Fréttablaðið - 11.05.2005, Síða 37

Fréttablaðið - 11.05.2005, Síða 37
verk erlendis. Einyrkjar á markaðnum, sem komi og fari, jafni líka sveiflur út. Ekki sé erfitt að koma inn á markaðinn fyrir góðan einstakling og tækjabúnaður sé tiltölu- lega ódýr. Jónas tekur undir með Eiríki og segir margan annan at- vinnurekstur skila meiri hagnaði. Af- koman sé þó í mörgum tilfellum viðunandi. Mestu máli skipti hversu skemmtilegt sé að vinna við auglýsinga- mennsku. Það sé drifkraft- ur margra í greininni. VÍÐTÆKARI ÞJÓNUSTA Hallur Baldursson, framkvæmdastjóri EMMENN, segir að hræringar á fjölmiðla- markaði undanfarin ár hafi ekki haft neinar grundvall- arbreytingar á auglýsinga- markaði í för með sér. Helst hafi auglýsingastof- ur stækkað og nú veiti fleiri sérhæfðari þjónustu. Mikil þróun hafi verið í greiningu á markaðnum fyrir viðskiptavini svo hægt væri að nýta peninga þeirra betur í markaðs- sókninni. Jónas hjá Íslensku aug- lýsingastofunni segir sitt fólk leggja gríðarlega áherslu á ráðgjöf. Það hafi breyst mikið síðustu sex til sjö árin. Nú sé hugsað um vörumerki og hugtök við markaðsráðgjöf. Enn sem komið er bjóði ekki ýkja margar stofur upp á slíka heildstæða þjónustu. Ásmundur Þórðarson, rannsóknastjóri Auglýs- ingamiðlunar, segir mark- aðinn nú miklu flóknari en áður. Til að hámarka ár- angur við auglýsingar þurfi að tryggja að rétta fólkið sjái auglýsingarnar. Þetta sé breytt frá því að Morgunblaðið og Ríkis- sjónvarpið voru einu miðl- arnir. Þá hafi verið nóg að panta blaðsíðu þrjú í Mogganum til að ná til stærsta hluta þjóðarinnar. Nú sé rétt tíðni auglýsinga og dekkun lykilatriði. Ingólfur Hjörleifsson hjá SÍA tekur í svipaðan streng. Auglýsinga- starfið sé orðið flóknara eftir því sem boð- leiðir hafi orðið fleiri. Rannsóknir sýni jafn- framt að það gefi betri árangur að draga ekki saman markaðsstarfið í niðursveiflum. Það skili sér betur þegar vel ári aftur. Fyrirtæki séu almennt séð að átta sig á þessu. SÉRHÆFÐAR MARKAÐSRANNSÓKNIR Samhliða þessum breytingum á fjölmiðla- markaði hafa svokölluð birtingar- fyrirtæki, sem sérhæfa sig í mark- aðsrannsóknum, sprottið upp. Þau helstu eru ABS fjölmiðlahús í eigu Íslensku auglýsingastofunnar og Hvíta hússins, Auglýsingamiðlun í eigu Fíton og Birtingahúsið, sem er í eigu stærstu auglýsenda landsins og segist vera óháð auglýsingastofum. ENNEMM og Himin og haf eru sjálfar með birtingarstofur innan sinna fyrirtækja en aðrar stofur versla mikið við þær tvær fyrst- nefndu. Ásmundur Þórðarson segir vinnuna bygg- ja á því að meta hlutlæga og huglæga hluti við greiningu á markaðnum. Upplýsingar sé að finna í dagbókarkönnunum Gallup um notkun fjölmiðla, sem unnið sé frekar með til að draga upp ákveðna mynd. Einnig séu við- horf lífsstílshópa rannsökuð og efni greint eftir aldri, kyni, búsetu og tekjum, svo dæmi séu tekin. Þegar litið er á veltu auglýsingastofa innan SÍA sést að Íslenska auglýsinga- stofan er þar efst á blaði. Næst kemur Fíton. Ein ástæðan fyrir mikilli veltu er að tekið er tillit til hlutdeildar í veltu birtingarstofanna í þessum tölum. Mestur hluti hennar er aðkeypt þjón- usta vegna birtinga auglýsinga í fjöl- miðlum, sem birtingarhúsin rukka síðan viðskiptavini sína um. Ekki er óalgengt að fyrir þetta taki stofurnar fimmtán prósenta þóknun af verði auglýsinga. Í samningum við 365 prentmiðla hefur þetta hlutfall verið lækkað í tólf prósent. Eru veltutölur því ekki eingöngu byggðar á útseldri vinnu. Frumkvöðlar í bransanum Starfsemi auglýsingastofa á sér ekki langa sögu á Íslandi. Segja má að fyrstu stofurnar opnuðu í upphafi sjöunda áratugarins. Samstarfið fyrir þann tíma ein- kenndist af einyrkjum sem unnu saman að einstökum verk- efnum. Þegar spurt var um frum- kvöðla í stéttinni voru Gísli B. Björnsson sem stofnaði Auglýs- ingastofu GBB, Kristín Þor- kelsdóttir á Auglýsingastofu Kristínar og Hilmar Sigurðsson og Þröstur Magnússon á Argusi oftast nefnd. Kristín er meðal annars þekkt fyrir að hanna íslensku peningaseðlana. Þröstur Magn- ússon er frægur mynthönnuður og er höfundur myntanna sem komu til eftir mynt- breytinguna 1980. Hann hefur einnig hannað við- hafnarmyntir; til dæmis á fimmtíu ára afmæli lýðveldisins, fimmtíu ára afmælis fullveldisins og þegar fagnað var þúsund ára afmæli kristni á Íslandi. Hann hefur einnig hannað mörg fal- legustu frímerki Íslands. Hilmar Sigurðsson segir að mesta þróunin í auglýsinga- bransanum hafi falist í breyttri tækni. Nú sé öll hönnun komin inn í tölvur en áður fyrr var efnið meira og minna handunn- ið. Ekki hafi einu sinni verið til faxtæki þegar hann hóf störf. Ólafur Stephensen er líka sagður hafa verið frumkvöðull á sínu sviði. Hann inn- leiddi markaðsfræð- ina í auglýsinga- bransann. Áður fyrr voru það að- allega hönnuðir sem voru að búa til auglýsingar. Hann bætti aðferðafræði við markaðssetningu við. Er það starf í líkingu við starfsemi allra auglýsingastofa á Íslandi í dag, sem bjóða heildstæða þjón- ustu við markaðssetningu vara og fyrirtækja. MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 13 Ú T T E K T en áður. Fæðingar þeirra örgvin Guðmundsson segir STANSLAUST AUGLÝSINGAÁREITI Samkvæmt rannsóknum dynja um tvö þúsund auglýsingaskilaboð á venjulegum Bandaríkjamanni á hverjum degi. Ásmundur Þórðarson hjá Auglýsingamiðlun segir áreitið á Íslandi nálgast þetta hlutfall. Má því segja að starf auglýsingafólks hafi áhrif á Íslendinga mörg þúsund sinnum dag hvern í formi hvers kyns auglýsinga. g sameinast Mest auglýst í blöðum Samkvæmt heimildum Markaðarins er mun meira fjármagni varið í auglýsingar í sjón- varp en í dagblöð í löndum sem við berum okkur saman við. Þessu er heldur betur öf- ugt farið hér eins og sjá með í meðfylgjandi töflu. Skýringin er sögð helst sú að kostnað- ur við gerð sjónvarpsauglýsinga er mikill hér á landi þótt birtingarkostnaður sé í sam- ræmi við ávinning. Markaðurinn sé lítill og enn sé hlutfallslega litlum peningum varið í þessi mál ef undan eru skilin stærstu fyrir- tæki landsins. Mestur auglýsingakostnaður fer í dag- blöð á Íslandi. Þær eru taldar einfaldar í framleiðslu og auðvelt að bregðast fljótt við ef einhverjum upplýsingum þarf að koma á framfæri við neytendur. Eins er sagt að það henti ekki að auglýsa verð í sjónvarpi og því séu dagblöð frekar notuð þegar vörur á góðu verði eru auglýstar. Miðillinn henti einfaldlega betur. Sjónvarp sé áhrifameira þegar byggja þarf upp ímynd fyrirtækis. Dagblöð 3.168 Sjónvarp 1.865 Útvarp 720 Aðrir 960 Samtals 6.713. A u g l ý s i n g a m a r k a ð u r i n n 2 0 0 4 - Á æ t l u ð s k i p t i n g m i l l i m i ð l a í m i l l j . k r . - nir u fólki singastofuna ÓSA þegar tveir af stjórnendum Góðs n og Ólafur Ingi Ólafsson, dur að stofunni afhenti Ólaf- ggja mánaða launum. Fóru vinar síns, Kristins Björns- g stofnuðu í kjölfarið aug- við. Sú stofa sameinaðist ir það heitið Íslenska að stærsta auglýs- s sé horft til GOTT FÓLK MÁTTURINN OG DÝRÐIN FÍTON FASTLAND FÍTON ÓSA AUGLÝSINGASTOFA ÓLAFS STEPHENSEN GRAFÍT ATÓMSTÖÐIN OKTAVÓ AUGLÝSINGA- STOFA GBB AUGLÝSINGA- ÞJÓNUSTAN GBB AUGLÝSINGA- ÞJÓNUSTA HVÍTAHÚSIÐ ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN SVONA GERUM VIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.