Fréttablaðið - 07.05.2005, Síða 62
46 7. maí 2005 LAUGARDAGUR
HANDBOLTI Eftirsóttasti handknatt-
leiksmaður þjóðarinnar, Árni Þór
Sigtryggsson, hefur ekki enn
ákveðið hvar hann muni leika
handknattleik næsta vetur en fjöl-
mörg félög hafa slegist um þjón-
ustu hans síðustu vikur.
Hann er í samningaviðræðum
við þýska stórliðið Flensburg
þessa dagana en honum stendur
til boða að leika hér heima eitt ár
í viðbót áður en hann gengur í rað-
ir félagsins.
Gengur hægt
Árni Þór sagði í samtali við
Fréttablaðið í gær að ekkert væri
komið á hreint fyrir utan að hann
myndi væntanlega ekki leika
áfram með Þór á Akureyri. Skipti
þá engu hvort Rúnar bróðir hans
tæki við liðinu sem samkvæmt
heimildum blaðsins er mjög lík-
legt.
„Þetta gengur frekar hægt. Ég
er í viðræðum við Flensburg
þessa dagana og á von á samn-
ingstilboði frá þeim hvað úr
hverju. Sá samningur tekur gildi
eftir eitt ár og ég geri frekar ráð
fyrir að taka því tilboði,“ sagði
Árni Þór sem stefnir þá á að leika
með félagi á höfuðborgarsvæðinu
enda ætlar hann sér í háskólanám
í höfuðborginni.
Það hefur tekið Árna Þór
lengri tíma að ganga frá sínum
málum en hann áætlaði í fyrstu og
hann játaði að vera ekki alveg viss
um hvað hann langaði helst að
gera.
Vil vita að hverju ég geng
„Það gæti vel farið svo að ég taki
tvö ár hér heima áður en ég fer út.
Ég vil ekki skrifa undir hjá ein-
hverju félagi bara til þess að
skrifa undir. Maður vill vita að
hverju maður gengur. Ég get far-
ið út núna, eftir ár eða tvö ár.
Svo ef Flensburg semur við
einhvern annan, en það eru sögu-
sagnir um að þeir vilji kaupa
landsliðsmanninn Holger Gland-
orf, þá er ég kominn aftarlega í
goggunarröðinni og þá er ekkert
víst að ég vilji semja við félagið.
Ég verð bara að sjá til hvað
gerist. Svo er líka áhugi liða frá
Spáni sem væri gaman að skoða
þannig að ég gæti endað hvar sem
er,“ sagði Árni Þór Sigtryggsson
sem neitaði því ekki að hann væri
orðinn örlítið þreyttur á að hafa
þessa hluti hangandi yfir sér.
Hann vonast til að klára sín mál í
næstu viku. henry@frettabladid.is
Árni Þór á leið í bæinn en er
ekki búinn að finna sér félag
BESTUR Í APRÍL Frank Lampard tryggði
Chelsea sigurinn í deildinni með tveimur
mörkum sínum gegn Bolton.
FÓTBOLTI. Frank Lampard hjá Chel-
sea og Stuart Pearce, knatt-
spyrnustjóri Manchester City,
voru í gær útnefndir leikmaður og
þjálfari ársins í ensku úrvals-
deildinni í knattspyrnu. Lampard
var að venju lykilmaður í sterku
liði Chelsea, sem vann enska
meistaratitilinn á dögunum, en
það var einmitt Lampard sem
skoraði bæði mörk liðsins í leikn-
um sem tryggði titilinn endan-
lega. Lampard var nýlega kosinn
leikmaður ársins af blaðamönnum
á Englandi.
Stuart Pearce hefur staðið sig
með prýði síðan hann tók við
stjórn Manchester City af Kevin
Keegan í mars og bindur hann
miklar vonir við að fá að halda
starfi sínu áfram í haust, en hann
var upphaflega aðeins ráðinn sem
afleysingaþjálfari þangað til ann-
ar maður yrði fenginn í starfið.
Undir stjórn Pearce var lið City
taplaust í deildinni í apríl og hefur
raunar aðeins tapað einum deild-
arleik síðan hann tók við starfinu.
- BB
Ekki er enn ljóst hvar stórskyttan Árni fiór Sigtryggsson leikur á næstu leiktí› en fjöldi li›a vill semja vi›
hann. Árni gerir fló ekki rá› fyrir flví a› vera áfram á Akureyri.
EFTIRSÓTTUR STRÁKUR Árni Þór Sigtryggsspn er ákaflega eftirsóttur þessa dagana en hefur þrátt fyrir það ekki enn gert upp hug sinn
með framtíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
LEIKIR GÆRDAGSINS
NM í körfubolta
16 ÁRA STRÁKAR:
ÍSLAND–DANMÖRK 68–66
Stig Íslands: Hjörtur Hrafn Einarsson 25
(11 fráköst, 6 stoðsendingar), Þröstur Jó-
hannsson 16 (16 fráköst), Rúnar Ingi Er-
lingsson 12 (7 stoðsendingar), Páll Fann-
ar Helgason 8, Arnar Freyr Lárusson 4, El-
ías Kristjánsson 2 og Helgi Björn Einars-
son 1.
16 ÁRA STRÁKAR:
ÍSLAND–NOREGUR 92–70
Stig Íslands: Hjörtur Hrafn Einarsson 28
(13 fráköst, 5 varin skot), Þröstur Jó-
hannsson 21 (12 fráköst, 6 varin skot),
Rúnar Ingi Erlingsson 12 (7 stoðsending-
ar, 6 fráköst), Arnar Freyr Lárusson 10,
Hjalti Friðriksson 7, Páll Fannar Helgason
5, Helgi Einarsson 4, Elías Kristjánsson 3
(5 stoðsendingar), Friðrik Guðni Óskars-
son 2.
18 ÁRA STELPUR:
ÍSLAND–FINNLAND 99–95
Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 29 (16
fráköst, 12 stoðsendingar, 4 varin skot),
Bryndís Guðmundsdóttir 23 (12 fráköst),
Pálína Gunnlaugsdóttir 21 (6 stolnir, 5
stoðsendingar), María Ben Erlingsdóttir
17, Sigrún Ámundadóttir 5, Ingibjörg Elva
Vilbergsdóttir 4.
18 ÁRA STRÁKAR:
ÍSLAND–DANMÖRK 85–51
Stig Íslands: Brynjar Þór Björnsson 25
(19 mínútur, hitti úr 9 af 14 skotum),
Árni Ragnarsson 10, Árni Þór Jónsson 9,
Ellert Arnarson 8, Hörður Axel Vilhjálms-
son 8 (5 stoðsendingar), Emil Jóhanns-
son 6, Sigurður Þorsteinsson 6 (6 fráköst,
6 varin skot), Vésteinn Sveinsson 5, Haf-
þór Björnsson 4, Ólafur Torfason 2 (11
fráköst), Darri Hilmarsson 2.
16 ÁRA STELPUR:
ÍSLAND–SVÍÞJÓÐ 39–79
Stig Islands: Unnur Tara Jónsdóttir 7 (7
fráköst, 6 stolnir), Berglind Anna Magnús-
dóttir 7, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6
(11 fráköst), Íris Sverrisdóttir 5, Margrét
Kara Sturludóttir 5, Hafrún Hálfdánardótt-
ir 5, Fanney Lind Gudmundsdóttir 2 og
Alma Rut Garðarsdóttir 2.
Menn aprílmánaðar:
Lampard og
Pearce bestir
Gott gengi íslensku landsliðanna á Norðurlandamótinu í körfubolta sem fer fram í Svíþjóð:
Fjórir sigrar í fyrsta sinn í sögunni
KÖRFUBOLTI Íslensku unglingalið-
in eru að standa sig á Norður-
landamótinu í Svíþjóð og þriðji
dagurinn á mótinu var sögulegur
því þá unnu íslensku liðin fjóra
sigra í fyrsta sinn. Íslensku liðin
léku fimm leiki og strákarnir í 16
ára liðinu unnu þar af báða sína
leiki.
Eldri liðin hafa unnið fimm af
sex leikjum sínum, stelpuliðið
tryggði sér sæti í úrslitaleiknum
með fjögurra stiga sigri á sterku
liði Finna, 95-91, eftir að hafa
lent mest níu stigum undir í
seinni hálfleik, og strákaliðið
stendur vel að vígi fyrir síðasta
leikinn gegn Finnum en strák-
arnir hafa unnið alla sína leiki.
Helena Sverrisdóttir var með
þrefalda tvennu í sigrinum á
Finnum; skoraði 29 stig, tók 16
fráköst og gaf 12 stoðsendingar,
en þrír leikmenn liðsins skoruðu
á þriðja tug stiga því Bryndís
Guðmundsdóttir (23) og Pálína
Gunnlaugsdóttir (21) skoruðu
báðar yfir 20 stig.
Brynjar góður
Brynjar Þór Björnsson skoraði
25 stig á 19 mínútum fyrir
strákaliðið þar sem allir fengu að
spreyta sig.
Strákarnir í 16 ára liðinu
gerðu sér lítið fyrir og unnu báða
leiki sína í dag; fyrst tveggja
stiga sigur á Dönum, 68-66, í
spennuleik og svo með öruggum
22 stiga sigri á Norðmönnum, 92-
70. Strákarnir hafa unnið alla
þrjá leiki sína en þurfa engu að
síður að vinna Finna á morgun til
þess að vera öruggir í úrslitaleik-
inn.
Miklar framfarir
Yngra stelpnaliðið sýndi miklar
framfarir í tapi gegn Svíum sem
eru með sterkasta liðið en hafa
engu að síður tapað öllum þrem-
ur leikjum sínum. Stelpurnar
eiga möguleika á að leika um
þriðja sætið vinnist síðasti leik-
urinn gegn Noregi í dag.
Hjörtur Hrafn Einarsson
skoraði samtals 53 stig og tók 24
fráköst í leikjum dagsins, Þröst-
ur Jóhannsson bætti við 37 stig-
um og 28 fráköstum og Rúnar
Ingi Erlingsson lét veikindi ekki
hafa áhrif á sig og var með 12
stig og 7 stoðsendingar í báðum
leikjunum. ooj@frettabladid.is
KOMNAR Í ÚRSLITALEIKINN Stelpurnar í 18 ára landsliðinu fögnuðu vel eftir sigur á Finnum í gær því með honum tryggðu þær sér
sæti í úrslitaleiknum á sunnudag fyrst íslenskra liða en bæði strákaliðin eiga góða möguleika á að bætast í hópinn í dag.
FRÉTTABLAÐIÐ/BJARNI GAUKUR