Fréttablaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 40
Eitt mikilvægasta hlutverk fjár-
málamarkaða er að gera það
kleift að færa áhættu á milli að-
ila, dreifa henni og jafnvel eyða.
Ýmis tæki sem þróuð hafa verið
vegna þessa hafa reynst afar vel.
Það tæki sem mestu skiptir er
sennilega hlutafélagaformið.
Raunar má færa sterk rök fyrir
því að hlutafélög séu ein merk-
asta uppfinning mannkynssög-
unnar. Þau hafa a.m.k. haft meiri
og betri áhrif á lífskjör manna en
flestar aðrar.
Það leiðir reyndar hugann að
því að einhverra hluta vegna
horfa menn oftast til verkfræði,
líf- eða raunvísinda þegar rætt er
um uppfinningar þótt margar af
uppfinningum á sviði félags- og
hugvísinda skipti þegar grannt
er skoðað mannkynið miklu
meira máli. En það er ekki um-
fjöllunarefni þessa pistils.
Þótt hugvitsemi fjármálasér-
fræðinga hafi verið og sé mikil
fer því fjarri að fundnar hafi ver-
ið lausnir við öllum vanda á
þessu sviði. Fjármálamarkaðir
bjóða ekki enn upp á góðar lausn-
ir sem gera fólki kleift að eiga
viðskipti með ýmiss konar fjár-
hagslega áhættu sem skiptir það
miklu máli.
Ásamt makavali og ákvörðun
um barneignir þá eru þær
ákvarðanir sem mest áhrif hafa á
fjárhag flestra annars vegar
ákvörðun um starf og hins vegar
um kaup á húsnæði. Starfið ræð-
ur miklu um tekjurnar og stór
hluti ævisparnaðarins er hjá
flestum bundinn í húsnæði þegar
starfsævinni lýkur. Í báðum til-
fellum er það verulegri óvissu
háð hve vel valið reynist þegar
upp er staðið.
Sumir velja sér starfsvett-
vang sem virðist vænlegur og
kosta miklu til að búa sig undir
starf á honum, t.d. með sérhæfðri
menntun, en verða síðan fyrir
verulegum vonbrigðum. Heilu
atvinnugreinarnar eða starf-
sviðin geta jafnvel lagst af, t.d.
vegna tæknibreytinga, og þekk-
ing á þeim orðið einskis virði á
vinnumarkaði. Aðrir kaupa dýrt
húsnæði en þurfa síðan að horfa
upp á það lækka í verði. Húsnæði
getur jafnvel orðið óseljanlegt
vegna búsetuþróunar eða ann-
arra þátta sem íbúarnir fá engu
um ráðið. Enn aðrir eru meiri
spámenn eða kannski bara
heppnari. Þeir veðja á atvinnu-
greinar sem blómstra eða kaupa
húsnæði sem rýkur upp í verði.
Það er hægt að ná ágætri
áhættudreifingu á fjárhagslegan
sparnað til elliáranna. Raunar er
lífeyrissjóðum uppálagt að sjá til
þess. Það er hins vegar nánast
ókleift fyrir flesta að verja sig
gegn sveiflum í fasteignaverði
nema helst með því að leigja hús-
næði frekar en eiga. Leigunni
fylgja yfirleitt ýmsir ókostir, þ.á
m. annars konar áhætta, t.d. á því
að leigan hækki eða samningnum
sé sagt upp og erfitt reynist að
finna aðra íbúð við hæfi. Tilraun-
ir hafa verið gerðar með nokkurs
konar millistig á milli leigu og
eigu, t.d. íbúðir þar sem ekki er
hægt að segja leigjanda upp en
hann getur ekki selt íbúðina eða
framselt leigusamninginn. Það
leysir sum vandamál en býr til
önnur í staðinn.
Ef hægt væri að veðja á
meðalverð húsnæðis, t.d. með því
að eiga viðskipti með afleiður
sem byggja á vísitölu húsnæðis-
verðs gætu einstaklingar skilið
að verulegu leyti á milli þess í
hve dýru húsnæði þeir vilja búa
og þess hve mikið þeir vilja eiga
undir sveiflum í húsnæðisverði.
Sá sem vildi búa í dýru húsnæði
en ekki eiga mikið undir húsnæð-
isverði sem slíku myndi kaupa
húsið en selja um leið skuldabréf
sem væri verðtryggt með hús-
næðisvísitölunni. Það sama ætti
raunar við um þann sem vill losa
fé sem hann á bundið í eigin hús-
næði án þess að selja það. Annar,
sem væri að leggja til hliðar
vegna húsnæðiskaupa í framtíð-
inni, gæti séð sér hag í því að
kaupa slík skuldabréf eða jafnvel
kauprétt á húsnæðisvísitöluna.
Með því gæti hann tryggt sig að
einhverju marki gegn því að hús-
næði hækki í verði áður en hann
nær að kaupa. Þeir sem vilja setj-
ast að á svæðum þar sem blikur
eru á lofti með íbúðaverð gætu
síðan séð sér hag í því að kaupa
sölurétt á svæðisbundinni hús-
næðisvísitölu um leið og þeir
kaupa húsnæði á staðnum.
Það er flóknara að gera fólki
kleift að tryggja sig gegn því að
það festi of mikið af mannauði
sínum í þekkingu sem nýtist
einkum í atvinnugrein sem á
erfitt uppdráttar. Ýmsir hafa þó
leikið sér að því að reyna að út-
færa hugmyndina. Þeirra
fremstur er bandaríski hagfræð-
ingurinn Robert J. Shiller sem
fjallar m.a. um þetta, húsnæð-
isafleiðurnar og fleira í ágætri
bók sinni, The New Financial
Order: Risk in the 21st Century.
Þeim sem vilja lesa meira er bent
á hana.
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 MARKAÐURINN16
S K O Ð U N
Íslensk sendinefnd er á leið til Kína.
Land tækifæranna
á þessari öld
Hafliði Helgason
Um næstu helgi fer frá Íslandi, á vegum Útflutningsráðs Íslands,
fjölmennasta viðskiptasendinefnd sem héðan hefur farið. Áfanga-
staðurinn er Kína sem er sá markaður sem margir telja að muni
leiða hagvöxt heimsins á þessari öld.
Með í þessari ferð verða allir þeir helstu sem leitt hafa sókn ís-
lenskra fyrirtækja á alþjóðamarkaði. Kína er risastór markaður og
eflaust mörg spennandi tækifæri að finna í þeirri gerjun sem er í
viðskiptalífi landsins. Kínverjar keppa líka við íslensk fyrirtæki á
mörgum sviðum og sókn þeirra í sjávarútvegi hefur verið höfuð-
verkur íslenskrar fiskvinnslu.
Margir bjuggust við því að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki
myndu leiða sókn Íslendinga á alþjóðlegan markað. Svo fór ekki og
lyfjafyrirtæki, fjármálafyrirtæki, mat-
vælaframleiðsla, smásala og flutninga-
starfsemi hafa verið í forystusveit ís-
lenskrar útrásar. Sjávarútvegurinn
hefur gert sínar tilraunir og hafa þær
gengið misjafnlega eins og gengur.
Kannski finnur sú mikla þekking sem
býr í íslenskum sjávarútvegi sér far-
veg í Kína.
Íslensk fyrirtæki hafa náð góðum
árangri í kaupum á fyrirtækjum er-
lendis. Enn á eftir að sjá hvernig til
tekst með rekstur þessara fyrirtækja
til lengri tíma. Ekki er við því að búast
að öll fjárfestingarævintýri Íslendinga
heppnist. Sagan sýnir að svo er ekki.
Hins vegar er engin ástæða til þess að
gera of mikið úr því þótt eitthvað kunni
að fara illa. Það er einfaldlega gangur
viðskiptalífsins. Líklegt er þó að betur
hafi verið af stað farið en heima setið.
Sá sem ekki tekur áhættu í viðskiptum
gerir ekki neitt.
Íslendingar hafa reynt fyrir sér í
Kína og er frægasta dæmið tilraun til
þess að framleiða lakkrís í landinu. Ís-
lenskur lakkrís er eitt þeirra fyrirbæra
sem Íslendingar trúa að sé hvergi betra
í heiminum en hér á landi. Smekkur og
menning er hins vegar mismunandi á milli landa og ekki víst að kín-
verskt sælkerafæði falli Íslendingum í geð. Þar fyrir utan eru ýms-
ar hindranir í menningarmun þegar menn reyna að koma á fót
starfsemi í ólíkum menningarheimi.
Heimsókn Íslendinga til Kína er vel til þess fallin að íslenskir
kaupsýslumenn kynnist grunnþáttum samfélagsins og efnahags-
þróunar í landinu. Sú þekking er forsenda þess að einhverjum ár-
angri verði náð í framtíðarviðskiptum og fjárfestingum íslenskra
fyrirtækja í landinu. Augu kaupsýslumanna heimsins beinast að
Kína. Þar verða margir um hituna og ekkert gefið í því að árangur
náist. Sá sóknarhugur sem einkennt hefur íslenskt viðskiptalíf
gefur hins vegar góð fyrirheit um að allar forsendur séu fyrir
hendi að íslensk fyrirtæki geti náð árangri í Kína.
Ferð Útflutningsráðs til Kína er kærkomið tækifæri fyrir ís-
lenskt viðskiptalíf að kanna jarðveginn í því landi tækifæra sem
Kína mun verða á þessari öld.
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Dögg Hjaltalín, Eggert Þór Aðalsteinsson, Þórlindur Kjartansson AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína
Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is VEF-
FANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heim-
ili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi
og í gagnabönkum án endurgjalds.
Sérmeðferð ef kötturinn deyr
The Times | Á forsíðu Sunday Times um helgina er
fjallað um reglur sem yfirvöld menntamála í Bret-
landi hafa sett til þess að koma til móts við nem-
endur sem eru illa fyrir
kallaðir þegar þeir taka
samræmd próf í grunnskóla
og menntaskóla, GCSE og A-level próf. Þróaðir
hafa verið staðlar þannig að nemandi sem missir
gæludýr á prófdegi fær tvö aukastig á prófi en sá
sem missir köttinn sinn daginn fyrir próf fær að-
eins eitt stig. Ef foreldri eða nákominn ættingi er
lífshættulega veikur fást fimm aukastig en aðeins
fjögur ef um fjarskyldan ættingja er að ræða. Ef
börnin eru í gifsi eftir beinbrot fá þau tvö aukastig
en þrjú ef mjög stutt er síðan óhappið átti sér stað.
Þá geta nemendur fengið eitt aukastig ef þeir segj-
ast vera með hausverk þegar prófið stendur yfir.
Þessar reglur sæta nú töluverðri gagnrýni frá hóp-
um sem telja að pólitísk rétthugsun sé farin að hafa
of mikil áhrif á skólastarf en í fyrra sóttu um þrjú
hundruð þúsund nemendur um hærri einkunnir á
grundvelli þess að þeir hafi átt slæman dag þegar
prófin voru tekin.
Orðljótur Þjóðverji
The Economist | Þýski stjórnmálamaðurinn Franz
Muntefering, einn af helstu ráðamönnum Sósíal-
demókrata, er tekinn til
bæna fyrir harðorða
gagnrýni sína á við-
skiptalífið. The Eco-
nomist segir að mál-
flutningur stjórnmála-
mannsins kunni að
valda miklum skaða á
umhverfi viðskiptalífs í Þýskalandi en Munterfer-
ing líkti bönkum við engisprettufaraldur sem legð-
ist á fyrirtæki og hefði af þeim allar eigur áður en
þeir yfirgæfu þau. Economist heldur því fram að
um ódýra kosningabrellu sé að ræða þar sem reiði
almennings yfir lélegum efnahagsaðstæðum er
beint í átt að hálaunuðum stjórnendum fyrirtækja
og gráðugum fjármagnseigendum.
U M V Í Ð A V E R Ö L D
Augu kaupsýslu-
manna heimsins
beinast að Kína. Þar
verða margir um hit-
una og ekkert gefið í
því að árangur náist.
Sá sóknarhugur sem
einkennt hefur ís-
lenskt viðskiptalíf
gefur hins vegar góð
fyrirheit um að allar
forsendur séu fyrir
hendi að íslensk fyr-
irtæki geti náð ár-
angri í Kína.
bjorgvin@markadurinn.is l dogg@markadurinn.is l eggert@markadurinn.is
haflidi@markadurinn.is l thkjart@markadurinn.is
Gylfi
Magnússon
Hagfræðingur og
dósent við Háskóla
Íslands skrifar.
O R Ð Í B E L G
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Markaðir sem þig vantar
(þótt þú vitir ekki af því)
Ef hægt væri að veðja á meðalverð húsnæðis, t.d.
með því að eiga viðskipti með afleiður sem byggja
á vísitölu húsnæðisverðs gætu einstaklingar skilið
að verulegu leyti á milli þess í hve dýru húsnæði
þeir vilja búa og þess hve mikið þeir vilja eiga und-
ir sveiflum í húsnæðisverði.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/E
.Ó
l