Fréttablaðið - 11.05.2005, Síða 2

Fréttablaðið - 11.05.2005, Síða 2
2 11. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR Eystrasaltslönd: Pútín hafnar i›run RÚSSLAND, AP Vladimír Pútín Rúss- landsforseti sagði í gær að engar líkur væru á því að rússnesk stjórnvöld myndu senda frá sér nýja yfirlýsingu um iðrun vegna leynisamnings Hitlers og Stalíns frá árinu 1939, sem leiddi til inn- limunar Eystrasaltslandanna í Sovétríkin. Vísaði hann til sam- þykktar Sovétþingsins frá árinu 1989, þar sem segir að leynisamn- ingurinn við Hitler hafi verið „persónuleg ákvörðun Stalíns“ og í mótsögn við það sem Sovétríkin stóðu fyrir. Engar frekari ályktan- ir yrðu gerðar um þetta atriði. Pútín sagði jafnframt að stjórnvöld í Moskvu væru reiðu- búin að undirrita landamæra- samninga við Eistland og Lettland en forsenda fyrir því væri að ráðamenn í þessum löndum „þroskuðust“ og þeir yrðu að læra að setja ekki „heimskuleg“ skil- yrði fyrir slíkum samningum. Þessi hörðu orð Rússlandsfor- seta endurspegla spennuna sem ríkir nú í samskiptum landanna. Forseti Lettlands var eini leiðtogi Eystrasaltslandanna þriggja sem þáði boð Pútíns um að vera við- staddur hátíðahöldin í Moskvu í tilefni af 60 ára stríðslokaafmæl- inu á mánudag. Forsetar Eistlands og Litháens sátu heima í mót- mælaskyni við þá fullyrðingu Pútíns að Rauði herinn hafi „frels- að“ lönd þeirra. ■ Íslendingar skulda allt að þrefalda þjóðarframleiðslu sína: Skuldum vafin fljó› ELDHÚSDAGSUMRÆÐUR Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sagði í eldhúsdagsum- ræðum á Alþingi í gærkvöldi að viðskiptahalli þjóðarinnar næmi nú um tíu prósentum af þjóðar- tekjum. Slíkt gæti ekki gengið til eilífðarnóns. Skuldir hefðu vaxið verulega og næmu nú tvö- faldri til þrefaldri vergri þjóð- arframleiðslu. Ögmundur gagnrýndi áform stjórnvalda um að sækjast eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Kostnaðurinn næmi 600 til 1.000 milljónum króna. Hann lagði til að þeim fjármun- um yrði varið til rannsókna á hafsbotninum í alþjóðlegu sam- hengi. Össur Skarphéðinsson, þing- maður Samfylkingarinnar, gagnrýndi stjórnarflokkana fyrir tilraunir til þess að hand- stýra frelsinu og vaxandi vald- beitingu sem miðaði að því að herða helmingatök stjórnar- flokkana. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra gerði meðal ann- ars vöxt fyrirtækja að umtals- efni. Við yrðum sjálf að búa svo um hnútana að íslensku stór- fyrirtækin sæju sér áfram hag í að starfa hér á landi. Fjöldi frumvarpa verður af- greiddur á Alþingi í dag, þeirra á meðal frumvarp um sam- keppnismál. Þinghaldi vetrarins lýkur í dag. - jh Me›lagsgrei›endur skulda 10 milljar›a fiingmenn segja me›lagsgrei›endur lenda í vítahring skulda sem nau›synlegt sé a› rjúfa. Meira en helmingur tólf flúsund me›lagsgrei›enda eru í vanskil- um, en flau mi›ast vi› skuld sem er hærri en 100 flúsund krónur. BARNSMEÐLÖG Foreldrar sem greiða meðlög með börnum sínum voru á þrettánda þúsund um síðustu áramót. Meira en helmingur þeirra var þá í vanskil- um við Innheimtustofnun sveitar- félaga, liðlega 53 prósent. Þetta kom fram í svari Árna Magnús- sonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hjörvar og fleiri Samfylkingarþingmanna á alþingi í gær. Meira en fjögur þúsund foreldrar skulda meðlög með nærri níu þúsund börnum yngri en átján ára. Fram kom í máli ráðherra að mikill meiri- hluta meðlaga barna eldri en átján ára væri í vanskilum. Sam- tals nema vanskilaskuldir vegna barnsmeðlaga 10,3 milljörðum króna. Umbætur voru gerðar á inn- heimtu barnsmeðlaga árið 1996 og leyfist þeim sem lenda í van- skilum að semja um lægri greiðslur. Um fjórir af hverjum tíu þeirra sem lenda í vanskilum nýta sér þennan möguleika til að grynnka á skuldum sínum. Helgi Hjörvar fyrirspyrjandi sagði að skuldugir meðlagsgreið- endur væru í vítahring. Tekjur þeirra færu í skattskuldir og meðlög og þeir leiddust þar af leiðandi út í svarta vinnu. Pétur Blöndal, Sjálfstæðis- flokki, sagði að göt væru á vel- ferðarkerfinu og tók dæmi af atvinnulausum föður sem greiddi meðlög með þremur börnum. Hann fengi fjögur þúsund krónur með hverju barni en borgaði um16 þúsund krónur í meðlag með hverju þeirra. Þannig færi helmingur 90 þúsund króna atvinnuleysisbóta í meðlög. Katrín Júlíusdóttir fyrirspyrj- andi kvaðst forviða á því að meira en helmingur meðlagsgreiðenda væri í vanskilum. Undir það tók Helgi Hjörvar. „Aðgerðir hafa ekki skilað meiru en svo að það er algengara en ekki að vera í van- skilum,“ sagði Helgi. Árni Magn- ússon félagsmálaráðherra kvað ekki ætlunina að ráðast í aðgerðir nú en benti á að 40 prósent þeirra sem í vanskilum væru nýttu sér möguleika til að grynnka á skuld- um sínum. Úrræðin frá 1996 hefðu skilað árangri. johannh@frettabladid.is Vinnuvikan í Evrópu: Vikan styst í Noregi NOREGUR Norðmenn vinna manna minnst í Evrópu, samkvæmt nýrri vinnumarkaðskönnun Evrópu- sambandsins. Lettar vinna hins vegar mest allra. Íslendingar voru ekki með í könnuninni en væru í þriðja sæti miðað við tölu Hagstofunnar fyrir síðasta ár. Norðmenn vinna að meðaltali 38,6 tíma á viku, en Lettar 43,3. Vinnuvika Breta, sem vinna næst- mest, er að meðaltali 43,1 klukku- stund en Íslendingar kæmu í þriðja sæti með 42 klukkustundir. Meðaltal 25 Evrópusambands- landa er 40,2 klukkustundir. ■ Helförin gegn gyðingum: Minnismerki vígt í Berlín ÞÝSKALAND, AP Nýtt minnismerki um helför nasista gegn gyðingum var vígt í Berlín í gær. Tilkoma þessa risastóra minnismerkis, sem er samsett úr yfir 2.700 mis- stórum steypublokkum, hefur átt sér langan aðdraganda en það var nú loks opnað almenningi við há- tíðlega athöfn. Tilgangurinn með minnismerk- inu er að Þjóðverjar minnist með varanlegum og táknrænum hætti – á besta stað í þýsku höfuðborg- inni, steinsnar frá þinghúsinu og Brandenborgarhliðinu – þessa mesta glæps í sögu þjóðarinnar, útrýmingarherferðarinnar gegn gyðingum í síðari heimsstyrjöld sem varð allt að sex milljónum evrópskra gyðinga að aldurtila. ■ SPURNING DAGSINS Skúli, var fletta ekki óttalegt píp? „Verra þó ef háleit markmið stjórnvalda um notkun á umhverfisvænum orkugjöf- um reynast tómt píp.“ Skúli H. Skúlason er formaður ferðaklúbbsins 4x4. Félagar í klúbbnum voru meðal þeirra sem þeyttu bílhorn sín fyrir utan Alþingi til að mót- mæla verði á dísilolíu. MEÐLÖG ERU GREIDD MEÐ MEIRA EN TUTTUGU ÞÚSUND BÖRNUM Um 53 prósent af tólf þúsund greiðendum eru í vanskilum með barnsmeðlögin. Síbrotamaður dæmdur: Braust inn fyrir efnum DÓMSMÁL Nítján ára síbrotamaður var í gær dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðs- dómi Reykjaness fyrir að hafa haft undir höndum rúm ellefu grömm af amfetamíni auk eilítils af tóbaksblönduðum kannabisefn- um. Maðurinn braust einnig inn í bíla og íbúðir og hafði þaðan á brott með sér ýmis verðmæti. Fyrir lá skilyrðislaus játning af hálfu ákærða auk vitnisburðar um að hann hafi nú leitað sér aðstoðar vegna fíkniefnavanda og sé kom- inn með vinnu. Í ljósi þessa þótti rétt að skilorðsbinda dóminn. - oá LEIÐTOGAR EYSTRASALTSÞJÓÐA „ÞROSK- IST“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti á blaðamannafundi í Moskvu í gær. Hann vandaði þar ráðamönnum Eistlands og Lettlands ekki kveðjurnar. M YN D /A P LITIÐ TIL FORTÍÐAR Horst Köhler, forseti Þýskalands, skoðar nýja minnismerkið eftir vígslu þess í gær. Samskip styrkja HÍ: Kvikmynda- fræ›anám HÁSKÓLINN Samskip og Háskóli Ís- lands hafa undirritað samstarfs- samning um fjármögnun á nýju námi í kvikmyndafræðum við Hugvísindadeild Háskóla Íslands. Kennsla á að hefjast í haust í sem aukagrein til 30 eininga og ætla Samskip á næsta ári að styrkja háskólann með 3,6 millj- óna króna framlagi, sem nemur launakostnaði fyrir einn kennara í greininni. Nokkur námskeið um kvik- myndir hafa verið kennd við skól- ann undanfarin ár og er hægt að byggja á þeim að nokkru leyti. - oá LÖGREGLUFRÉTTIR SINUBRUNI Í BYGGÐ Eldur kom í gær upp í sinu á opnu svæði milli Byggðavegs og Klettastígs á Akureyri. Eldurinn kviknaði að sögn lögreglu þegar íbúi í nálægu húsi var að snyrta sinu í kringum kartöflugarð. Engin hús voru þó í hættu og greiðlega gekk að slökkva eldinn. ÁGÚST FÉKK FLEST ATKVÆÐI Ágúst Ólafsson, fyrrum frétta- maður og núverandi starfsmaður Athygli, fékk þrjú atkvæði á fundi Útvarpsráðs í gær í stöðu forstöðumanns RÚV á Austur- landi. Edda Óttarsdóttir fékk eitt atkvæði. Fulltrúar Samfylkingar sátu hjá. Markús Örn Antonsson er erlendis, en búist er við að hann muni skipa Ágúst í stöðuna þegar hann snýr aftur heim. ÖGMUNDUR JÓNASSON, ÞINGMAÐUR VG Telur heppilegt að verja 600 milljónum í rannsóknir á hafsbotni frekar en að kosta setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. ÚTVARSRÁÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.