Fréttablaðið - 07.05.2005, Qupperneq 12
Forystumenn allra helztu
flokkanna í Bretlandi sáu
hver sínar ástæður til að
kætast yfir úrslitum
þingkosninganna. En þeir
urðu líka allir fyrir von-
brigðum.
Allir helztu stjórnmálaflokkarnir
í Bretlandi höfðu ástæðu til að líta
svo á að úrslit þingkosninganna í
landinu væru þeim hagstæð. En
þeir höfðu jafnframt allir ástæðu
til að vera svekktir yfir niðurstöð-
unni.
Verkamannaflokkurinn gat
glaðzt yfir því að hafa í fyrsta
sinn í sögu flokksins unnið örugg-
an þingmeirihluta í þriðju kosn-
ingunum í röð. En þennan meiri-
hluta vann hann með lægsta hlut-
falli heildarfjölda greiddra at-
kvæða frá því að þingræði var
tekið upp í landinu. Að hægt sé að
vinna slíkan meirihluta með innan
við 37 af hundraði atkvæða hefur
vakið enn og aftur athygli á kost-
um og göllum brezka kosninga-
kerfisins. Að auki var kjörsókn að
þessu sinni aðeins rúm 61 prósent,
örlitlu meiri en hún var síðast
þegar kjörsókn var um fimmtán
prósentustigum undir meðaltali
síðustu áratuga og beinir sú stað-
reynd athyglinni að því hvort um-
bóta sé þörf á kerfinu.
Íhaldsflokkurinn gat glaðzt
yfir því að hafa unnið nokkra tugi
þingsæta frá því í síðustu kosn-
ingum. En fyrir flokk sem á allri
20. öldinni var vanur því að fá
nær helmingi greiddra atkvæða
(44 prósent að meðaltali) og halda
oftast um stjórntaumana – að
minnsta kosti aldrei verið lengur
en tvö kjörtímabil frá völdum – er
sá rétt tæpi þriðjungur atkvæða
sem þeir fengu nú langt frá því að
vera árangur sem flokksmenn
geta verið ánægðir með.
Og Frjálslyndir demókratar
gátu glaðzt yfir því að hafa aukið
fylgi sitt á landsvísu vel upp yfir
tuttugu prósentin. En það mark-
mið þeirra að fá þingsæti í sam-
ræmi við atkvæðamagnið náðist
ekki; það markmið þeirra að kom-
ast upp að hlið Íhaldsflokksins
sem „raun-valkosturinn“ (sem var
aðalkosningaslagorð þeirra) fyrir
brezka kjósendur náðist ekki. Þó
styrktist þingflokkurinn vel,
stækkaði úr 50 í 62 menn. Stærri
þingflokk hafa frjálslyndir ekki
haft í neðri deild brezka þingsins
síðan á þriðja áratug tuttugustu
aldar. En hann er ekki nema þriðj-
ungur af stærð þingflokks Íhalds-
flokksins og er þar með langt frá
því að geta gert tilkall til þess að
vera forystuafl stjórnarandstöð-
unnar. Því hlutverki heldur
Íhaldsflokkurinn ótvírætt, þótt
þessi árangur frjálslyndra leyfi
Charles Kennedy, leiðtoga flokks-
ins, að fullyrða að úrslitin sýni og
sanni að brezka stjórnmálakerfið
sé raunverulega orðið þriggja
flokka kerfi.
Endurkjör „með blóðnasir“
Er Tony Blair kom af hefðbundn-
um fundi sínum með drottning-
unni – þau áttu óformlegt spjall í
Buckingham-höll á tólfta tíman-
um í gærmorgun – lýsti hann því
yfir í ávarpi til fjölmiðla fyrir
utan embættisbústað sinn að
Downing-stræti 10 að eftir þessar
kosningar hefði hann og ríkis-
stjórn hans „mjög skýra hugmynd
um vilja kjósenda“ og hún hafi
einnig skýra hugmynd um það
hvernig hún hyggist uppfylla
þennan vilja á kjörtímabilinu.
Bæði Blair og Gordon Brown,
væntanlegur arftaki hans á
flokksleiðtoga- og forsætisráð-
herrastólnum, sögðu flokksforyst-
una hafa „hlustað og lært“ er hún
ræddi við kjósendur í kosninga-
baráttunni. „Ríkisstjórnin mun
staðfastlega einbeita sér að því að
hrinda í framkvæmd því sem
kjósendur hafa lagt fyrir hana,“
sagði Blair sem fagnaði 52 ára af-
mæli sínu í gær.
Á forsíðum brezku blaðanna
var úrslitunum gjarnan lýst
þannig að Blair hafi verið endur-
kjörinn „með blóðnasir“. Enginn
vafi lék á því að það sem kjósend-
ur voru óánægðastir með var hið
óvinsæla Íraksstríð, en vegna
ákvarðana sinna í því efni þurfti
Blair ítrekað að endurtaka rétt-
lætingar á þeim gerðum sínum í
kosningabaráttunni. Tilfinnanleg-
astur var þessi skellur fyrir Blair
í kjördæminu Bethnal Green og
Bow í Austur-Lundúnum, en þar
eru fjórir af hverjum tíu íbúum
múslimar. Þingsæti kjördæmisins
vann George Galloway fyrir
framboðslistann Respect, en að
honum stóðu herskáir andstæð-
ingar Íraksstríðisns. Galloway,
sem sjálfur er fyrrverandi þing-
maður Verkamannaflokksins og
orðhákur mikill, hafði sigur á ann-
ars vel þokkaðri þingkonu Verka-
mannaflokksins, Oonu King. Í
ræðu sinni á kosninganótt, er ljóst
var að hann hefði verið kjörinn,
lýsti Galloway því yfir að þessi
sigur sinn væri ósigur Blairs og
skoraði á fyrrverandi flokks-
systkin sín að steypa Blair af
stalli hið snarasta.
Íhaldsflokkurinn áfram í kreppu
Að Íhaldsflokknum skyldi ekki
takast að ná 200 þingmanna-mark-
inu var þeim ótvíræð vonbrigði.
Þótt flokksleiðtoginn Michael
Howard hefði í fyrstu viðbrögð-
um sínum við niðurstöðunum lýst
þeim sem stórum áfanga að því að
koma flokknum aftur í stjórn var
enginn vafi á hans eigin vonbrigð-
um yfir úrslitunum þegar hann
lýsti því óvænt yfir strax í gær að
hann myndi víkja „frekar fyrr en
síðar“ fyrir nýjum manni, sem
ætti að leiða flokkinn í næstu
kosningum. Framundan eru því
fjórðu flokksleiðtogakosningarn-
ar í Íhaldsflokknum á átta árum
og má gera ráð fyrir að þær verði
til lykta leiddar í síðasta lagi fyrir
næsta flokksþing, sem fram fer
að ári. Vegna þess hve slæma
reynslu flokkurinn hefur haft af
slíkum leiðtogaslag í beinu fram-
haldi af kosningaósigrunum 1997
og 2001 höfðu flokksmenn vonazt
til að Howard myndi ekki boða af-
sögn sína svo skjótt.
En nú þegar eru vangaveltur
um arftaka hans komnar á fullan
skrið. Veðbankar voru ekki seinir
að taka við sér. Efstur á lista
þeirra yfir þá sem líklegastir eru
til að taka við af Howard er David
Davis, sem hefur farið með innan-
ríkismál í skuggaráðuneyti
Howards. Einnig eru nefndir
menn eins og Sir Malcolm Rif-
kind, sem var utanríkisráðherra í
stjórnartíð Johns Major og tekur
nú við þingsæti Michaels Portillo,
og minna þekktir menn eins og
David Cameron, Liam Fox og Ge-
orge Osborne. Osborne er nýliði í
forystusveit flokksins, enda að-
eins 33 ára gamall. Er Howard til-
kynnti í gær að hann hygðist víkja
tók hann fram að í næstu kosning-
um, sem munu að óbreyttu fara
fram árið 2009 eða 2010, yrði hann
of gamall til að leiða flokkinn í
ríkisstjórn, en hann er fæddur
árið 1942. Hann óskaði þess enn
fremur að arftaka sínum gæfist
meiri tími til að búa flokkinn und-
ir að setjast í ríkisstjórn á ný en
hann hafði sjálfur. Howard tók við
flokksformennskunni einu og
hálfu ári fyrir kosningarnar nú. ■
12 7. maí 2005 LAUGARDAGUR
Gle›i og vonbrig›i í
bland í öllum herbú›um
„Samkeppnisyfirvöldum er ætlað að
stuðla að því að neytendur fái góða
vöru og þjónustu á sanngjörnu verði.
Að þessu skal unnið með því að efla
samkeppni, samhliða því að gæta þess
að heilbrigðir viðskiptahættir séu í
heiðri hafðir.“ Þannig er hlutverk sam-
keppnisyfirvalda skilgreint á heimasíðu
Samkeppnisstofnunnar.
Hvað má ekki í samkeppni?
Heilmikill lagabálkur segir til um það
sem ekki má í samkeppni. Þar er meðal
annars tekið til að allt samráð á milli
fyrirtækja í samkeppni er bannað,
markaðsráðandi fyrirtæki mega ekki
misnota þá aðstöðu sína til að reyna að
drepa niður samkeppni og að öllum fyr-
irtækjum ber að viðhafa heiðarlega við-
skiptahætti og þar af leiðandi ekki
sverta mannorð og merki samkeppnis-
aðila.
Hvernig er lögunum framfylgt?
Samkvæmt lögum fer viðskiptaráðherra
með framkvæmd laganna en í umboði
hans sjá samkeppnisráð, Samkeppnis-
stofnun og áfrýjunarnefnd samkeppnis-
mála um daglega stjórnsýslu þeirra
mála sem samkeppnislögin ná til. Þá
geta einstaklingar og fyrirtæki leitað til
Samkeppnisstofnunar telji þeir á sér
brotið jafnframt því sem stofnunin get-
ur sjálf tekið upp mál teljist ástæða til.
Samkeppnisráð hefur úrskurðarvald á
stjórnsýslustigi um það hvort það telji
lögin hafa verið brotin og hefur vald til
að dæma fésektir. Úrskurði samkeppn-
isráðs má svo áfrýja til áfrýjunarnefndar
samkeppnismála sem fer með æðsta
úrskurðarvaldið á stjórnsýslustiginu.
Dæmi áfrýjunarnefndin fyrirtæki eða
einstaklinga í fésektir ber að greiða
þær að fullu innan mánaðar frá úr-
skurðinum. Rétt er þó að taka fram að
samkeppnisyfirvöld fara ekki með eig-
inlegt dómsvald og því er í lófa lagið
að fara með mál fyrir almenna dóm-
stóla.
Samkeppnisyfirvöld hafa farið mikinn
undanfarið í málum olíufélaga og trygg-
ingarfélaga svo dæmi séu tekin. Það er
ánægjulegt að sjá að allt virkar þetta
þegar til kastanna kemur en ef til vill
þykir sumum heldur seint í rassinn
gripið.
Stu›la a› heilbrig›um vi›skiptaháttum
FBL GREINING: SAMKEPPNISYFIRVÖLD
Fréttablaðið hefur sagt frá því að
verið sé að leggja lokahönd á end-
urskoðun reglugerðar um umferð
utan vega. Meðal breytinga er að
reglugerðin nær nú líka yfir umferð
hrossa. Einar Bollason er lands-
þekktur hestamaður; rekur ferða-
þjónustuna Íshesta sem skipuleggur
hálendisferðir á hestum.
Hvað segir hann um
þessar breytingar?
Mér líst bara vel á þetta, við höfum
alla tíð gætt þess að hafa mjög náið
samstarf við Landvernd og landverði
á öllum stöðum þar sem við förum
um og farið í einu og öllu eftir
þeirra fyrirmælum. Og ég fullyrði að
það gildir um 90 prósent af öllum
hestamönnum. En þá eru þessi tíu
prósent eftir sem hvorki virða lög né
reglur og setja svartan blett á alla
hina.
En þarf þá að herða
eftirlit með þeim?
Ég hef miklu meiri áhyggjur af því
hvernig á að sinna eftirliti með akstri
utan vega. Það er skuggalegt vanda-
mál sem hefur farið hríðversnandi
síðustu fimm ár. Og hefur raunar al-
gjörlega keyrt um þverbak í orðsins
fyllstu merkingu.
EINAR BOLLASON Framkvæmdastjóri.
Versnandi
vandamál
UMFERÐ UTAN VEGA
SPURT & SVARAÐ
ÁFRAM Í DOWNING-STRÆTI 10 Tony Blair ásamt Cherie eiginkonu sinni og syni þeirra Leo. Hann mun enn um sinn búa í Downing-
stræti tíu, en hversu lengi?
BLESS BLESS Michael Howard tilkynnti
afsögn sína í gær og því fer senn í hönd
fimmta leiðtogakjör íhaldsmanna síðan
Margaret Thatcher lét af völdum.
Í SVEITA SÍNS ANDLITS Sufia Khatoon,
frá Dakka í Bangladess, leggur hart að sér
við vinnu sína í endurvinnslustöð í borg-
inni. Þrátt fyrir dugnaðinn fær hún aðeins
sem nemur 55 krónum í laun á dag, rétt
eins og um helmingur landsmanna.
M
YN
D
A
P
AUÐUNN ARNÓRSSON
SKRIFAR FRÁ LUNDÚNUM
FRÉTTASKÝRING
BRESKU KOSNINGARNAR