Fréttablaðið - 11.05.2005, Side 16

Fréttablaðið - 11.05.2005, Side 16
Woody Allen sagði í bíómynd að þegar hann hlustaði á Wagner fengi hann löngun til að gera innrás í Pólland. Sjálfur er ég í hópi þeirra manna sem vill held- ur hafa vasaklút en landakort af Póllandi innan seilingar þegar ég hlusta á verk Wagners. Eitt þeirra var flutt í þýsku ríkis- óperunni núna á sunnudaginn. Sætið sem ég fékk var eiginlega of gott því að sú hugsun varð áleitin að fyrir ótrúlega stuttu síðan sátu leiðtogar þriðja ríkis- ins á þessum sama stað, í þessu sama húsi og hlustuðu á þessa sömu tónlist. Margir neita sér enn um að hlusta á þessa himnesku tónlist vegna þess að mennirnir sem hófu mestu styrjöld allra tíma sóttu í hana innblástur. Skelfileg saga er ekki aðeins óþægilega nálæg í tíma á þess- um stað, heldur líka í rúmi. Ég lenti í vandræðum með að kom- ast í óperuna því leiðin var lok- uð frá Reichstag þar sem síðasti bardagi stríðsins í Evrópu var háður, suður með Branden- borgarhliðinu og meðfram hinu nýja risastóra minnismerki um helför gyðinga sem með sínum þúsundum stílfærðra legsteina þekur svæði á stærð við tvo fót- boltavelli í hjarta Berlínar. Menn voru að minnast þess að þennan dag voru sextíu ár liðin frá falli Berlínar og sigri banda- manna í heimsstyrjöldinni. Ég ók því aðra leið og framhjá staðnum þar sem Hitler hafðist við í byrgi sínu þar til svæði að- eins litlu stærra en nýja minnis- merkið um helförina var það eina sem eftir var af þriðja rík- inu, mesta heimsveldi sem orðið hefur til á meginlandi Evrópu. Leiðin lá líka framhjá minnis- merki um fólk sem var drepið fyrir að reyna að flýja yfir Berlínarmúrin fyrir aðeins fáum árum og að torginu þar sem Göbbels stjórnaði bóka- brennum nasista. Aftur var leið lokuð því hundruð lögreglu- manna biðu átekta vegna göngu nýnasista. Enginn óttaðist fálið- aða nýnasista, heldur óttuðust menn að venjulegt fólk færi að berja á þessum ógæfusömu, at- vinnulausu og illa menntuðu ungmennum sem í angist sinni og niðurlægingu dýrka mann- vonsku nasismans. Þjóðverjar hafa gert betur upp sögu sína en nokkur önnur þjóð í heimi. Fyrstu tuttugu árin eftir stríðið var villimennska nasista raunar lítið rædd í Þýskalandi. Þetta breyttist hins vegar gersamlega eftir upp- reisn unga fólksins 1968. Stríðið hefur verið rætt með slíkum þunga að nánast hvert einasta kvöld ársins er á dagskrá á ein- hverri sjónvarpsstöðinni um- ræðuþáttur eða frásögn um hel- för gyðinga, glæpi nasista eða óhugnað stríðsins, auk þess sem skólarnir sjá til þess að ný kyn- slóð veit jafnvel ennþá meira en þeir eldri um glæpi Þjóðverja í stríðinu. Deilur um heimsstyrjöldina á þessu afmælisári hafa líka snúið að Sovétríkjunum en ekki Þýska- landi. Í huga Rússa frelsuðu Sovétmenn Evrópu undan oki nasismans. Það gerðu þeir vissu- lega en í hugum margra íbúa Austur- og Mið-Evrópu mörkuðu lok stríðsins hins vegar ekki að- eins lok eins hernáms heldur upphaf annars. Þetta var megin- boðskapur forseta Bandaríkj- anna í Evrópuferð hans. Þetta er líka rétt svo langt sem það nær. Menn gleyma því hins vegar stundum að það voru fyrst og fremst hermenn Sovétríkjanna sem sigruðu þýska herinn. Sovétríkin misstu 27 milljónir manna í stríðinu en Bandaríkja- menn aðeins fjögurhundruð þús- und. Það voru Sovétmenn sem brutu þýska herinn á bak aftur. Nær 75% af öllum þýskum her- mönnum sem féllu í stríðinu voru drepnir á austurvígstöðv- unum. Svipað hlutfall af her- gögnum Þjóðverja glataðist í stríðinu við Sovétríkin. Það eru yfirburðir Hollywood í kvik- myndaheiminum en ekki sögu- legar staðreyndir sem hafa gefið kynslóðum fólks á Vesturlöndum þá mynd af stríðinu að það hafi fyrst og fremst verið Banda- ríkjamenn sem sigruðu Þýska- land. Framlag þeirra skipti miklu en sýnist um leið lítið í samanburði við framlag og fórn- ir Rússa. Rússneska stjórnin not- ar minninguna um stríðið í póli- tískum tilgangi og hvorug þjóðin umgengst þessa miklu sögu af raunverulegri virðingu við fórn- arlömb stríðsins. Bretar virðast fastir í gömlum og oft ósönnum staðalmyndum af sjálfum sér og öðrum. Frakkar neita að horfast í augu við dapurlegar staðreyndir um þjóð sína í síðari heimsstyrj- öldinni. Japanir hafa einangrað sig í Asíu með afneitun sinni á nýlegri sögu landsins. Í þessum efnum ættu menn að taka sér Þýskaland til fyrirmyndar. ■ K ópavogur, næststærsta bæjarfélag landsins, er 50 ára ídag. Þennan dag fyrir 50 árum fékk bærinn kaupstaðar-réttindi, en þá voru íbúarnir upp undir fjögur þúsund talsins. Þeir eru nú um 26 þúsund. Saga Kópavogs teygir sig þó enn lengra aftur og segja má að bærinn sé á leið til upprunans nú þegar byggðin er komin að Elliðavatni, þar sem á Þingnesi neðan við hina nýju byggð er talið að hið forna Kjalarnesþing hafi verið haldið. Það er gömul saga og ný að þeir sem ekki hafa fundið sér hús- næði við hæfi í höfuðborginni Reykjavík hafa sest að í Kópa- vogi. Þetta var einkum áberandi á fyrstu dögum kaupstaðarins og svo núna á síðustu árum, eftir að Kópavogsbær eignaðist Smárahvamms- og Fífuhvammslandið. Þá hófst hin gífurlega út- þensla Kópavogs, sem nú teygir sig vestan frá sjó og upp að Elliðavatni. Marbakkahjónin Finnbogi Rútur Valdimarsson og Hulda Jakobsdóttir komu mjög við sögu á fyrstu árum Kópavogskaup- staðar og settu svip sinn á vöxt og viðgang bæjarins. Finnbogi Rútur var fyrsti bæjarstjórinn i Kópavogi, en hafði áður verið oddviti þar. Þegar hann fór til annarra starfa tók Hulda við starfi bæjarstjóra og varð þar með fyrsta konan til að gegna því starfi hér á landi. Bærinn óx hratt á fyrstu árunum og það var erfitt fyrir bæjaryfirvöld að halda í við íbúafjölgunina hvað varðar gatnagerð og skólabyggingar, en þeir tímar eru löngu að baki. Samvinna þeirra Sigurðar Geirdal bæjarstjóra, sem lést fyrir aldur fram í vetur, og Gunnars Birgissonar og flokka þeirra, Framsóknarfloks og Sjálfstæðisflokks, í bæjarstjórn Kópavogs hefur borið ríkulegan ávöxt og sú mikla fjölgun íbúa sem orðið hefur á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum árum hefur hlut- fallslega verið langmest í Kópavogi. Nú þegar byggðin er komin að austurmörkum bæjarins þurfa bæjaryfirvöld að fara að huga að frekari landvinningum. Þegar er ljóst að stórverkefni blasir við í uppbyggingu Lundarhverfis- ins, sem sátt náðist um eftir miklar deilur bæjaryfirvalda og íbúa í nágrenninu. Það var gott dæmi um hvernig íbúar geta með samstilltu átaki haft áhrif á umhverfi sitt. 0Segja má að í Kópavogi séu tvö miðsvæði og helgast það af legu bæjarins. Annars vegar er Hamraborgin, og svokölluð Torfa með Kópavogskirkju sem einkennistákn, og hins vegar Smáralindin og svæðið þar í kring. Á Torfunni hafa Kópavogs- búar nú reist hverja menningarbygginguna af annarri og verið þar í fararbroddi á margan hátt, eins og með tónlistarhúsinu Salnum. Ekki verður minnst á hann án þess að nefna nafn Jónas- ar Ingimundarsonar. Það er ómetanlegt fyrir bæjarfélög að hafa innan sinna raða menn eins og hann, sem með dugnaði sínum og áhuga marka stefnuna í ákveðnum málum svo eftir er tekið. Þarna á Torfunni þrífst nú margvísleg menningarstarfsemi og er skemmst að minnast alþjóðlegrar glerlistasýningar, sem haldin var í tilefni af afmæli bæjarins og teygði sig um menn- ingarhúsin á svæðinu. ■ 11. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON FRÁ DEGI TIL DAGS A› muna og gleyma Viðkvæmni? Ýmsir þungavigtarmenn voru fjarri góðu gamni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi. Formenn stjórnar- flokkana tóku ekki til máls. Ráðherrarn- ir Sturla Böðvarsson og Guðni Ágústs- son héldu uppi merkjum fyrir þá og voru einu ráðherrarnir sem til máls tóku. Framsóknarflokkurinn hefur þótt fara halloka í umræðunni og ímyndar- sköpuninni í vetur og hafa margir dyggir framsóknarmenn kveinkað sér undan harðýðgi fjölmiðlanna. Stjórnarandstæðingar á Alþingi hafa blásið á þetta og sagt þá fulla sjálfsvorkunnar. Guðni Ágústsson, varafor- maður Framsóknarflokks- ins, tók upp þennan þráð í eldhúsdags- umræðunum í gærkvöldi. Hann kvað Framsóknarflokkinn hafa legið undir árásum og gagnrýni í blaðaskrifum og í þinginu. „Við erum auðvitað mannleg og gerum okkar mistök. Nú finnst mér aðalvopn andstæðinganna vera undir- ferli, sögusagnir og hálfsannleikur. Búa til ljóta mynd af annars ágætu fólki. Hinn nýi stíll í pólítískri umræðu er sá að kasta fýlubombu í andlit and- stæðingsins og sverta hann per- sónulega.“ Guðni sagði að þetta hefði gerst áður og nefndi árásir á Ólaf heitinn Jóhannesson forsæt- isráðherra fyrir 30 árum. Sagan segir okkur að þetta er ekki í fyrsta skipti sem eiturgufur leggur upp af fjölmiðlunum í stjórn- málaumræðunni. Engar siðareglur geta komið í veg fyrir það. Þetta með utanríkisþjónustuna Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokkn- um, sté í pontu í eldhúsdagsumræðun- um í gærkvöldi. Hann kvaðst hafa gert ítrekaðar tilraunir til þess að spyrjast fyrir um fjölda sendiherra í utanríkis- þjónustunni allar götur frá árinu 1995 en ekki fengið að taka slíka fyrirspurn á dagskrá. Kannski var það vegna þess að upphaflega vildi hann spyrja um flokksgæðinga og vildi vita hverjir hefðu fengið vinnu eftir framgangskerfi utanríkisþjónustunnar og hverjir hefðu bara gengið viðstöðulaust inn í stöð- urnar. johannh@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Í DAG HEIMSSTYRJÖLDIN JÓN ORMUR HALLDÓRSSON fia› eru yfirbur›ir Hollywood í kvikmyndaheiminum en ekki sögulegar sta›reyndir sem hafa gefi› kynsló›um fólks á Vesturlöndum flá mynd af strí›inu a› fla› hafi fyrst og fremst veri› Bandaríkjamenn sem sigru›u fi‡skaland. Í Kópavogi búa nú um 26 þúsund manns og þar er blómlegt atvinnu- og menningarlíf. Kópavogur 50 ára Stökktu til Rimini 26. maí frá kr. 29.990 Verð kr. 29.990 í viku / kr. 39.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 1 eða 2 vikur. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 26. maí. Verð kr. 39.990 í viku / kr. 49.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíó/íbúð í 1 eða 2 vikur – ath. enginn barnaafsláttur. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 26. maí. Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Rimini þann 26. maí. Nú getur þú notið fegursta tíma ársins á þessum vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.