Fréttablaðið - 11.05.2005, Síða 17
17MIÐVIKUDAGUR 11. maí 2005
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 3.960
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 376
Velta: 1.542 milljónir
-0,62%
MESTA LÆKKUN
Actavis 40,10 -0,50% ... Atorka 5,95
+0,85% ... Bakkavör 33,50 +1,82% ... Burðarás 13,55 -0,73% ... FL
Group 14,30 – ... Flaga 5,15 -0,96% ... Íslandsbanki 13,00 -1,52% ... KB
banki 524,00 -0,19% ... Kögun 62,40 -0,32% ... Landsbankinn 15,80 -
1,86% ... Marel 55,30 – ... Og fjarskipti 4,15 +0,48% ... Samherji 12,10 –
... Straumur 11,45 -1,29% ... Össur 80,00 -0,62%
Þormóður Rammi 19,67%
SS 13,21%
Jarðboranir 3,11%
Vinnslustöðin -7,14%
Landsbankinn -1,86%
Íslandsbanki -1,52%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
Umsjón: nánar á visir.is
Gæti ‡ft hagsveiflur
Áhrif Basel II sterkari á
Íslandi.
Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og lekt-
or við Háskóla Íslands, segir að hag-
sveiflur muni í auknum mæli hafa
áhrif á útlán banka með tilkomu nýrra
reglna um starfsemi fjármálastofn-
ana, sem kenndar séu við Basel II.
Eiginfjárbinding bankastofnana muni
í auknum mæli taka mið af metinni
útlánahættu. Aukin gjaldþrotahætta
sökum niðursveiflu í efnahagslífinu
muni kalla eftir auknu eigin fé og auka
kostnað við útlán.
Þetta kom fram í erindi sem Ásgeir
hélt í málstofu Seðlabankans í gær.
„Hægt er að færa rök fyrir því að
þessi áhrif séu enn sterkari í litlum
opnum hagkerfum þar sem stór hluti
af lánum bankakerfisins eru gengis-
tryggð. En gengislækkun mun auka
höfuðstól og greiðslubyrði slíkra lána
og þar með gjaldþrotaáhættu og
þannig auka eiginfjárkvaðir banka-
kerfisins þegar síst skyldi. Mjög erfitt
er að afla nýs eigin fjár með hlutafjár-
útboðum á niðursveiflutímum auk
þess sem útlánatöp eru líkleg til þess
að lækka eiginfjárstöðuna. Af þeim
sökum gætu nýju Basel II reglurnar
ýft hagsveiflur á litlum opnum hag-
kerfum líkt og hérlendis,“ segir
Ásgeir. - bg
ÁSGEIR JÓNSSON „Jafnvel gæti snöggt og
mikið gengisfall lækkað eiginfjárstöðuna
niður fyrir gefin mörk og stöðvað veitingu
nýrra útlána í bankakerfinu.“
HÖRÐUR ARNARSSON, FORSTJÓRI MARELS
Þrátt fyrir óhagstæða gengisþróun eykur
Marel sölu og hagnað á milli ára. Uppgjör-
ið er rétt undir væntingum markaðsaðila.
Marel á
væntingum
Marel hagnaðist um 1,8 milljónir
evra (145 milljónir króna) á fyrsta
ársfjórðungi. Uppgjörið er aðeins
undir væntingum greiningaraðila
en félaginu hafði verið spáð að
1,89 milljónum evra (152 milljónir
króna) að meðaltali í hagnað.
Hagnaður fyrir sama árshluta
árið 2004 var nítján prósentum
minni. Hagnaður á hvern hlut var
0,77 evru cent og arðsemi eigin
fjár um 21,7 prósent sem er svip-
uð tala og í fyrra. Salan jókst um
nær fimmtung.
Rekstarskilyrði Marels eru að
mörgu leyti erfið vegna sterkrar
stöðu krónunnar og óhagstæðrar
þróunar annarra gjaldmiðla. Tekj-
ur félagsins eru að mestu í er-
lendri mynt en kostnaður í ís-
lenskum krónum og gæti fram-
legð af vörusölu, sem er um 35
prósent, lækkað fyrir vikið. Af-
koman af rekstri dótturfélagsins
Carnitech í Danmörku er enn slök
og nokkur tími mun líða þar til
hann verði kominn í gott horf en
mun betri gangur var hjá Marel-
félögunum sem eru staðsett í tíu
löndum. - eþa
Bur›arás sam-
kvæmt spám
Hagnaður Burðaráss nam ríflega
4,6 milljörðum króna á fyrstu
þremur mánuðum ársins. Hagn-
aðurinn er nálægt spám greining-
ardeilda.
Fjárfestingartekjur voru litlu
minni en á sama tímabili í fyrra
eða 5,4 milljarðar samanborið við
5,9 milljarða í fyrra. Stærsta
óskráða eign Burðaráss er Eim-
skipafélagið, en 70 milljón króna
hagnaður varð af Eimskipafélag-
inu á móts við 49 milljón króna
tapi á sama tíma í fyrra. Gjald-
færðar voru 200 milljónir króna á
tímabilinu vegna tjóns á Detti-
fossi. - hh
SPÁ UM AFKOMU BURÐARÁSS
– í milljónum króna
Íslandsbanki 5.384
KB banki 4.297
Landsbanki 4.820
Hagnaður 4.619
SPÁ UM AFKOMU MARELS
- í milljónum evra
Íslandsbanki 1,80
KB banki 1,90
Landsbanki 1,95
Hagnaður 1,80
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L