Fréttablaðið - 07.05.2005, Qupperneq 24
Púað á Sturlu í eigin kjördæmi
Akurnesingar fóru ekki leynt með vonbrigði sín
í garð Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra
á borgarafundi um samgöngumál á Skaganum
á dögunum, þrátt fyrir að hann ætti að vera á
heimavelli, enda Akranes í hans kjördæmi.
Helstu umræðuefnin á fundinum voru veg-
gjald í Hvalfjarðargöngin og Sundabraut.
Fullt hús var á fundinum, þrátt fyrir að á sama
tíma færi fram bein útsending á leik Chelsea
og Liverpool enda mikið kappsmál fyrir Skaga-
menn að þrýsta á að veggjald um Hvalfjarðar-
göng verði afnumið.
Sturla mætti harðri gagnrýni Skagamanna fyrir
áætlun sína í samgöngumálum og var púað á
hann úr salnum hvað eftir annað.
Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkur-
listans, virðist hins vegar í miklu uppáhaldi hjá
Skagamönnum og var nánast klappað fyrir
honum í hvert sinn sem hann opnaði munn-
inn. Enda ekki skrítið, því hann er meðal þeirra
sem á heiðurinn af því að koma á fyrirhuguð-
um strætisvagnasamgöngum milli höfuðborg-
arinnar og Akraness – sem Skagamenn eru að
sjálfsögðu í skýjunum yfir.
Rútubílstjórar ánægðir
Ekki eru allir jafnóánægðir með samgönguráð-
herra og Skagamenn því félag hópbifreiða-
leyfishafa sendi á dögunum frá sér ályktun þar
sem lýst var ánægju yfir „því lofsverða framtaki
samgönguráðherra Hr. Sturlu Böðvarssonar að
bjóða út öll sérleyfi á Íslandi nú á árinu 2005“.
Hópbifreiðaleyfishafar segja að með þessu sé
samgönguráðherra að „brjóta blað í sam-
göngusögu í okkar Íslendinga“. Framtak hans
gefi tilefni til að virk samkeppni myndist á
þessum markaði.
2-1 fyrir Ingibjörgu
Fyrrverandi ráðherrar eru nú farnir að blanda
sér í kosningaslag Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur og Össurar
Skarphéðinssonar. Sig-
hvatur Björgvinsson
reið á vaðið með langri
og ítarlegri stuðnings-
yfirlýsingu við Össur.
Henni svaraði Jón Bald-
vin Hannibalsson með
því að lýsa yfir stuðn-
ingi sínum við Ingibjörgu Sólrúnu.
Jón Sigurðsson fetaði í fótspor fyrrverandi
samstarfsmanna sinna fyrr í vikunni og sendi
frá sér lofsamlega grein um Ingibjörgu Sólrúnu
þar sem hann segir meðal annars: „Í Njálu er
tveimur kvenskörungum sögunnar, þeim Berg-
þóru og Hildigunni, lýst svo að þær hafi verið
drengir góðir. Það er efasamt að jafnrétti karla
og kvenna verði betur viðurkennt. Ingibjörg
Sólrún hefur sýnt í verki að hún er drengur
góður.“
Staðan er því 2-1 fyrir Ingibjörgu.
24 7. maí 2005 LAUGARDAGUR
Í hönd fara samningaum-
leitanir stjórnarliða og
stjórnarandstöðu um af-
greiðslu nokkurra stjórn-
arfrumvarpa. Ljóst er að
óskalistinn verður ekki
allur afgreiddur sem lög.
Frumvörp um samkeppn-
ismál, Ríkisútvarpið og
vatnalög eru meðal
þeirra sem rætt er um að
fái afgreiðslu áður en
þinghaldi lýkur.
Stjórnarliðar þurfa í dag og næstu
daga að ná samkomulagi við
stjórnarandstöðuna á Alþingi um
afgreiðslu mála áður en þinghaldi
lýkur. Halldór Blöndal, forseti Al-
þingis, hefur sagt að þinghaldi
ljúki á miðvikudag í næstu viku.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins eru forgangskröfur
stjórnarliða ekki fyllilega ljósar
þegar nefnda- og þingfundir hefj-
ast í dag. Fáein mál eru engu að
síður nefnd öðrum fremur.
Í fyrsta lagi er nefnt stjórnar-
frumvarp um sam-
keppnismál. Bú-
ast má við
langri og strangri umræðu um
samkeppnismálin, en að minnsta
kosti tvö nefndarálit og breyt-
ingatillögur við frumvarpið frá
meirihluta efnahags- og við-
skiptanefndar hafa borist inn á
borð þingmanna á síðustu dögum.
Málið er til annarrar umræðu og
ræðutími óheftur nema um annað
verði samið.
Þingmenn stjórnarandstöðunn-
ar geta hæglega rætt samkeppnis-
málin klukkustundum eða dögum
saman semjist ekki um hömlur á
ræðutíma.
Í öðru lagi er rætt um að af-
greiða frumvarp um Ríkisútvarp-
ið sem lög á þessum síðustu dög-
um þingsins. Fundir hafa verið
tíðir í menntamálanefnd og unnið
er að breytingum á frumvarpinu.
Gunnar I. Birgisson, formaður
menntamálanefndar, hefur engan
bilbug látið á sér finna, kallar
álitsgjafa fyrir nefndina og gefur
fyrirheit um að nauðsyn-
legar breytingar verði
gerðar á frumvarpinu nú
um helgina. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins
snúa þær ekki síst að rétt-
indamálum starfsmanna
Ríkisútvarpsins
þar sem ætlun-
in er að breyta rekstrarformi
þess. Þá blasir við að segja þarf
starfsmönnum upp og endurráða
þá. Slíkt getur falið í sér flækjur
varðandi áunnin réttindi þeirra.
Benda má á alvarlegar athuga-
semdir lögfræðings BSRB við
frumvarpið nú í vikunni. Þá er
ekki víst að eining sé um frum-
varpið meðal stjórnarliða að
óbreyttu en það þarf þó ekki að
tefja afgreiðslu þess. Frumvarpið
um Ríkisútvarpið og samkeppnis-
málin eru bæði til annarrar um-
ræðu og ræðutíminn þá ótak-
markaður nema um annað semj-
ist.
Frumvarp um endurskoðun
vatnalaga er á óskalista stjórnar-
liða og vilji þeirra stendur til þess
að afgreiða það á yfirstandandi
þingi. Lögin taka á eignarhaldi á
vatni, vatnsnýtingu og vatnsrétt-
indum og geta meðal annars snert
álitamál varðandi vatnsaflsvirkj-
anir í landinu.
Ef frá eru talin frumvörp sem
lengra eru á veg komin og minni
ágreiningur er um er á þessari
stundu varla við því að búast að
áðurgreind frumvörp verði öll af-
greidd sem lög á því þingi sem
lýkur að óbreyttu á miðvikudag.
johannh@frettabladid.is
stjornmal@frettabladid.is
Úr bakherberginu...
Óvíst hvaða frumvörp á
óskalistanum verða afgreidd
nánar á visir.is
UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,,
„Stuðningsmenn mínir eru auðvitað að reka skítblanka
kosningabaráttu.“
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar,
á heimasíðu sinni 3. maí.
„Hvort [er] í raun áhrifameira að stjórna Garðabæ eða
Byko?“
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
á heimasíðu sinni 30. apríl.
Niðurstöður kosninganna í Bretlandi komu engum á óvart.
Þótt Verkamannaflokkurinn sigli mikinn ólgusjó um þessar
mundir og Tony Blair sé óvinsælli en nokkru sinni fyrr gat ekk-
ert komið í veg fyrir sigur. Þetta er sögulegur áfangi í breskum
stjórnmálum og jafnvel þótt flokkssystkin Blairs vilji nú losna við
hann er ljóst að sagan mun minnast Blairs sem mikils krafta-
verkamanns.
Staðan í Bretlandi nú er ekki ósvipuð því sem hún var undir lok
valdatíma Margrétar Thatcher. Þá virtist sem ekkert fengi nokkru sinni
stöðvað sigurgöngu íhaldsmanna og hver leiðtogi stjórnarandstöðunnar á
fætur öðrum lá í valnum. Baráttan virtist vonlaus.
Nú hefur taflinu hins vegar verið snúið við og einhvern veginn hefur
íhaldsmönnum tekist að grafa algjörlega undan ímynd sinni. Áður fyrr var
Íhaldsflokkurinn tákn um stöðugleika, ábyrgð og stjórnfestu. Verkamanna-
flokkurinn þótti hafa ágætar hugmyndir en almenningi datt ekki í hug að
máta leiðtoga hans við Downing-stræti 10. Þeir einfaldega pössuðu ekki.
Nú er það hins vegar Michael Howard sem passar ekki í forsætisráðherra-
stólinn.
Á Íslandi er Sjálfstæðisflokkurinn í viðlíka stöðu og Verkamannaflokkur-
inn. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins, einkum þeir Davíð, Geir og Björn, hafa
yfir sér valdmannsbrag og jafnvel þótt kjósendur séu ekki alltaf sammála
þeim teljast þeir passa betur í ríkisstjórnarstólana en til dæmis Össur,
Steingrímur og Jóhanna. En þessi staða getur skolast til á nokkrum árum.
Með pólitískum sigrum breytist yfirbragð og ára stjórnmálamanna.
Embættið skapar manninn í pólitík – og embættisleysið líka. Þetta er hluti
af ótta sjálfstæðismanna við öfluga leiðtoga í Samfylkingunni. Sjálfstæðis-
menn hafa séð hvernig veran í minnihluta í Reykjavík hefur grafið undan
sjálfstrausti flokksmanna. Fólk sem hefði orðið að pólitískum risum í
meirihluta virðist koðna niður í minnihlutanum í Reykjavík á sama hátt og
frambærilegir stjórnmálamenn í stjórnarandstöðu virka máttlitlir í sínu sí-
fellda kvabbi og slag um athygli á Alþingi.
Risarnir í Verkamannaflokknum barma sér nú yfir árangri sem þeir
hefðu hoppað hæð sína yfir fyrir nokkrum árum og íhaldsmenn fagna sigri
yfir því sem fyrir áratug hefði þótt afhroð. Á meðan íhaldsmenn finna ekki
foringja sem almenningi finnst passa á Downing-stræti mun þetta halda
áfram. Hið sama gildir vitaskuld í pólitískri baráttu á Íslandi.
Undanhald íhaldsins
VIKA Í PÓLITÍK
SIGRÍÐUR DÖGG AUÐUNSDÓTTIR
ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR MENNTAMÁLA-
RÁÐHERRA Frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið er
eitt þeirra mála sem rætt er um að afgreiða á þessu þingi.
VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR IÐNAÐAR- OG VIÐSKIPTA-
RÁÐHERRA Stefnt er að því að afgreiða tvö af frumvörpum við-
skiptaráðherra fyrir þinglok, samkeppnismálafrumvarpið og vatna-
lögin.
ANNIR FYRIR ÞINGLOK Frumvarp um samkeppnismál, Ríkisútvarpið og endurskoðun vatnalaga er meðal þess sem á að reyna að
klára fyrir þinglok.