Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 2
2 7. maí 2005 LAUGARDAGUR
UMFERÐARSLYS Ökumaður lést eftir
að hafa fengið hjartaáfall þegar
hann ók um Breiðholtsbraut í
Víðidal í gærmorgun. Þrír ungir
vegfarendur sáu bílinn aka út af
veginum og fóru að athuga með
ökumanninn. Hann var meðvit-
undarlaus þegar þeir komu að.
„Við ætluðum fyrst ekki að
hreyfa við honum fyrr en sjúkra-
bíll kæmi,“ sagði Magnús Krist-
inn Magnússon, einn þeirra sem
kom að manninum, en félagi hans
hringdi strax í Neyðarlínuna.
„Svo byrjaði eldur að loga í bíln-
um og þá drógum við hann út og
svo kom annar maður að sem
hjálpaði okkur við að reyna að
koma honum til lífs en það gekk
bara ósköp lítið.“
Maðurinn var fluttur á sjúkra-
hús og lést skömmu eftir komuna
þangað.
Bíllinn var alelda þegar
slökkvilið kom á vettvang og varð
allnokkur sinubruni á svæðinu en
greiðlega gekk að slökkva eldinn.
Slysið varð skammt frá hest-
húsunum í Víðidal en þremenn-
ingarnir höfðu farið þangað til að
slaka á eftir vorpróf. Að sögn lög-
reglu voru viðbrögð þeirra rétt á
slysstað.
Ekki er hægt að greina frá
nafni hins látna að svo stöddu.
– jse
SAMKEPPNISMÁL Sýslumaðurinn í
Reykjavík samþykkti í gær
varakröfu Skjás eins um lög-
bann á að Helgi Steinar Her-
mannsson ráði sig til starfa hjá
365 miðlum, utan verkefna á er-
lendri grundu. Einnig er sett
lögbann á að Helgi nýti sér
trúnaðarupplýsingar úr fyrra
starfi hjá Skjá einum í
núverandi starfi.
Helgi er fyrrverandi dag-
skrárstjóri Skjás eins og í samn-
ingi hans þar var ákvæði um að
hann mætti ekki starfa fyrir
fyrirtæki í samkeppni við Skjá
einn í eitt ár frá starfslokum
þar. Samkvæmt samkeppnis-
lögum gildir þetta ákvæði
einungis á Íslandi.
Magnús Ragnarsson, sjón-
varpssjóri Skjás eins, sagðist
fagna þessari niðurstöðu og
sagði staðreyndirnar tala sínu
máli. „Við töldum ástæðu til að
fara fram á þetta lögbann bæði
vegna brots á ráðningarsamn-
ingi og 27. grein samkeppn-
islaga.“
„Þessi úrskurður kemur á
óvart,“ segir Guðmundur B.
Ólafsson, lögmaður Helga.
Hann segir að Helgi muni samt
sem áður mæta til vinnu á morg-
un, þar sem lögbannið nái ekki
til núverandi starfs hans. Hann
er starfar sem þróunarstjóri er-
lendra verkefna hjá 365.
Skjár einn hefur nú viku til
að vísa málinu til héraðsdóms til
staðfestingar. - oá/ss
GRUNAÐUR UM AÐ RÆNA ÓPINU
Lögreglan í Osló hefur farið fram
á fjögurra vikna gæsluvarðhald
yfir manni sem grunaður er um
aðild að ráninu í fyrra á hinu
fræga málverki Munchs, Ópinu.
Þar með eru grunaðir ræningjar
orðnir fjórir en hinir þrír eru
eftirlýstir. Ópið hefur ekki fund-
ist enn og er óttast að búið sé að
farga því.
SPURNING DAGSINS
Birkir, eru fletta ekki landrá›?
„Nei, nei, það var sætt að vinna gömlu
félagana.“
Eyjamaðurinn Birkir Ívar Guðmundsson, mark-
vörður Hauka, varði vel í síðasta úrslitaleiknum
gegn ÍBV á Íslandsmótinu í handbolta.
PÓLLAND
AFSÖGN EKKI TEKIN GILD Aleks-
ander Kwasniewski, forseti Pól-
lands, lýsti því yfir í gær að hann
tæki ekki afsögn Marek Belka
forsætisráðherra gilda. Trausts-
yfirlýsing forsetans þýðir að hin
óvinsæla ríkisstjórn Belka verð-
ur við völd fram að kosningum
sem verða síðar á þessu ári.
Banaslys á Breiðholtsbraut:
Stúlkan
sem lést
ANDLÁT Stúlkan
sem lést í um-
ferðarslysinu á
B r e i ð h o l t s -
braut í fyrra-
dag hét Lovísa
Rut Bjarg-
mundsdóttir og
var hún búsett
að Hraunbæ 84
í Reykjavík.
Hún var fædd árið 1985. – jse
LOVÍSA RUT
BJARGMUNDSDÓTTIR
Ferðamálaáætlun:
Landvernd
ánæg›
FERÐAMÁL Á aðalfundi Landvernd-
ar nýverið var fjallað nokkuð um
ferðamálaáætlun samgönguráð-
herra til næstu 10 ára. Lýsti fund-
urinn yfir mikilli ánægju með
áætlunina. Sérstaklega var tekið
fram að mikil ánægja ríkir með
áherslur á náttúru Íslands, menn-
ingu þjóðarinnar og að stefnt
skuli að umhverfisvænni ferða-
þjónustu.
Tryggvi Felixson, fram-
kvæmdastjóri Landverndar, segir
áætlunina undirstrika að mikil
verðmæti búi í náttúru landsins
fyrir ferðaþjónustuna og mikil-
vægi þess að ganga vel um þessi
verðmæti. Álag geti orðið svo
mikið á vissum stöðum að það
þurfi að bregðast við. -oá
BÍLFLAKIÐ OG SINUBRUNI Bíllinn var alelda þegar slökkviliðið kom á vettvang og all-
nokkur sinubruni varð eins og sjá má á myndinni en greiðlega gekk að slökkva. Þetta er
annað banaslysið á Breiðholtsbrautinni á tveimur dögum.
Ökumaður lést eftir hjartaáfall:
Dreginn út úr logandi bíl
NOREGUR
Forstö›uma›ur í vasa
pólitískrar stjórnar
Ögmundur Jónasson skilar séráliti í efnahags- og vi›skiptanefnd um frumvarp
um breytingar á samkeppnislögum. Hann segir n‡tt samkeppniseftirlit ver›a
ósjálfstæ›ara en Samkeppnisstofnun nú nái breytingarnar fram a› ganga.
ALÞINGI Þingmenn Samfylk-
ingarinnar í minnihluta
efnahags- og viðskipta-
nefndar leggjast gegn
samþykkt frumvarps um
breytingar á samkeppnis-
lögum. Í nýju nefndaráliti
lýsa þeir andstöðu við að
gildandi samkeppnislög
séu milduð og stjórnsýsl-
unni breytt, enda séu ekki
forsendur fyrir því. Sam-
keppniseftirlitið sem ætl-
unin er að koma á fót njóti
ekki sama sjálfstæðis í
daglegum störfum sínum
og Samkeppnisstofnun
gerir nú, því nái breyting-
arnar fram að ganga verði
að bera allar meiri háttar
aðgerðir undir þriggja
manna stjórn, sem við-
skiptaráðherra skipar án
tilnefningar, áður en ráðist
sé í þær.
Ögmundur Jónasson,
þingmaður Vinstri-
grænna, skilar séráliti og
segir að nýtt samkeppnis-
eftirlit komi ekki til með
að njóta sama sjálfstæðis
og Samkeppnisstofnun
gerir nú. Forstöðumaður-
inn verði settur í vasa póli-
tískt skipaðrar stjórnar og
stofnunin þurfi að bera all-
ar meiri háttar ákvarðanir
undir stjórnina. „Stjórn-
inni er síðan ætlað að gæta
þess að meðalhófs verði
gætt, en það sé nokkuð
sem forstjórar olíufélag-
anna og neytendur hefðu
án efa skilgreint með mis-
munandi hætti þegar sam-
ráðssvindlið kom upp nú
nýlega,“ segir í álitsgerð
Ögmundar. Hann spyr um
ástæðuna fyrir því að nú
vilji ríkisstjórn og stjórn-
armeirihluti festa ákvæði
þessa efnis í lög. Spyr
hvort dæmin hræði.
Einnig er bent á að vera
kunni að ákvæði í frum-
varpinu feli hugsanlega í
sér framsal dómsvalds að
svo miklu leyti sem sam-
keppnismál falli undir er-
lendar stofnanir. Það geti
höggvið nærri stjórnar-
skrá. Ögmundur lætur við
það sitja að benda á mikil-
vægi þess að álitaefnið
verði gaumgæfilega íhug-
að í meðferð þingsins.
Meirihluti efnahags- og
viðskiptanefndar telur aft-
ur á móti að með þeim
breytingum sem lagðar eru
til í frumvarpinu sé verið
að efla hlut samkeppnis-
mála og neytendaverndar
bæði með bættum reglum
og eflingu stofnana. Því
beri að samþykkja frum-
varpið með þeim breyting-
um sem það hefur tekið í
meðförum þingsins.
Frumvarpið um sam-
keppnismálin er eitt þeirra
frumvarpa sem stjórnar-
liðar og þingmenn stjórn-
arandstöðunnar þurfa að
semja um á lokadögum
þingsins, eigi það að verða
að lögum nú.
johannh@frettabladid.is
ÖGMUNDUR JÓNASSON Stjórnarandstaðan leggst gegn samþykkt
nýrra samkeppnislaga en stjórnarliðar vilja að frumvarpið verði
að lögum á yfirstandi þingi.
HELGI STEINAR HERMANNSSON
Lögmaður Helga segir lögbannið
ekki taka til núverandi starfs hans.
Sýslumaðurinn í Reykjavík:
Samflykkir lögbann á rá›ningu
HAMAS GEKK VEL Sveitarstjórn-
arkosningar voru haldnar í fjöl-
mörgum samfélögum á Vestur-
bakkanum og Gaza-ströndinni í
fyrradag. Fatah-hreyfing Ma-
hmoud Abbas fékk um 56 prósent
atkvæða en Hamas-hreyfingin
þriðjung. Þingkosningar verða
haldnar í Palestínu í sumar og þá
ætti Hamas að ganga vel líka.
PALESTÍNA
Danska óperuhúsið:
Gryfjan
of lítil
DANMÖRK Aðeins nokkrum mánuð-
um eftir að hið glæsilega óperu-
hús Kaupmannahafnar var opnað,
er komið á daginn að hljómsveit-
argryfjan er of lítil.
Gryfjan þarf að rúma 110 hljóð-
færaleikara en hún tekur einungis
90. Forsvarsmenn hússins hyggj-
ast bregðast við þessu með því að
leggja nærliggjandi herbergi und-
ir hljómsveitina eða skapa rými
undir óperusviðinu. Ekki er þó
ljóst hver á að greiða kostnaðinn
við þessar framkvæmdir en húsið
er gjöf til danska ríkisins frá
skipafélaginu Mærsk Mc-Kinney
Møller og kostaði litla 30 milljarða
íslenskra króna. ■
ÓPERUHÚS KAUPMANNAHAFNAR