Fréttablaðið - 11.05.2005, Page 10

Fréttablaðið - 11.05.2005, Page 10
11. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S PR E 28 28 5 5 /2 00 5 ERTU BÚINN AÐ STILLA UPP DRAUMALIÐINU ÞÍNU Á VISIR.IS? Stigahæstu liðin eftir 6, 12 og 18 umferðir fá veglega vinninga: Ferð fyrir tvo á leik á Englandi - PSP, nýja leikjatölvan frá Playstation Gjafabréf frá Landsbankanum - Áskrift að Sýn Aukavinningur fyrir öflugasta hópleikinn Þjálfarar í Landsbankadeildinni eru búnir að vinna heimavinnuna sína. Ný þjónusta fyrir Draumaliðsþjálfara: BOLTAVAKTIN - allt beint af vellinum á visir.is E N N E M M / S ÍA Traustur tækjabúnaður Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogur Sími 535 3500 · Fax 535 3509 www.kraftvelar.isVíbratorar og dælur Jarðvegsþjöppur Malbikunarvélar Fræsarar ÍSLENSKUPRÓF Sverrir Þórisson, starfsmaður Námsmatsstofnunar, telur gagnrýni á ritgerðarefnið á samræmda prófinu í íslensku ótímabæra. Niðurstaða samræmdu prófanna hljóti að vera hinn eini sanni prófsteinn á það hvort efnið sé óviðeigandi eða ekki. Einnig telur hann það undarlegt ef nem- endur í 10. bekk eru ekki búnir að hugsa um styttingu námstíma til stúdentsprófs, þar sem mikill meirihluti nemenda ætli sér að fara í framhaldsskóla og hljóti því að hafa leitt hugann að efninu. Hvað varðar gagnrýni Margrét- ar Matthíasdóttur, íslenskukennara í Hagaskóla, sem sagði ritgerðar- efnið notað á efri stigum fram- haldsskóla og þar með valmögu- leika, gaf Sverrir lítið fyrir hana. Hann sagði kröfurnar sem gerðar væru í 10. bekk alls ekki þær sömu og á framhaldsskólastiginu. Þannig væri ósanngjarnt að bera saman þessi atriði, þar sem kröfurnar væru í raun aðalatriði. Að auki telur Sverrir það hollt fyrir krakka á þessum aldri að velta fyrir sér efni sem þessu, sem sé til þess fall- ið að virkja þá til gagnrýninnar hugsunar. Hún sé aldrei of mikið notuð í kennslu. - mh DANMÖRK Hátíðarhöldin vegna 200 ára fæðingarafmælis H.C. Ander- sen í Kaupmannahöfn á dögunum, eru á góðri leið með að verða eitt mesta menningarhneyksli Dan- merkur fyrr og síðar. Kostnaðaráætlun þessa mikla ævintýris til að heiðra minningu sagnaskáldsins hljóðaði upp á um 100 milljónir íslenskra króna en nú segja danskir fjölmiðlar að reikningurinn verði um 350 millj- ónir. Mikil gagnrýni hefur komið fram á framkvæmd hátíðarinnar og sérstaklega það að Tina Turner var kölluð til á síðustu stundu til að syngja tvö lög og fékk fyrir það um 60 milljónir króna. Stjórnend- ur hátíðarhaldanna afsaka sig með því að ekki hafi tekist að selja sjónvarpsútsendingu frá há- tíðinni til eins margra landa og vonast var til en herlegheitin voru að sjálfsögðu send beint út. Íslendingar þurfa þó ekki að hafa samviskubit vegna tapsins því þeir borguðu sinn skerf fyrir útsendinguna en upphæðin liggur ekki fyrir þar sem þátturinn fékkst í gegnum Evrópusamband sjónvarpsstöðva. ■ 200 ára afmæli H.C. Andersens: Verstu timburmenn í sögu Danmerkur TINA TURNER Fékk um 60 milljónir fyrir að syngja tvö lög í tilefni af 200 ára afmæli H.C. Andersen. HEILBRIGÐISMÁL „Það var farið eftir öllum vinnureglum hér í öllu til- liti,“ sagði Halldóra Ólafsdóttir, yfirlæknir á bráðamóttöku geð- deildar Landspítala - háskóla- sjúkrahúss vegna máls mannsins sem tók tvo bíla ófrjálsri hendi eftir að hafa verið útskrifaður af geðdeild og stofnaði eigin lífi og annarra í hættu. Hann fór aftur á geðdeild eftir atburðinn. „Við höfum ákveðnar reglur um mat á því hvort sjúklingi sé haldið hér gegn vilja sínum og það eru mjög strangar reglur, sem eru í samræmi við landslög,“ sagði Halldóra. „En það eru margir þættir sem geta spilað inn í and- legt ástand fólks sem við getum ekki séð fyrir. Við reynum alltaf að meta hvort sjúklingur sé hættulegur sjálfum sér eða öðr- um.“ - jss HALLDÓRA ÓLAFSDÓTTIR Strangar reglur gilda til að halda sjúklingi á geðdeild gegn eigin vilja. Geðlæknir á LSH: Fari› eftir vinnureglum Samræmt próf í íslensku: Ótímabær gagnr‡ni á ritger›arefni SVERRIR ÞÓRISSON Telur holt fyrir krakka að velta fyrir sér efni sem hvetur til gagnrýninnar hugsunar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.