Fréttablaðið - 07.05.2005, Page 75

Fréttablaðið - 07.05.2005, Page 75
■ TÓNLIST Meira kántrí í kvöld Hljómsveitirnar Indigo, Ground- floor og Santiago munu troða upp á kántríhátíð Grandrokks í kvöld ásamt trúbadorunum Haraldi Inga og Pétri Ben, sem hefur undanfarið spilað með ís- firska tónlistarmannin- um Mugison. Hljómsveitin Tenderfoot mun ekki spila á Grandrokk í kvöld, eins og missagt var í blaðinu í fyrradag. Kántríhátíðin hefst klukkan 23.00 og er aldurstakmark 20 ár. INDIGO Ingólfur Þór Árnason og Vala Gestsdóttir í Indigo spila á Grandrokk í kvöld.Britney Spears segist vita af þeirriáhættu sem stafi af því að gera raunveruleikaþátt með eiginmanni sínum, Kevin Federline. Hún viður- kennir að fyrstu viðbrögð þeirra við tilboðinu hafi verið neikvæð og þau hafi ekki viljað láta kvikmynda líf sitt. Hins vegar er þetta að hennar mati tíminn til að gefa heiminum sýn inn í þeirra líf. „Í fyrstu var það álit mitt að þetta væri það síðasta sem ég myndi gera. Það að okkar þáttur yrði borinn saman við aðra raunveruleikaþætti og að opna okk- ur svona fyrir fólki er rosalega stór ákvörðun. Svo stór að ég áttaði mig á því að þetta væri akkúrat það sem væri rétt að gera. Allt það klikkaða sem ég hef gert hefur reynst mér fyrir bestu,“ segir söngkonan. FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.