Fréttablaðið - 07.05.2005, Page 4

Fréttablaðið - 07.05.2005, Page 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 63,99 64,29 121,49 122,09 82,90 83,36 11,14 11,20 10,22 10,28 9,05 9,10 0,61 0,61 96,98 97,56 GENGI GJALDMIÐLA 06.05.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 114,43 +0,26% 4 7. maí 2005 LAUGARDAGUR Viðbrögð við aukinni notkun lyfja við ofvirkni og athyglisbresti barna: Vill efla sálfræ›ifljónustu HEILBRIGÐISMÁL Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir áríðandi að bregðast við aukinni notkun lyfja við ofvirkni og athyglis- bresti barna. Í upphafi þingfund- ar í gær sagðist hann taka undir áhyggjur þingmanna, en þeir höfðu meðal annars lýst stór- felldri notkun þessara lyfja hér á landi sem ískyggilegri og óhugn- anlegri. Málið var rætt í umræðu um störf þingsins í upphafi þingfund- ar í gær. Ásta R. Jóhannesdóttir, Samfylkingunni, spurði heilbrigð- isráðherra upphaflega um málið. Hún kvað notkun lyfja á borð við Ritalin hafa aukist um það leyti sem landlæknisembættið hætti sérstöku eftirliti með ávísun á slík lyf. Hún spurði hvort ekki væri rétt að herða eftirlit á nýjan leik. Jón Kristjánsson upplýsti að áform væru uppi um að nota fjár- hagsramma heilbrigðisráðuneyt- isins til þess að efla sálfræðiþjón- ustu á vegum heilsugæslunnar, en slík þjónusta er talin vænleg í bar- áttu við ofvirkni og athyglis- bresti. - jh Royal Greenland: Loka› eftir útborgun GRÆNLAND Forsvarsmenn fisk- vinnslufyrirtækisins Royal Greenland á Grænlandi íhuga að loka rækjuvinnslum sínum í Nar- saq og Illulisat tímabundið eftir að starfsmenn fá útborgað. Ástæðan er sú að starfsmenn mæta illa eða alls ekki til starfa eftir útborgun launa. Sem dæmi um þann vanda sem Royal Greenland stendur frammi fyrir þá mættu aðeins 15 starfs- menn af 70 í Narsaq daginn eftir útborgun og var verksmiðjan óstarfhæf að mestu eins og nærri getur. ■ Sameining Eyjafjarðar: Kosi› í október SVEITARSTJÓRNARMÁL Ákveðið hefur verið að ganga til kosninga um sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð áttunda október næst- komandi. Formaður sameiningarnefnd- arinnar, Sigrún Björk Jakobs- dóttir, segir um afar spennandi verkefni að ræða. „Ef þetta gengur eftir þá verður um stærstu sameiningu af þessu tagi á landsbyggðinni að ræða og mér sýnist þetta snerta tæplega 25 þúsund íbúa á þessu svæði. Þess vegna er áríðandi að vel sé að þessu staðið og verða haldnir kynningarfundir í hverju byggð- arlagi í haust.“ Athygli vekur að Grímsey er ekki meðal þeirra sveitarfélaga sem um ræðir en Sigrún kunni enga skýringu á hvers vegna svo væri. - aöe Georgískt gengi: Myrti fjölda fer›amanna TÍBLISI, AP Lögreglumenn í Georgíu fundu í gær átta lík nærri húsi sem glæpagengi hafði haft aðset- ur í. Ekki er nákvæmlega vitað af hverjum líkin séu en talið er að glæpagengið hafi rænt þeim og myrt. Húsið er í Svanetiya-héraði, 400 kílómetra norðvestur af höf- uðborg landsins. Fyrir rúmu ári réðust rússneskir hermenn til atlögu við stigamennina og drápu nokkra þeirra. Þeir höfðu áður rænt erlendum ferðamönn- um og krafist lausnargjalds fyr- ir þá. Talið er að eitt líkanna sé af Levan Kaladze, bróður Kakha Kaladze, varnarmanns ítalska knattspyrnuliðsins AC Milan. ■ REYKTAR SAMLOKUR Slökkvi- liðið á Selfossi var kallað út í gærmorgun þegar bakarofn glóðhitnaði í smurbrauðsgerð þar í bæ. Mikill reykur var í húsinu en enginn eldur og því var ekki annað að gera en að kippa ofninum úr sambandi og svo reykræsti slökkviliðið hús- ið. Heimildarmaður Frétta- blaðsins gantaðist með það að nú væri aðeins hægt að fá reyktar samlokur í bænum. TÝNDUR Í HAFNARFJARÐAR- HÖFN Þyrla Landhelgisgæsl- unnar var komin af stað til að leita að báti sem horfið hafði úr sjálfvirku kerfi tilkynningar- skyldu skipa. Samkvæmt síð- ustu upplýsingum átti báturinn að vera vestur af Akranesi og stefndi þyrlan þangað en svo kom í ljós að báturinn var í mestu ró í Hafnarfjarðarhöfn. Einhver bilun í kerfinu hefur gert Landhelgisgæslunni þenn- an grikk. Þekkir þú fuglinn? Einn af einkennisfuglum hálendisvatna og tjarna. Karlfuglinn gefur frá sér hávært jóðl en kven- fuglinn lægri hljóð. edda.is Svarið fæst í Fuglavísinum, frábær handbók, ómissandi í bílinn. LÖGREGLUFRÉTTIR LYF GEGN OFVIRKNI OG ATHYGLISBRESTI Á annað þúsund börn nota lyfin að staðaldri. Heilbrigðisráðherra vill efla sálfræðiþjónustu í heilsugæslustöðvum. BRETLAND Þótt Verkamannaflokk- urinn hafi haldið velli í bresku þingkosningunum í fyrradag þá er ljóst að þingmeirihlutinn má ekki naumari vera. Óvæntustu tíðindi gærdagsins voru þó afsögn Michaels Howard, leiðtoga íhalds- manna. Segja má að úrslit kosninganna á fimmtudaginn hafi verið skárri en leiðtogar stóru flokkanna óttuð- ust en verri en þeir vonuðust til. Verkamannaflokkurinn fékk 355 þingsæti, íhaldsmenn 197, frjáls- lyndir demókratar 62 og aðrir flokkar deildu með sér 28 þingsæt- um. 61 prósent kjósenda mætti á kjörstað sem er örlitlu betri kjör- sókn en í kosningunum 2001. Sigur Verkamannaflokksins er sögulegur í að minnsta kosti tvennum skilningi. Annars vegar hefur flokknum aldrei áður tekist að halda meirihluta sínum í þrenn- um kosningum í röð. Hins vegar hefur engin ríkisstjórn frá upphafi þingræðis í landinu haft jafn lítinn hluta kjósenda á bak við sig. Ef litið er til allra kosningabærra manna þá kemur í ljós að aðeins 22 prósent þeirra styðja ríkisstjórn Verkamannaflokksins. „Ég hef hlustað og lært,“ sagði Tony Blair, leiðtogi Verkamanna- flokksins, þegar hann ávarpaði fréttamenn fyrir utan Downing- stræti 10 í gær. „Og ég held að ég hafi mjög góða hugmynd um hvers breska þjóðin væntir af ríkis- stjórninni á þessu kjörtímabili.“ Með aðeins sjötíu sæta þingmeiri- hluta er ljóst að mun erfiðara verður fyrir Blair að koma um- deildum málum í gegnum þingið. Niðurstöður kosninganna auka jafnframt líkurnar á að Blair sitji aðeins hluta kjörtímabilsins en síðan taki Gordon Brown við stjórnartaumunum. Þrátt fyrir að hafa aukið þing- sætafjölda íhaldsmanna um 36 boðaði Michael Howard, leiðtogi þeirra, óvænt afsögn sína í gær. Hann sagði ekki hvenær hann léti af völdum, aðeins að það yrði fyrr en síðar. Frjálslyndir demókratar juku sömuleiðis fylgi sitt umtalsvert og geta ágætlega við unað. Charles Kennedy, leiðtogi frjáls- lyndra, sagði í gær að úrslitin sýndu að tveggja flokka kerfið væri liðið undir lok í Bretlandi. Andstaða þeirra við Íraksstríðið telst þeim eflaust til tekna, rétt eins og George Galloway sem bauð sig fram gegn sínum fyrri félögum og vann. Af öðrum fram- bjóðendum má nefna Gerry Ad- ams, leiðtoga Sinn Fein, en hann hlaut yfirburðakosningu í kjör- dæmi sínu í Vestur-Belfast á Norður-Írlandi. Hins vegar féll Nóbelsverðlaunahafinn David Trimble út af þingi. sveinng@frettabladid.is BLENDIN ÁNÆGJA Tony og Cherie Blair mæta til veislu hjá Verkamannaflokknum eftir að sigurinn varð ljós. Setan á forsætisráðherrastólnum verður að líkindum erfiðari en oft áður. Michael Howard segir óvænt af sér Verkamannaflokkurinn sigra›i í flingkosningunum í Bretlandi í fyrradag en í besta falli getur árangurinn talist varnarsigur. Aldrei hefur ríkisstjórn haft jafn lítinn hluta kjósenda á bak vi› sig. Michael Howard tilkynnti afsögn sína í gær. VEÐRIÐ Í DAG ÚRSLIT KOSNINGANNA Prósent Þingsæti Verkamannaflokkurinn 35,2 355 Íhaldsflokkurinn 32,3 197 Frjálslyndir demókratar 22,1 62 Aðrir flokkar 10,4 30 Garðaprestur: Áfr‡jar úrskur›i KIRKJUMÁL Séra Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur í Garðasókn, hefur kært úrskurð úrskurðarnefndar þjóðkirkjunn- ar til áfrýjunarnefndar. Hann deilir við sóknarnefnd og nokkra starfsmenn sóknarinnar en frestur til áfrýjunar rann út í gær. Ólga hefur verið í Garðasókn undanfarin misseri af ýmsum ástæðum og fyrr á árinu kærði Hans Markús sóknarnefndar- menn, djákna og prest til úr- skurðarnefndar þjóðkirkjunnar. Hún komst að þeirri niðurstöðu að Hans hefði sjálfur gerst brot- legur og lagði til að hann yrði fluttur í starfi. Þessari niðurstöðu áfrýjar sóknarpresturinn nú. - shg

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.