Fréttablaðið - 11.05.2005, Side 34

Fréttablaðið - 11.05.2005, Side 34
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 MARKAÐURINN10 F R É T T A S K Ý R I N G Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (Bygg) hefur verið að hasla sér völl á sviði fjárfest- inga á undanförnum árum. Líkt og í verktaka- bransanum hefur fjárfestingarstarfsemin tekist vel til en Bygg hefur unnið náið með fjárfestingarfélaginu Saxhóli, sem er í eigu Nóatúnsfjölskyldunnar. Bygg og Saxhóll hafa tekið höndum saman við Hannes Smárason, stjórnarformann FL Group, og mynda þau saman eitt kraftmesta bandalag í íslensku viðskiptalífi. FASTEIGNIR ERU HORNSTEINNINN Bygg var stofnað af Gylfa Héðinssyni múr- arameistara og Gunnari Þorlákssyni bygg- ingameistara árið 1984. Margir starfsmanna Bygg komu til liðs við þá félaga í árdaga Byggs og hafa séð fyrirtækið stækka og dafna. Félagið velti um 1.800 milljónum króna árið 2003 en óhætt er að fullyrða að sú tala hafi hækkað nokkuð á síðasta ári vegna aukinna um- svifa. Það hefur byggt yfir 1.500 íbúðir um dagana, bæði félagslegar íbúðir og íbúðir fyrir almenna markaðinn. Stærstu framkvæmdir félags- ins þessa dagana eru í hinu svokallaða Sjálandshverfi, bryggjuhverfi Garðbæinga, en það hefur einnig verið virk- ur þátttakandi við uppbygg- ingu nýju hverfanna í Kópa- vogi, Grafarholti og Bryggju- hverfisins í Reykjavík. Ætla má að Bygg framleiði um 200 íbúðir á hverju ári og hafi tvöfaldað framleiðsluna á tveimur árum. Í viðskiptaheimi þar sem verktakafyrir- tæki koma og fara fer gott orðspor af fyrir- tækinu en það er mál margra fasteignasala að íbúðarhúsnæði sem Bygg reisir gangi vel í endursölu. Hönnun íbúða og gæði hafa ef- laust verið fordæmi fyrir aðra í þeim efnum. Fasteignaverð hefur hækkað um 32 pró- sent á einu ári á Reykjavíkursvæðinu og er umhverfið afar hagstætt byggingarverktök- um sem Bygg. Verkefnin framundan eru næg en auk Sjálandshverfis og verkefna í nýjustu hverfum Kópavogs stefnir félagið að því að byggja nokkur háhýsi í Lundi á næstunni. Þá eru áform uppi um að byggja 450 íbúðir í nýju bryggjuhverfi í Kársnesinu í Kópavogi í sam- vinnu við Björgun. Bygg áætlar einnig að byggja margra hæða atvinnuhúsnæði við Bíldshöfða. ÍSLENSKI DRAUMURINN Uppgangur Bygg er eins konar íslensk útgáfa af ameríska draumnum, hvernig menn geta brotist til ríkidæmis og áhrifa með dugnaðin- um. Þeir sem til Gylfa og Gunnars þekkja eru sammála um að ótrúlegur kraftur einkenni þá félaga. Þeir eru stórhuga og eiga auðvelt með að hrífa aðra með sér. Ekkert verkefni er of stórt að ekki sé hægt að leysa það. Félagarnir þykja vera ekta bisnessmenn, sanngjarnir gagnvart þeim sem vilja eiga við- skipti við þá en eru harðari við þá aðila sem þeir eiga viðskipti við af fyrra bragði. Það orð fer af tví- menningunum að þeir treysti fáum nema sjálfum sér og til marks um það þá mætir Gylfi sjálfur í alla samninga sem tengjast sölu á íbúðarhúsnæði. Þeir félagar, Gylfi og Gunn- ar, eru ekki gefnir fyrir sviðs- ljósið og eru hálfgerðir huldu- menn í viðskiptalífinu. Einn viðmælanda Markaðarins orð- aði það þannig að þeir láti lítið uppi og lifi þannig. Þeir séu því jarðbundnir og láti lítið á sér berast. Um þá hefur verið sagt að þeir telji ekki peningana sína og líti á fyrirtæki sitt sömu augum og skógrækt, það er að þétta skóginn og stækka. SMÁRALIND VAR UPPHAFIÐ Bygg hefur í seinni tíð eytt púðri í fjárfest- ingastarfsemi og verður ekki annað sagt en að árangurinn hafi verið góður. Stærstu eign- arhlutir félagsins liggja í FL Group (áður Flugleiðir) í gegnum eignarhaldsfélagið Sax- bygg, sem Bygg og Saxhóll eiga til samans. Saxbygg er næststærsti eigandinn í FL Group með um fjórðungshlut en stærst er Eignarhaldsfélagið Oddaflug í eigu Hannesar Smárasonar. Bréfin voru keypt á genginu níu fyrir um ári síðan og hafa hækkað um 60 pró- sent. Um viðskiptin sagði Gunnar Þorláksson við Morgunblaðið að félagið hefði aldrei farið út í jafn stór viðskipti sem þessi. Áhættan af viðskiptunum hefur skilað sér með myndar- legum hætti en óinnleystur gengishagnaður Saxbyggs af kaupunum er yfir þrír milljarð- ar króna. Samstarf Byggs, Saxhóls og Hannesar Smárasonar á sviði fjárfestinga hófst fyrir um tíu árum þegar Smáralindarverkefnið fór af stað. Gylfi og Gunnar fengu 90 þúsund fer- metra lóð í Smáranum úthlutað árið 1994 en upphaflega hafði henni verið úthlutað til Sambandsins sáluga. Þeir fengu Pálma Krist- insson, verkfræðing og núverandi fram- kvæmdastjóra Smáralindar, til að gera arðsemis- og mark- aðsútreikninga. „Til álita kom hjá mér að taka verkefnið í Kópavogi að mér sem hliðar- verkefni ... [e]n málin þróuðust hratt og mér varð fljótt ljóst að þeir félagarnir bjuggu yfir ótrúlegum krafti og hæfni til að leysa verkefni af þessu tagi,“ sagði Pálmi í viðtali við Morg- unblaðið. Fleiri fjárfestar voru kallað- ir til þegar ljóst var að bygg- ingin yrði mun stærri en upp- haflega var gert ráð fyrir. BYKO, Olíufélagið, Steypustöðin og Saxhóll komu til sögunnar og síðar Baugur. Í fyrstu höfðu menn stefnt á að byggja 10 þúsund fer- metra verslunarhúsnæði en enduðu í 63 þús- und fermetrum! Hannes Smárason varð stjórnarformaður Smáralindar fyrir hönd BYKO. FREKARI EIGNATENGSL Leiðir Bygg, Saxhóls og Hannesar liggja einnig í gegnum Runn ehf. sem á fimmtán prósent í Og fjarskiptum. Runnur er einnig í eigu eignarhaldsfélags í eigu Mogs ehf. og Vífilfells. Bygg kemur við sögu í Húsasmiðj- unni eins og Saxhóll og Hannes. Tengsl þess- ara þriggja fjárfesta eru ekki síður sterk við Baug Group í gegnum Og fjarskipti og Húsa- smiðjuna þar sem Baugur er stærsti hlut- hafinn í báðum félögum. Bygg á hlut í Lands- bankanum, Smáralind, Jarðborunum og Ör- yggismiðstöð Íslands. Þá rekur félagið fast- eignasöluna Fjárfestingu. Sterk eiginfjár- staða þeirra Gylfa og Gunnars gefur þeim svigrúm til enn frekari vaxtar, ýmist á eigin vegum eða í samfloti með bandamönnum. Byggingarfélag á flugi Bygg hefur fært út kvíarnar og beinir sjónum sínum að fjárfestingum auk kjarnastarfseminnar. Félagið er stórtækur framleiðandi íbúðarhúsnæðis en jafnframt stór fjárfestir í samgangna-, fjármála- og fjarskipta- starfsemi. Eggert Þór Aðalsteinsson dregur upp mynd af Bygg og frumkvöðlunum Gylfa og Gunnari. GUNNAR ÞORLÁKSSON OG GYLFI HÉÐINSSON VIÐ HÖFUÐSTÖÐVARNAR Í BORGARTÚNI Félagarnir hafa á tuttugu árum byggt upp gríðarstórt verktakafyrir- tæki sem selur um 200 íbúðir á hverju ári. Þeir félagar þykja duglegir, stórhuga og hríf- andi. Bygg hefur lykilhlutverki að gegna í ís- lensku viðskiptalífi vegna fjárfestinga í FL Group og Og Vodafone. Fr ét ta bl að ið /G VA Stærstu eignir Byggs Virði* 1. Saxbygg (50%) 4.600 2. Landsbankinn 660 3. Smáralind 600 ** 4. Runnur (u.þ.b. 20%) 540 5. Jarðboranir 305 * Áætlað markaðsverð í milljónum. ** Áætlun. Fasteignafélag Íslands á 98% í Smáralind. Það er í eigu Baugs Group, Saxhóls og Byggs og er gert ráð fyrir jafnri eignaraðild. ▲ SJÁLANDSHVERFI Bygg hefur að mestu séð um uppbyggingu Sjálandshverfis í Garðabæ þar sem gert er ráð fyrir um 1.800 íbúðum. Þetta er eitt dýrasta hverfi borgarinnar. Bygg hefur komið nálægt upp- byggingu í Lindum, Sölum og Vatnsenda- hverfi í Kópavogi auk Grafarholts og Grafar- vogs.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.