Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.05.2005, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 11.05.2005, Qupperneq 33
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 9 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Þú þarft ekki tölvudeild Þú færð fulla þjónustu hjá ANZA Rekstur ANZA er í samræmi við vottað öryggiskerfi sem byggist á staðlinum ISO 17799 um stjórnun upplýsingaöryggis. Hornsteinn ANZA er starfsfólk með framúrskarandi þekkingu og hæfni. ANZA · Ármúla 31 · 108 Reykjavík · Sími 522 5000 · Fax 522 5099 · www.anza.is ANZA sér um öll tölvumál fyrir fjölda íslenskra fyrirtækja. Það er sérgrein okkar. ANZA sér um tölvukerfið þitt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. ANZA fer aldrei í sumarfrí og er aldrei fjarverandi vegna veikinda. Kynntu þér málið með því að hafa samband við ANZA í síma 522 5000 eða anza@anza.is AR GU S - 0 5- 03 22 Hópur vísindamanna hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til að byggja gott lið sé að blanda saman reynsluboltum og nýgræðingum. Með slíkri blöndu er líklegast að bæði nýjar hug- myndir og reynsla fái að njóta sín. Vísindamennirnir rannsökuðu annars vegar aðra hópa vísinda- manna og hins vegar hópa sem unnið hafa að uppsetningu söng- leikja. Árangur var metinn eftir því hvort vís- indamennirn- ir næðu að birta niður- stöður í virtum fræðiritum og hvort leikhús- fólkið kæmist með sýningu á Broadway. Með því að taka saman gögn um Broadway frá 1877 til 1990 og um vísindarannsóknir frá 1955 til 2004 fengust niðurstöðurnar sem notaðar voru til að útbúa stærð- fræðimódel sem spáir fyrir um hvort hópar muni ná árangri. Langmikilvægustu breyturnar voru hvort nýir menn væru með í hópnum eða ekki og hvort hópur- inn yrði líklegur til að starfa saman á ný. Fram kemur í umfjöllun um rannsóknina í tímaritinu New Scientist að hópar sem starfa saman að vísindarannsóknum og listviðburðum hafi farið stækk- andi á síðustu áratugum. Að með- altali stóðu tveir að baki hverri leiksýningu á Broadway árið 1877 en fimmtíu árum síðar var meðaltalið komið í sjö og hefur haldist óbreytt síðan. - þk Örgjörvafyrirtækið Intel og símafyrirtækið Sprint í Banda- ríkjunum hafa tekið upp sam- starf um að vinna að þróun nýs staðals í þráðlausum netum. Nýi staðallinn er mun öflugri en sá sem nú er í notkun og getur með- al annars boðið upp á að hægt verði að komast á internetið hvar sem er innan þéttbýlis- svæða. Intel var brautryðjandi í gerð þeirra staðla sem nú eru notaðir um þráðlaus net en drægni þeirra er ekki nægilega mikil til að hægt sé að tryggja netaðgang á stórum svæðum. Nýi staðall- inn heitir WiMax og mun senda út boð á öðru tíðnisviði en núver- andi þráðlausir sendar. Eftir því sem stærri svæði bjóða upp á þráðlaus net verður auðveldara að nota til dæmis netsíma en með þeim er hægt að hringja gjaldfrjálst í gegnum Internetið. Þá má búast við því að framleiðendur fartölva og lófatölva fagni þessari þróun. Hins vegar er talið að símafyrir- tæki sem fjárfest hafa stórfé í þriðju kynslóðar farsímaleyfum séu ókát þar sem þráðlaus net um heilu borgirnar gætu dregið mjög úr áhuga fólks á því að nota farsíma sína til að sækja gögn og heimasíður. - þk Uppskrift fundin að draumaliðinu Lykilatriði að hafa bæði nýgræðinga og reynslubolta. Þráðlaus net um allar grundir Intel og Sprint vinna saman að nýjum staðli. Háhraði í Kínaveldi Þótt umferð um internetið í Kína sé ritskoðuð virðist sem áhugi Kínverja á að nýta sér tæknina sé engu minni en ella. Nýleg rann- sókn leiðir í ljós að fjöldi heimila með breiðbandstengingum verði álíka mikill í Kína og Bandaríkj- unum fyrir lok þessa árs. Það hefur vitaskuld mikil áhrif að íbúafjöldi í Kína er um fjórum sinnum meiri en í Banda- ríkjunum en fjölgun nettenginga í Kína vekur engu að síður at- hygli. Búist er við því að 57 millj- ón heimili í Kína verði með breið- bandstengingu árið 2007 saman- borið við 54 milljónir í Banda- ríkjunum. - þk Sérbúnir diskar hjá Wal-Mart Verslunarkeðjan Wal-Mart býð- ur viðskiptavinum sínum nú upp á að velja lög á geisladisk og fá hann sendan heim. Wal-Mart rekur netverslun með tónlist þar sem hvert lag kostar 88 bandarísk sent (um 55 krónur). Viðskiptavinur- inn getur valið um nokkrar gerðir af plötuumslögum og fær diskinn sinn sendan heim innan þriggja daga frá því að pöntunin er send. Stjórnendur Wal- Mart segja að þjón- ustan sé fyrir þá sem ekki eiga geisladiska- brennara eða búa ekki yfir há- hraðanettengingu. - þk NETTENGD Í GARÐINUM Með nýrri tækni verður hugsanlega hægt að tengjast internetinu nánast hvar sem er. Fr ét ta bl að ið /N or di cP ho to s/ G et ty Im ag es LYKILMAÐUR Í DRAUMALIÐINU Frægasta draumaliðið er ólympíulið Bandaríkjanna í körfubolta sem lék í Barcelona árið 1992 en með því léku meðal annars Magic Johnson, Michael Jord- an og Larry Bird.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.