mjög órómantísku umhverfi,“
segir hann en myndin er sam-
starfsverkefni hans og eistnesks
tökumanns. „Slavek er byggður á
persónu sem ég heyrði um og er
hugsjónaklósettvörður,“ bætir
Grímur við þegar talið berst að
hugmyndinni. „Þetta er svona mín
upplifun af Tékklandi eftir tveggja
ára dvöl,“ segir hann.
Hann setti sér strax það mark-
mið að myndin skyldi á Cannes enda
hefur hann lengi dreymt um að fara
þangað. „Ég veit ekki hvort ég á eft-
ir að vera í sömu kokkteilboðum og
Brad Pitt, en ég verð þarna með
mína eigin mynd en ekki að sleikja
upp einhverjar stjörnur,“ segir
Grímur og bætir við að hann hafi
ekki enn gert upp við sig hvort hann
ætli að kaupa sér hvít jakkaföt til
þess að vera í stíl. „Ætli ég láti ekki
bara fara lítið fyrir mér og hangi
með Íslendingunum.“
Grímur hefur þó farið á aðrar
kvikmyndahátíðir og reynslu sinnar
vegna ætlar hann bara að vera
seinni vikuna. „Líkaminn þolir ekki
meira en sjö daga af kokkteilboð-
um. Ég var einu sinni á kvikmynda-
hátíð í tíu daga og það var ekki
hollt,“ segir Grímur og hlær.
Myndin verður frumsýnd 17.
maí á Cannes en um leið og hátíð-
inni lýkur kemur Grímur heim með
afurðina og sýnir hana á Reykjavík
Shorts and Docs. „Hún verður
frumsýnd í lok maí í Tjarnarbíói,“
segir Grímur, sem er þó spenntast-
ur fyrir Cannes. „Cannes-stimpill-
inn hjálpar til við alla dreifingu.“
freyrgigja@frettabladid.is
SKAFTI SKÍTUR: FER Á CANNES
Rómantísk mynd í
órómantísku umhverfi
Dótið? My Pop Up Room
Sem er? Ferðamátunarklefi sem er einstaklega
hentugur í tjaldferðalagið, á sundlaugarbakkann,
ströndina, fyrir ljósmyndara, fyrirsætur, tískusýn-
ingar og svo mætti lengi telja.
My Pop Up Room er ferðamátunarklefi sem er
afar einfaldur í notkun. Klefinn er í raun lítið
tjald sem hægt er að setja upp á örfáum sek-
úndum. Pokinn utan um mátunarklefann er
opnaður og viti menn – klefinn hoppar nán-
ast út af sjálfu sér.
Margir þekkja það að þurfa að skipta um
föt og mátunarklefar, klósett eða önnur
hentug herbergi eru ekki til staðar. Fyrir vik-
ið var þessi stórkostlegi mátunarklefi hann-
aður svo nú geta allir skipt um föt á ein-
faldan hátt án þess að eiga það á hættu að
forvitin augu fylgist með.
Upphaflega var reynt að hafa klefann eins
einfaldan og kostur gafst. Þá var aðeins
hægt að fá hann í bláum lit en nú eru
hönnuðirnir heldur
betur búnir að út-
færa hann. Klef-
inn fæst nú í
nokkrum litum,
þar á meðal
hvítur, svartur
og gulllitaður.
Þannig geta
ljósmyndarar
notað hliðarnar á klefan-
um til að spegla sólina og
fá sérstaka lýsingu á fyrir-
sætuna eða hvert sem við-
fangsefnið er
Aukahlutir Klefinn er eins
einfaldur og hugsast getur
og því lítið um aukahluti ef
undan er skilin hin þægi-
lega taska sem fylgir utan um hann.
Kostir Klefinn er afar hentugur og einfaldur í notkun.
Gallar Klefinn er ekkert sérstaklega stór og hann
dugir líklega skammt í íslensku ofsaveðri.
Verð? Nýi klefinn kostar um 130 dollara, um átta
þúsund krónur, en þá er flutningskostnaður ekki
innifalinn. Nánari upplýsingar um klefann má finna á
vefsíðunni www.mypopuproom.com
DÓTAKASSINN
...fær Valdís Jónsdóttir, sem
ætlar ásamt félögum sínum úr
Menntaskólanum á Akureyri að
standa fyrir mótmælum gegn
ofbeldi á Ráðhústorginu á
Akureyri á föstudaginn kemur.
HRÓSIÐ
Lárétt: 1 refsing í knattleik, 5 hestur, 6
drykkur, 7 sólguð, 8 mjúk, 9 langdregið
hljóð, 10 á fæti, 12 svar, 13 áfengisáhrif,
15 keyr, 16 tuddi, 18 mjúkur.
Lóðrétt: 1 ástsýki, 2 klaka, 3 öfug röð, 4
mannlegur, 6 steintegund, 8 fugl, 11
þreytu, 14 nokkur, 17 drykkur.
Lausn
Lárétt: 1víti,5ess,6te,7ra,8lin,9
sónn,10il,12ans,13rús,15ak,16
naut,18meir.
Lóðrétt: 1vergirni, 2ísa,3ts,4mennsk-
ur, 6tinna,8lóa,11lúa,14sum,17te.
[ VEISTU SVARIÐ ]
Svör við spurningum á bls. 8
1
3
2
HB.
Öðruvísi fjölskylda eftir Guðrúnu
Helgadóttur og 100% Nylon
eftir Mörtu Maríu Jónasdóttur.
Hjörtur Magni Jóhannsson.
FRÉTTIR AF FÓLKI
SLAVEK THE SHIT Stuttmynd sem fjallar
um klósettvörðinn Slavek sem verður ást-
fanginn af kvenkyns klósettverði.
GRÍMUR HÁKONARSON Segist efast um að hann kaupi sér hvít jakkaföt fyrir Cannes.
Láti frekar fara lítið fyrir sér