Fréttablaðið - 07.05.2005, Side 72

Fréttablaðið - 07.05.2005, Side 72
56 7. maí 2005 LAUGARDAGUR Fyrir fólk með liðkvilla vegna slitgigtar eða yfirálags Fæst í apótekum Áhrifamikil jaðarsveit í heimsókn Hljómsveitin Sonic Youthhefur löngum verið talin einmerkasta jaðarrokksveit heimsins. Vafalítið gladdust því margir íslenskir rokkgrúskarar þegar þeir fréttu að þessi sveit væri loksins á leiðinni hingað til lands. Sonic Youth var stofnuð árið 1981 í New York-borg af söngvar- anum og gítarleikanum Thurston Moore, bassaleikaranum og söng- konunni Kim Gordon og Lee Ran- aldo gítarleikara. Þau höfðu fyrst byrjað að spila saman nokkrum árum áður, þegar framsækin tón- list var mikið í tísku þar sem bland- að var saman rokki, djassi og nú- tímatónlist. Þau glömruðu á ódýra gítara, prófuðu sig áfram með hin ýmsu bjögunartæki og fljótt kom í ljós að eitthvað nýtt var þarna á ferðinni. Þótti hljómurinn óvenju- legur en ákaflega ferskur. Fyrsta EP-plata Sonic Youth kom út árið 1982 og var hún sam- nefnd henni. Smám saman fór hljómur sveitarinnar að verða þróaðri með auknum poppáhrif- um. Trommuleikarinn Steve Shalley gekk til liðs við sveitina 1984 og jók enn á gæði hennar. Eftir að hafa gefið út tvær plöt- ur, Bad Moon Rising og Evol, gaf Sonic Youth út sína þriðju plötu árið 1987 sem bar heitið Sister. Sú átti eftir að hafa gríðarleg áhrif á yngri tónlistarmenn úr hljóm- sveitum á borð við Pavement og Sebadoh. Ári síðar var komið að tvöföldu plötunni Daydream Nation sem einnig fékk feikigóðar viðtökur. Um þetta leyti skipti Sonic Youth um útgáfufyrirtæki og gerði samning við risann Geffen. Þótti þetta tíðindum sæta því fram að þessum tíma hafði það ekki tíðkast að sjálfstæðar jaðar- sveitir gerðu slíka samninga. Ótt- uðust aðdáendur hennar mjög að listrænt frelsi Sonic Youth fyki þarna út í veður og vind, en Thur- ston Moore og félagar létu engan bilbug á sér finna. Platan Goo kom út 1990 og Dirty tveimur árum síðar, báðar ákaflega vel heppnað- ar að flestra mati. Á þessu tímabili var grunge- rokkið að koma fram á sjónarsvið- ið og þegar Nirvana sló í gegn með plötunni Nevermind opnaðist leiðin fyrir jaðarrokkið upp á yfir- borðið. Sonic Youth fékk meiri at- hygli en áður, sérstaklega eftir að Kurt Cobain, forsprakki Nirvana, lýsti því yfir að sveitin hefði löng- um verið í uppáhaldi hjá sér. Aldrei hefur sveitin þó fyllilega slegið í gegn, heldur ávallt haldið sig við jaðarinn. Á meðal fleiri hljómsveita og listamanna sem hafa sótt í brunn Sonic Youth í gegnum árin eru stór nöfn á borð við Pearl Jam, Neil Young, My Bloody Valentine, Pixies og Blonde Redhead. Ótal ís- lenskar sveitir hafa einnig opin- berað ást sína á sveitinni, þar á meðal Úlpa, Slowblow, Fidel og Curver. Tónleikar Sonic Youth verða á Nasa og hefst miðasala föstudag- inn 27. maí í verslunum 12 Tóna og á midi.is. Þeir sem kaupa sér miða á tónleika tónlistarmannsins sérstæða Antony and The John- sons eiga forgang að miðum á Sonic Youth. Miðasala á Antony hefst 20. maí og fer fram á sama stað. Síðasta plata Sonic Youth, Son- ic Nurse, kom út í fyrra og var gríðarlega vel tekið af gagn- rýnendum og tónlistaráhuga- mönnum. Íslandsförin er hluti af tónleikaferð sveitarinnar um heiminn til að kynna plötuna og kemur hún hingað til lands eftir tónleika í Frakklandi. Eftir gítar- rokk hennar á Nasa er síðan ferð- inni heitið til Bretlandseyja þar sem stuðið heldur áfram. ■ K‡s bíla fram yfir konur Jay Kay hefur upplýst af hverju hann er á lausu. Hann er mun hrifnari af hraðskreiðum bílum en konum. Þessi söngvari Jamiroquai hefur verið með nokkrum af fallegustu konum heims, þar á meðal Winonu Ryder og Denise Van Outen en honum finnst langskemmtilegast að gamna sér með bílaflotanum sín- um sem telur yfir tuttugu glæsi- kerrur. Þar af eru þrír Mercedes Benz, einn Aston Martin, einn Bentley og þrír Ferrari-bílar auk Lamborghini-bifreiðar. Jay Kay er þekktur fyrir ást sína á bílum og hefur margoft komist í kast við lögin vegna hraðaksturs. Hann segir enn fremur að bílar séu mun auðveld- ari í umgengni en konur. „Þú get- ur treyst bílum, þeir rífast ekki við þig og síðast en ekki síst, þeir fara ekki og versla.“ ■ EinkaþotaP.Diddys þurfti að grípa til neyðarlend- ingar eftir að eldingu sló skyndi- lega niður í hana. P.Diddy var á leið til Mi- ami á við- skiptafund þegar þetta var og slas- aðist sem betur fer enginn. Rappar- inn náði þó fundinum í tíma og hélt ræðu um fatalínuna sína, Sean Jean. Peter Jackson, leikstjóri Lord ofthe Rings-myndanna, hefur verið nefndur valdamesta manneskja Hollywood. Framleiðandinn og leik- stjórinn Steven Spielberg er í öðru sæti og þá koma þeir Steve Jobs og John Lasseter, höfuðpaurar Pixar teiknimyndafyrirtækisins, en þeir voru í fyrsta sæti í fyrra. Star Wars- leikstjórinn George Lucas lenti í ell- efta sæti. Á meðal þeirra leikara sem voru á listanum eru þeir Tom Cruise, Mel Gibson, Tom Hanks, Will Smith og Johnny Depp. Nicole Kidman ogRussell Crowe eru í viðræðum um að leika saman í nýrri mynd. Ætlunin var að þau lékju saman í myndinni Eucalyptus en því verk- efni hefur verið frestað. Nú á leik- stjórinn Baz Luhrmann í samn- ingaviðræðum við leikarana um að gera rómantíska mynd. Luhrmann sem leikstýrði Kid- man í myndinni Moulin Rouge segir nýja verkefnið vera eins konar ástralska útgáfu af myndinni Gone with the Wind. Hljómsveitin Sonic Youth, sem heldur tvenna tón- leika hér á landi 16. og 17. ágúst, er ein flekktasta ne›anjar›arrokksveit Bandaríkjanna. Freyr Bjarna- son forvitna›ist um sögu sveitarinnar. SONIC YOUTH Jaðarrokksveitin Sonic Youth er á leiðinni hingað til lands í ágúst. Hún heldur tvenna tónleika á Nasa. JAY KAY Í KAPPAKSTURSBÍL Jay Kay, söngvari Jamiroquai, segist kjósa bíla fram yfir konur. FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.