Fréttablaðið - 07.05.2005, Side 74

Fréttablaðið - 07.05.2005, Side 74
Fáar sveitir getur dreymt um að ná eins langt og Hot Hot Heat gerði með fyrstu breiðskífu sinni, Make Up the Breakdown, sem kom fyrst út árið 2002 og var svo ríghlaðin slögurum að sveitin fékk spilun á rokkútvarpsstöðv- um um allan heim. Tónlist sveitarinnar lýsti upp daginn á tímum sem skýkljúfar áttu það til að falla af sjónlínum stórborga. Hún náði meira að segja þeim ótrúlega árangri að fá lag bannað í Bandaríkjunum, sem í sakleysi sínu fjallaði um plástra og grisjur. Núna snýr sveitin aftur, komin á risastórt útgáfufyrirtæki, og er ennþá í stuði. Það hlýtur að vera stanslaust stuð á æfingum hjá Hot Hot Heat. Eftir fyrstu hlustun fann ég fyrir vonbrigðum. Það var ekkert lag sem snerti mig alla leið í gegn, eins og nokkur gerðu á fyrstu plötunni. En núna þegar ég er búinn að renna þessari elsku í gegn nokkrum sinnum er ég orð- inn ögn sáttari. Hér er ekki verið að gera tilraunir til þess að breyta stefnu tónlistar um aldur og ævi. Hér er einfaldlega reynt að semja tónlist sem fer vel með bjórdrykkju og valhoppi. Og af hverju ætti maður ekki að hafa gaman af því? Birgir Örn Steinarsson Heitt, heitt, heitt? HOT HOT HEAT: ELEVATOR NIÐURSTAÐA: Önnur eiginleg breiðskífa Hot Hot Heat inniheldur svipað magn af glaðlegum tónum, en ekki sama magn af ferskleika og frumraunin. Sæmilegasta plata samt, sem vex við hverja hlustun. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 - allt á einum stað Sýnd kl. 2, 4 og 6 m/ísl. tali Sýnd kl. 10.15 B.I. 14 ára Sýnd kl. 3.30, 5.45 og 8 Sýnd kl. 8 og 10.30 Sýnd kl. 2, 5, 8 og 11. Sýnd í lúxus kl. 4, 7 og 10 B.I. 16 ára TV Kvikmyndir Orlando Bloom, Liam Neeson og Jeremy Irons fara á kostum í epískri stórmynd. Missið ekki af mögnuðustu mynd ársins! Sýnd kl. 3.30 5.45, 8 og 10.15 B.I. 12 ára SÍMI 551 9000 - allt á einum stað Sýnd kl. 3, 6 og 9 B.I. 16 ára Sýnd kl. 8 og 10.15 B.I. 12 ára O.H.T. Rás 2 Bad Education - Sýnd kl. 4 og 6 Hotel Rwanda - Sýnd kl. 3.40 og 8 House of the Flying Daggers Sýnd kl. 5.50 10.15 Downfall Aðrar myndir í sýningu: Sýnd kl. 3, 6 og 9 Orlando Bloom, Liam Neeson og Jeremy Irons fara á kostum í epískri stórmynd. Missið ekki af þessari Ridley Scott, leikstjóri Gladiator, færir okkur eina mögnuðustu mynd ársins! Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið SMS LEIKUR VINNINGAR Miðar fyrir 2 á Kingdom of Heaven Glæsilegur varningur tengdur myndinni DVD myndir og margt fleira. Sendu SMS skeytið JA KHF á númerið 1900 og þú gætir unnið. VINSÆLASTA MYND KVIKMYNDAHÁTÍÐARINNAR! EKKI MISSA AF ÞESSU MAGNAÐA MEISTARAVERKI Downfall Der Untergang FGG FBL HJ MBL O.H.T. Rás DÖJ kvikmyndir.com Gagnrýnendur eru á einu máli Kvartettinn amina er nú önnum kafinn við undirbúning tónleika sem verða haldnir á tónlistar- hátíðinni Homefires II í London 22. maí. Hátíðin, sem er skipulögð af tónlistarmanninum Adem sem spilaði á Iceland Airwaves síðast- liðið haust, var haldin í fyrsta sinn í september í fyrra og hlaut hún mikið lof. Var hún meðal annars valin einn af viðburðum ársins af tímaritinu Time Out. Dagana 9. og 10. maí verður smáskífa amina, AnimaminA, gefin út af plötufyrirtækinu The Worker's Institute í Evrópu og Bandaríkjunum. Síðar í mánuðin- um verður skífunni dreift í Japan, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Á döf- inni er einnig smíði lengri plötu sem vonast er til að verði tilbúin í byrjun næsta árs. Í júlí mun amina svo fara í tón- leikaferð með Sigur Rós um Evrópu, Japan, Ástralíu og Banda- ríkin. ■ TÓNLIST Amina spilar í London AMINA Kvartettinn amina heldur tón-leika í London 22. maí næstkomandi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.