Fréttablaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 21
3MIÐVIKUDAGUR 11. maí 2005
Nýlega luku 42 konur rekstrar-
námi í Mætti kvenna við Við-
skiptaháskólann á Bifröst og er
það annar útskriftarhópurinn af
slíku námskeiði. Námið er sett
upp fyrir konur í atvinnurekstri á
landsbyggðinni og styrkt af
Byggðastofnun. Af fjöldanum
sem sækir það má ráða að þörfin
sé mikil og krafturinn eftir því.
Að sögn Auðbjargar Agnesar
Gunnarsdóttur, viðskiptafræð-
ings sem heldur utan um símennt-
unarmálin á Bifröst, er námskeið-
ið að miklu leyti byggt á fjarnámi.
Í upphafi og lok námstímans hitt-
ast þó konurnar á Bifröst og hafa
þar vinnuhelgar. Bókfærsla,
tölvutækni, markaðs og sölumál,
fjármál og vaxtaútreikningar
ásamt áætlanagerð eru meðal
námsgreina.
„Áherslan er á aðgengilegt
nám og hagnýtt,“ segir Agnes.
„Konurnar eru margar í vinnu og
með heimili og börn en þær geta
farið inn á vefinn, hlustað á fyrir-
lestrana og unnið verkefnin þegar
þeim hentar. Þetta hefur mælst
vel fyrir.“ ■
Hópurinn sem útskrifaðist á dögunum. Agnes
Gunnarsdóttir lengst til hægri með dökkbleikt sjal.
Máttur kvenna kemur sér vel enda þörfin mikil
Yfir eitt hundrað konur hafa útskrifast frá Bifröst úr ellefu vikna rekstrarnámi sem ber yfirskriftina Máttur kvenna.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IF
RÖ
ST
Þessi skarpgreindarlegi köttur gæti ef-
laust hjálpað eiganda sínum að læra og
hækkað einkunnina hans þannig.
Látið gæludýr
hækka einkunnir
BRESKIR PRÓFTAKAR GETA FENGIÐ
ÝMISLEGT METIÐ SÉR Í HAG.
Þeir nemendur sem þreyta stúdents-
próf í Bretlandi geta fengið ýmislegt
metið til einkunna. Einkum eru áföll
ýmiss konar líkleg til að hækka ein-
kunnir örlítið, enda ekki sanngjarnt
að þeir sem eru undir álagi vegna
sjúkdóma eða óvæntra hremminga
þurfi að skila sömu frammistöðu og
þeir sem mæta í próf áhyggjulausir
og úthvíldir. Breska samræmduprófa-
ráðið hefur sent frá sér mælikvarða
þar sem ýmsir vankantar á lífi nem-
enda eru metnir til hækkunar próf-
einkunna. Þannig að ef köttur nem-
andans deyr á sjálfan prófdaginn fær
hann tveggja prósenta ívilnun í ein-
kunnagjöf en ekki nema eitt prósent
ef kisa mætir örlögum sínum daginn
áður. Nýlega brotinn útlimur hækkar
einkunnina um þrjú prósent, það
sama og sjúkdómar í innri líffærum
og frekar nýlegur fjölskylduharmleik-
ur. Ofnæmi getur bætt tveimur pró-
sentum við einkunnina og höfuðverk-
ur einu. Stúdentsprófin í Bretlandi
eru kölluð „Admission“-próf og eru
inngöngupróf í háskóla og getur ein-
kunnin skipt sköpum upp á framtíð
nemandans. Því þótti nauðsyn að
samræma ívilnanir af þessum toga. ■
Ein náms-
grein í einu
Nám samhliða starfi er yfirskrift ein-
stakra námsgreina hjá Endurmennt-
un Háskóla Íslands. Það tekur eina
til þrjár annir.
Sálgæslufræði er meðal námskeiða í
Endurmenntunardeild Háskóla Íslands
á næstu önn. Hún verður kennd í sam-
starfi við guðfræðideild Háskóla Ís-
lands. Námskeiðin eru haldin fyrir guð-
fræðinema og aðra sem starfa t.d. í
heilbrigðiskerfi, skólakerfi, félagsþjón-
ustu og löggæslu. Sálgæslufræðin er
meðal margra annarra námsgreina
sem Endurmenntunardeildin býður
uppá undir kjörorðinu Nám samhliða
starfi og eru ætluð þeim sem vilja auka
menntun sína án þess að að láta tíma-
bundið af störfum. Ein námsgrein er
kennd í einu. Miðvikudaginn 18. maí
verður kynning á námsleiðunum kl.
16.30 í húsnæði Endurmenntunar HÍ
og umsóknarfrestur er til 1. júní. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
Fullorðið fólk sækir æ meir í endurmennt-
un.