Fréttablaðið - 07.05.2005, Page 23
23LAUGARDAGUR 7. maí 2005
Flugskóli
einkavæddur
Hlutur ríkisins í Flugskóla Ís-
lands hefur verið seldur til Flug-
taks, Air Atlanta og Flugskólans.
Flugskóli Íslands, sem varð til
með setningu laga um skólann, er
nú einkavæddur með öllu. Skólinn
var stofnaður í þeim tilgangi að
tryggja áframhaldandi kennslu til
atvinnuflugs í landinu.
Auk ríkisins tóku Flugleiðir
hf., Air Atlanta, Íslandsflug hf.
auk flugskólanna Flugtaks og
Flugmenntar þátt í stofnun og
uppbyggingu skólans. - dh
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Ramminn
af marka›i
Enn eitt sjávarútvegsfélagið
verður afskráð úr Kauphöll Ís-
lands en í gær tilkynntu stjórn-
endur og stærstu eigendur Þor-
móðs ramma - Sæbergs á Siglu-
firði að þeir hefðu gert með sér
samkomulag um stjórnun félags-
ins. Eftirtaldir aðilar standa að til-
boðinu: Gunnar Sigvaldason,
Marteinn Haraldsson ehf., Ólafur
H. Marteinsson, Marteinn B. Har-
aldsson, Haraldur Marteinsson,
Rúnar Marteinsson, Ráeyri ehf.,
Svavar Berg Magnússon og
Unnar Már Pétursson, sem sam-
anlagt eiga 65 prósent hlutafjár.
Allt bendir til þess að Þormóður
rammi verði fjórða sjávarútvegs-
fyrirtækið sem fer af markaði á
þessu ári. Íslandsbanki sá um
fjármögnun yfirtökunnar. - eþa
SPRON kaup-
ir í Allianz
SPRON hefur keypt 80 prósenta
hlut í Hringi eignarhaldsfélagi,
sem á tryggingafélagið Allianz Ís-
land hf. Seljendur eru meðal ann-
ars Baugur Group, sem átti 65
prósent í Hringi, en Sparisjóður
Kópavogs mun áfram eiga 20 pró-
sent í félaginu.
„Við teljum að Allianz sé góður
fjárfestingarkostur og ætlum að
halda óbreyttri starfsemi,“ segir
Guðmundur Hauksson, spari-
sjóðsstjóri SPRON. Aðspurður um
kaupverð segir Guðmundur að
það sé trúnaðarmál. - eþa
RÓBERT GUÐFINNSSON Stjórnarfor-
maður Þormóðs ramma.