Fréttablaðið - 07.05.2005, Síða 53

Fréttablaðið - 07.05.2005, Síða 53
ur inn í stofuna á heimili bróður síns og skipaði okkur að setjast á meðan hann skryppi aðeins frá og næði í te og með því. Hass trúlega. Aðra eins glæsivillu hafði ég aldrei nokkurn tímann séð. Þarna voru haldnir saumaklúbbar með soldánum og olíufurstum. Og auð- vitað gat ég, túristinn sjálfur, ekki stillt mig um að taka mynd af öllum flottheitunum sem hassbarón býr við og smellti af einni. Eruð þið frá Interpol!? Í sömu andrá og flassið sprakk stormaði inn hinn eini sanni hús- og hassbóndi; feitur, þrekvaxinn, snyrtilegur og með gullkeðju um hálsinn. „Hvern fjandann þykist þið eig- inlega vera að gera? Hverjir eru þið? Lögreglan?! Interpol?! Það kemst enginn upp með að vaða inn í mín hús og taka myndir eins og hálfviti!“ þrumaði hann út úr sér á frekar bjagaðri ensku. Ég fékk hland fyrir hjartað og hugsaði með mér að þessi mynd yrði trúlega mín síðasta. Í það minnsta ef marka mátti fullyrðingu sem ég las í ferðamannahandbók um að enginn teldist maður með mönnum í Ketama nema hafa að minnsta kosti kálað einum manni fyrir giftingu! Miðað við æsinginn í hassbarón- inum var eins og við hefðum haldið við konuna hans eða sullað kaffi í gólfteppið. Ég var langt kominn með að grípa einn af gyllltu kerta- stjökunum í stofunni og spara bar- óninum ómakið og sjá um allan subbuskapinn sjálfur. En þá, loks- ins, kom Sicilian aftur. Bannsettur skúrkurinn var auðvitað enginn barónsbróðir. Hann bablaði ein- hverja arabísku við húsbónda sinn, sem gerði það að verkum að barón- inn róaðist örlítið – hætti að minnsta kosti að frussa í hverju orði. Ég hætti því öllum kerta- stjakahugsunum og hypjaði mig út með hinum. Margslunginn Sikileyingur Sicilian var þrátt fyrir allt nokkuð brattur og lagði til að við færum heim til hans. Við löbbuðum af stað, þvert yfir auða akrana. Því auðvitað var líka vor í Marokkó og uppskerutímabilið ekki fyrr en í lok sumars. Á leiðinni fékk ég að heyra sög- una af því hvernig hann öðlaðist gælunafnið Sicilian, eða Sikil- eyingurinn. Á sínum yngri árum tók hann þátt í miklu smygli sjó- leiðis frá Marokkó yfir til Sikileyj- ar. Hann var háseti á skipinu og sigldi klakklaust með rúmlega tvö tonn af marijúana yfir á eyjuna. Sikileyingurinn bætti því við að núorðið væru það sjómenn frá Evrópu sem sæju um að flytja efn- ið til Spánar og annarra landa. En skyldi lögreglan aldrei hafa bland- að sér í málin? „Nei, aldrei. Þetta er Ketama. Hér gilda engin lög!“ Hlaðan full af hassi Eftir tveggja tíma labb vorum við komin á leiðarenda. Sikileyingur- inn leiddi okkur inn í litla hlöðu, troðfulla af kannabisplöntum. Af lyktinni af dæma var ég mættur á árshátíð hippafélagsins. Fram að sjöunda áratugnum ræktuðu Marokkómenn einungis kif og seldu sín á milli, en þegar hippatímabilið reið yfir varð eftir- spurnin svo gríðarleg að Frakkar, nýlenduherrar Marokkó, kenndu bændunum að vinna hass og flytja yfir Gíbraltarsundið. Sikileyingurinn er ekki frá- brugðum öðrum héraðsbúum og vinnur um 50 kíló af hassi á ári hverju. Fyrir það hefur hann um 720 þúsund íslenskar krónur í árs- tekjur. Til samanburðar eru árs- tekjur verkamanns í Marokkó um 260 þúsund krónur. Hér heima er verðmæti uppskerunnar að líkind- um um 75 milljónir króna. Hver veit nema hassið frá Sikileyingn- um endi í undirheimum Reykja- víkur. Stór hluti af hassinu á þeim markaði kemur einmitt frá Marokkó og er gjarnan kallaður „marri“. Eftir að hafa myndað hlöðuna rækilega kvöddum við Sikileying- inn og héldum áleiðis til Fez. Orðin margs vísari um hið „göfuga“ starf hassbóndans. ■ LAUGARDAGUR 7. maí 2005 37 göngu- sumarsins garpa Fyrir Meindl Colorado Lady Flokkun B Nubuk leður Gore Tex vatnsvörn Vibram Multigriff sóli Þyngd 750 g (stærð 42) Einnig til í herraútfærslu Tilboðsverð 14.990 kr. Verð áður 17.990 kr. Lowa Renegade GTX Bestu kaupin í útbúnaðar- prófun Útiveru 2005 Flokkun AB Klassískir fjölnota skór Gore Tex vatnsvörn Nubuk leður Verð 13.990 kr. BC: Fyrir erfiðari göngur og fjallabrölt • C: Fyrir alpagöngur, kletta, ís og brodda SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ALLT Í NAFNI SPARNAÐAR Bílstjórinn tróð í og á pallbílinn og lét hann síðan renna niður fjallaveginn – til þess að spara bensín.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.