Fréttablaðið - 11.05.2005, Síða 26

Fréttablaðið - 11.05.2005, Síða 26
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar HB Grandi ræður yfir mestum aflaheimildum á Ís- landsmiðum samkvæmt nýjustu tölum frá Fiski- stofu Íslands. Hlutdeild félagsins í heildarkvótan- um er 11,26 prósent talið í þorskígildum og er út- gerðarfélagið alveg við tólf prósenta kvótaþakið. Félagið sameinaðist Tanga snemma á árinu og jók því hludeild sína. Samherji er í öðru sæti (7,81%), FISK-Seafood í því þriðja (4,02%), Brim í fjórða (4,00%) og Þorbjörn-Fiskanes í því fimmta (3,94%). Síldarvinnslan (3,92%), Þormóður rammi – Sæberg (3,88%), Ísfélag Vestmannaeyja (3,81%), Vinnslu- stöðin (3,15%) og Eskja (3,11) koma svo í næstu sætum. Litlar breytingar verða á röð efstu útgerða frá síðasta ári og kvótastöðu þeirra nema hjá HB Granda sem bætir sig um eitt prósent sem og Ís- félag Vestmannaeyja. FISK-Seafood kemur nýtt inn á listann en félagið samanstendur af Fiskiðjunni Skagfirðingi og Skagstrendingi sem voru í 12. og 14. sæti í fyrra. Útgerðarfélagið Vísir í Grindavík dettur út af topp tíu listanum. Greining Íslandsbanka bendir á að hlutdeild tíu stærstu útgerðanna sé orðin um 50 prósent af heild- arkvótanum. Árið 1999 var hlutfallið hins vegar um 32 prósent en 24 prósent árið 1992. Sameiningar og uppkaup fyrirtækja innan sjávarútvegs bera keim af samþjöppun kvótans. Vekur það athygli að aðeins fjögur fyrirtæki á topp tíu eru skráð á hlutabréfa- markað og stefnir allt í það að bæði Samherji og Þormóður rammi – Sæberg fari af markaði innan skamms. Þá verða aðeins eftir HB Grandi og Vinnslustöðin. HB Grandi hefur mestar aflaheimildir af fjórum fisktegundum af átta, í ýsu, ufsa, karfa og loðnu. Samherji ræður yfir mestum kvóta í þorski og grá- lúðu. Íshaf, sem er í 36. sæti þeirra félaga sem ráða mestu af heildarkvótanum, hefur yfir að ráða lang- mestum kvóta af úthafsrækju. Vika Frá áramótum Actavis -1% 4% Atorka -3% 1% Bakkavör 0% 36% Burðarás -5% 14% Flaga Group -5% -15% FL Group 0% 45% Íslandsbanki -4% 18% Kaupþing Bank -4% 19% Kögun 0% 35% Landsbankinn -2% 33% Marel -1% 12% Og fjarskipti 4% 29% Samherji 0% 9% Straumur -5% 21% Össur -4% 6% *Miðað við gengi í Kauphöll í gær MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 MARKAÐURINN2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N HB Grandi ræður yfir mestum kvóta Stærstu útgerðarfélögin auka hlutdeild sína í heildarkvóta. Stærsta stofnfjárútboð frá upp- hafi hófst á mánudaginn þegar SPRON hóf að selja 28.960 stofn- fjárhluti. Heildarvirði bréfanna er um 1.280 milljónir króna og eykst því eigið fé sem því nemur ef allt stofnféð selst. Núverandi stofnfjáreigendur hafa forgang að aukningunni. Holt Holding, félag í eigu Skúla Þorvaldssonar kaupsýslu- manns, er stærsti stofnfjáreig- andinn með um tíu prósenta hlut. Tuttugu stærstu eigendurnir eiga yfir 60 prósent stofnfjár í SPRON. - eþa Sænsku félögin sem Burðarás hefur verið að fjárfesta í undan- farna mánuði hafa birt árshluta- uppgjör sín. Carnegie hagnaðist um níu hundruð milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi en Burðarás er stærsti hluthafinn í félaginu með fimmtungshlut. Afkoma bankans var í takt við væntingar markaðarins að því er kemur fram í Vegvísi Landsbankans. Afkoma hugbúnaðarfyrirtæk- isins Scribona var í járnum á fyrsta ársfjórðungi. Eftir skatta var hagnaður á núlli. Gengi hlutabréfa í Scribona hefur lækkað eftir uppgjörið. Burðarás á einnig í Intrum Justitia sem skilaði 600 milljóna króna hagn- aði eftir skatta. Fjármálafyrirtækið Skandia, sem Burðarás og KB banki eiga um 4 prósent í, á enn eftir að birta afkomutölur fyrir fyrsta fjórðung ársins. - eþa Í Morgunkorni Íslandsbanka í síðustu viku er fjallað um að ávöxtun á erlendum hlutabréfa- mörkuðum hafi verið heldur rýr frá áramótum. Bandarísku hluta- bréfavísitölurnar hafa allar lækkað á árinu, Nasdaq um tæp tíu prósent, Dow Jones um fjögur prósent og S&P 500 um rúm þrjú prósent. Markaðir í Japan og Hong Kong hafa einnig lækkað. Evrópsku vísitölurnar CAC (+ 5,2 prósent) og FTSE 100 (+1,8 pró- sent) hafa gert betri hluti þótt ávöxtun þeirra sé ekkert í líkingu við íslensku Úrvalsvísitöluna sem hefur hækkað um rúm 20 prósent frá áramótum. - eþa Erlend hlutabréf gefa litla sem enga ávöxtun Sparisjóður Reykjavíkur: Skúli Þorvaldsson stærstur Sænsku félögin í eigu Burðaráss: Vegnar misvel Pólskt farsímaleyfi Netia Mobile, sem er í meiri- hlutaeigu Björgólfs Thors Björg- ólfssonar, hefur verið úthlutað fjarskiptaleyfi fyrir þriðju kyn- slóð farsíma í Póllandi. Er þetta fjórða leyfið fyrir þriðju kynslóð farsíma sem veitt er í Póllandi. Samhliða var útboð GSM 1800 farsímaleyfa, en eng- inn umsækjenda var talinn upp- fylla öll skilyrði fyrir slíku leyfi. Björgólfur Thor hefur verið fyrirferðarmikill í kaupum á símafyrirtækjum í Austur-Evr- ópu og á einnig í slíkum fyrir- tækjum í Búlgaríu og Tékklandi. Stærsta viðskiptasendinefnd sem farið hefur frá Íslandi held- ur til Kína næsta sunnudag. Sendinefndin fer í fylgd með forseta Íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni, sem verður í opinberri heimsókn í Kína. Til Kína fara meðal annars forsvarsmenn fyrirtækja úr sjávarútvegi, ferðaiðnaði, orku- iðnaðinum og fjárfestar, svo eitthvað sé nefnt. Yfir 200 manns fara til Kína og verða þar fulltrúar yfir 100 fyrirtækja. Út- flutningsráð heldur utan um ferðina og hefur þátttakan verið langt umfram væntingar þeirra. Frammámenn úr viðskiptalíf- inu á borð við Björgólf Thor Björgólfsson, Jón Ásgeir Jó- hannesson og Jón Helga Guð- mundsson halda til Kína. Ráðstefna, móttökur og ýms- ar uppákomur eru skipulagðar fyrir Íslendingana og hafa þeir tök á að bjóða kínverskum við- skiptavinum sínum á ýmsar skipulagðar uppákomur. Gert er ráð fyrir að margir nýti tækifærið og hitti núver- andi og væntanlega viðskipta- félaga sína í Kína. Án efa verða því fréttir af frekari útrás með í farteskinu frá Kína. - dh ERLEND HLUTABRÉF Bandarísku hluta- bréfavísitölurnar hafa lækkað frá áramót- um. Evrópsku vísitölurnar hafa hækkað ör- lítið en sú íslenska er með vinninginn. HB GRANDI HB Grandi er langsamlega stærsta útgerðarfélagið talið í kvótastöðu á Íslandsmiðum. Hlutdeild tíu stærstu útgerðanna í heildarkvóta hefur vaxið mjög á síðustu árum og ráða þær nú um helming heildarkvótans. Krónan hefur náð hámarki Krónan hefur náð hámarki og mun halda áfram að veikjast eftir því sem líður fram á árið að mati greiningardeildar KB banka. Þrátt fyrir hægfara veikingu er gert ráð fyrir að krónan haldist tiltölulega sterk allt fram til næsta hausts. Veiking krónunnar verður hraðari eftir það. Spáin byggir á ákveðnum forsendum um vaxtamun við út- lönd. Í efnahagsfregnum KB banka kemur fram að þróun vaxtamunar við útlönd sýni hagkvæmni þess að taka erlend lán. Ísland sé því næmt fyrir þróun vaxta hérlendis og er- lendis. - dh Stofnfjáreigandi Eignarhlutur 1. Holt Holding S.A. 9,90% 2. VÍS 4,99% 3. Meiður ehf. 4,99% 4. Föroya Sparikassi 4,90% 5. Kaupþing banki hf. 4,90% 6. Sundagarðar hf. 4,89% 7. Fiskiðja Sauðárkróks 3,90% 8. Bakkabræður sf. 2,69% 9. Guðmundur Hauksson 2,63% 10. Svellhamar ehf. 2,42% S t æ r s t u s t o f n f j á r e i g - e n d u r í S P R O N 1 5 . a p r í l Tegund Útgerð Hlutdeild af kvóta Þorskur Samherji 7,26% Ýsa HB Grandi 6,95% Ufsi HB Grandi 18,02% Karfi HB Grandi 31,95% Grálúða Samherji 13,39% Síld Skinney-Þinganes 13,31% Loðna HB Grandi 18,68% Úthafsrækja Íshaf 18,50% H v a ð a ú t g e r ð v e i ð i r m e s t a f h v e r r i t e g u n d ? ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Í opinberri heimsókn á Indlandi. Áhrifamesta fólkið með til Kína Viðskiptalífið sækir á nýja markaði. Fr ét ta bl að ið /A P UPPGJÖRSTÖLUR FRÁ SVÍÞJÓÐ For- svarsmenn Burðaráss hafa horft mikið til sænska markaðarins og fjárfesta einkum í fyrirtækjum í fjármálageiranum og upplýs- ingatækni. Fr ét ta bl að ið /V al li

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.