Fréttablaðið - 11.05.2005, Page 42
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 MARKAÐURINN18
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Jafet Ólafsson er forstjóri Verð-
bréfastofunnar sem fann sér
svæði í fjármálaþjónustu milli
stóru bankanna. Hann hefur að
undanförnu aðstoðað Almenn-
ing við grasrótartilraun til að
bjóða í Símann. Hafliði Helga-
son hitti Jafet yfir hádegisverði
á Apótekinu.
Jafet Ólafsson, forstjóri Verðbréfastofunnar,
á að baki langan feril í íslensku viðskiptalífi.
Verðbréfastofan var stofnuð 1996 og hefur
upp frá því skotið rótum sem lítið óháð verð-
bréfafyrirtæki. Fyrirtækið hefur að undan-
förnu aðstoðað Almenning undir forystu Agn-
esar Bragadóttur og Orra Vigfússonar við
gerð útboðslýsingar hlutafélags sem hyggst
bjóða í Símann. „Við vissum fyrirfram að það
yrði erfitt að gera útboðslýsingu af því að
menn vita ekki verðið og með því að gefa upp
verð væri verið að veita samkeppnisaðilum
verðhugmyndir.“ Hann segir að nú sé verið
að leita leiða til þess að Almenningur komist
að borðinu.
„Mér finnst að ríkið hefði átt að hleypa al-
menningi að með því að bjóða 30 til 40 pró-
sent á almennum markaði. Ríkið fór auðveldu
leiðina með því að selja Símann til eins aðila
sem samsettur væri úr þremur hópum. Þar
með sleppa þeir við að gera skráningarlýs-
ingu, en þessi miklu viðbrögð almennings
hafa sýnt það að áhugi er á markaðnum.“
LITLU PENINGARNIR SKIPTA MÁLI
Verðbréfastofan hefur á sínum snærum
marga smærri fjárfesta. „Við segjum það oft
að litlu peningarnir skipta líka máli,“ segir
Jafet. „Fyrir þann sem á ekki hundrað
þúsundkallinn eru hundrað þús-
und stórir peningar og það
þarf að halda jafn vel utan
um þá og ávaxta þá eins
og tugi milljóna.“ Hann
segir þau hjá Verðbréfa-
stofunni hafa lagt sig í
framkróka við að fá almenn-
ing til þess að skilja markaðinn og
átta sig á áhættunni af honum. Skuldabréf
eru stærri hluti fjárfestinga, en hlutabréf fá
jafnan meiri athygli. „Hlutirnir gerast í
kringum hlutabréfin og það er ekkert spenn-
andi hvort vextir fara upp eða niður um ein-
hverja tíu eða 20 punkta. Við höfum alltaf
sinnt vel skuldabréfunum á markaði og erum
hlutfallslega stórir þar.“ Hann segir verk-
efnafjármögnun fyrir byggingaverktaka ein-
nig á verksviðinu og þar hafi menn fylgst
með sprengingunni á fasteignamarkaðnum.
„Við spáum að næstu tvö, þrjú árin verði
áfram góð. Bankarnir gerðu þennan markað
mun auðveldari með innkomu á markað sem
Íbúðalánasjóður hefur ráðið í áratugi.“
ÆVINTÝRI Á UNGUM MARKAÐI
Bankarnir hafa verið fyrirferðarmiklir á
markaðnum og ýmsir telja þá fara of geyst.
Jafet telur það ekki mikið áhyggjuefni. „Það
er mjög jákvætt hvernig bankarnir hafa tek-
ið á málum. Ég er gamall bankamaður sjálfur
og þá var algjört tabú að taka veð í hlutabréf-
um. Þá var enginn skráður markaður. Við
erum nánast að tala um tíu ára gamlan mark-
að meðan sá norski er yfir hundrað ára. Verð-
bréfastofan er tæplega níu ára og frá þeim
tíma hefur veltan í Kauphöllinni fimmtán-
faldast.“
Jafet segir að þegar Verðbréfastofan steig
sín fyrstu skref hafi engan órað fyrir því sem
framundan var. „Ég var að skoða gömul gögn
frá þessum tíma og rifja upp. Skoðaði meðal
annars eigið fé fyrirtækja frá þessum tíma.
Þá var Kaupþing með eigið fé sem var rétt
rúmlega 350 milljónir. Eigið fé Verðbréfa-
stofunnar er í dag um 450 milljónir. Ég ætla
nú ekki að bera okkur saman við Kaupþing,
því það hefur verið heilt ævintýri útaf
fyrir sig og sýnir hvað hægt er
að gera á markaðnum. Tiltrú
okkar að það væri rými
fyrir verðbréfafyrirtæki
sem væri óháð bönkun-
um hefur hins vegar
reynst rétt.“ Jafet segir að
ýmsir viðskiptavinir treysti
betur óháðum fyrirtækjum fyrir
verkefnum „Aðkoma bankanna að fyrirtækj-
um er á margan hátt jákvæð
og hefur hleypt nýjum hlut-
um af stað. Fyrirtæki eins og
Bakkavör hefði ekki orðið til
nema af því að fjármála-
fyrirtæki studdi það í upp-
hafi. Við höfum hins vegar
fengið viðskiptavini út á það
að við erum ekki sjálfir að
kaupa og selja fyrirtæki.“
ENGIN BREYTING MEÐ
BURÐARÁSI
Verðbréfastofan kom sér í
upphafi í tengsl við eitt öfl-
ugasta norræna verðbréfa-
fyrirtækið. Verðbréfafyrir-
tæki sem átti eftir að verða á
vegi íslenskra fjárfesta síð-
ar, Carnegie sem nú er að
fimmtungi í eigu Burðaráss.
Carnegie er yfir tvö hundruð
ára fyrirtæki og ber sama
heiti og tónleikahöllin sem
er í New York, afkvæmi
skoskra bræðra sem héldu
sína leið, annar í vestur og
hinn til Svíþjóðar.
Stærsti hluthafinn í því
var áður Singer og Friedlander
sem KB banki er um það bil að eignast. „Ís-
land var ekki á kortinu hjá þeim þó að þeir
skilgreindu sig sem norrænt fyrirtæki. Skýr-
ingin birtist í spurningu forstjórans sem
spurði mig oft hversu margir byggju á Ís-
landi. Þeim fjölgaði lítið á milli okkar funda.
Það varð að samkomulagi að við yrðum um-
boðsaðili þeirra á Íslandi.“ Samstarfið var á
ýmsum sviðum fjármálaþjónustu. „Við höfum
meðal annars tvisvar boðið með þeim í Sím-
ann og ekki fengið. Kaup Burðaráss hafa ekki
haft áhrif á samband okkar við Carnegie.“
JÖRÐ VIÐ MATARKISTU
Lífið er ekki bara verðbréf og fjármál. Jafet
segist vera mikill laxveiðimaður. „Ég hafði
það fyrir atvinnu í mörg sumur að vera fylgd-
armaður fyrir bandaríska veiðimenn í Laxá í
Aðaldal. Ég kynntist þar
stórum hópi bandarískra
viðskiptamanna og sum þeir-
ra sambanda hef ég nýtt
mér. Til dæmis gerðist einn
þessara manna hluthafi í
Verðbréfastofunni í upphafi,
þannig að ég get státað af
einum erlendum hluthafa.“
Jafet segir að heimurinn sé
lítill og einn besti vinur
þessa meðeiganda hans sé
Sir John Bond, stjórnarfor-
maður og forstjóri Hong
Kong Shanghai bankans
(HSBC) sem er talinn einn sá
arðsamasti í heimi.
Badminton er aðalíþrótta-
grein Jafets, hann keppti í
greininni og hefur verið einn
af framámönnum greinar-
innar á Íslandi. Náttúran er
ofarlega í huga Jafets og
hann á hlut í jörðinni Kóngs-
bakka í Helgafellssveit á
Snæfellsnesi. „Það vill nú
svo skemmtilega til að ég
var í sveit á þessum bæ
þegar ég var ungur. Það er
geysilega gaman að koma
þarna á vorin og sjá fuglalífið vakna. Við vor-
um að fá nýjan ábúanda í eina af eyjunum
sem tilheyra jörðinni. Það er örn sem var að
verpa.“
Örninn er velkominn nú, þegar ekki er
lengur keppt við hann um bjargirnar. Hægt
er að veiða lunda í eyjunum og nógar eru
bjargirnar á Breiðafirði og Jafet og félagar
hans yrðu áfram vel bjargálna, þótt markaðir
færu á verri veg.
Hádegisverður fyrir tvo
á Apótekinu
Salat með tandorireyktum
laxi og mangó
Gulrótarsúpa með graslauksrjóma
Grilluð keila með parmesean-
kartöflum og kardimommusósu
Kjúklingasalat með won-ton
og sesamsojasósu
Drykkir
Sódavatn og vatn
Alls 4.810 krónur
▲
H Á D E G I S V E R Ð U R I N N
Með Jafet
Ólafssyni
framkvæmdastjóra
Verðbréfastofunnar
Tvöfaldur
toppur
Það var ekki bjart yfir fólki á
skemmtistaðnum Thorvaldsen
um helgina. Að venju var
bankaliðið þar saman komið
bæði á föstudags- og laugar-
dagskvöld til þess að baða sig í
góðærinu. Allir voru stutt-
klipptir, í teinóttum jakkaföt-
um og í skyrtu en ekki með
bindi. Það er enginn í við-
skiptalífinu lengur með bindi,
nú eru allir bindislausir.
Bankafólk er að mörgu leyti
eins og smábörn. Smábörn eiga
mjög erfitt með að hemja sig
og hafa stjórn á tilfinningum
sínum. Alls kyns utanaðkom-
andi áreiti getur sett börn al-
gjörlega úr jafnvægi en full-
orðið fólk lærir flest smám
saman að halda sínu striki þótt
eitthvað smávægilegt bjáti á
eða allt sé ekki nákvæmlega
eins og gert var ráð fyrir.
Reynsla Aurasálarinnar af
bankafólki er allt önnur og
þetta kemur einna best í ljós á
skemmtistöðum borgarinnar
um helgar.
Fyrir nokkrum árum voru hin
ýmsu bankagengi allsráðandi á
skemmtistöðum borgarinnar.
Þetta fólk átti heiminn og
venjulegt fólk þorði vart að líta
í áttina til þessara snillinga
sem segja „kúlur“ þegar það
meinar milljón af því að millj-
ón er svo smávægileg að það
tekur því ekki einu sinni að
segja orðið. Þetta voru himin-
háir snillingar og afgreiðslu-
fólkið veigraði sér við að rukka
fyrir drykkina til þess að millj-
arðafólkið þyrfti ekki að ómaka
sig á einhverjum þúsund-
köllum.
Nú eru þessir dýrðardagar
runnir upp á ný. Bankafólkið
fer á kostum í borgarlífinu en
svo um leið og markaðurinn
lækkar þá er eins og búið sé að
taka sælgæti af smábarni. Þá
situr verðbréfaliðið á veitinga-
stöðum borgarinnar og spáir
heimsenda. „Heldurðu að þetta
hrynji?“ spyr einn. „Ég veit
það ekki,“ svarar annar. „Nei.
En þetta var gott „run“ – ekki
satt?“ „Jú, þetta var gott
„run““.
Það hefur tekið dálítinn tíma
fyrir bankafólkið að ná sér á
ný eftir að markaðurinn hrundi
í upphafi aldarinnar. Meira að
segja þegar markaðurinn hafði
hækkað helling var bankafólkið
lengi mjög varkárt og hugsaði
með sér að það þyrfti að fara
varlega – þetta gæti ekki enst.
En eftir því sem uppsveiflan
hefur varið lengur því betur
líður bankafólkinu og nú loks-
ins þegar það er farið að kom-
ast almennilega í sama alda-
mótagírinn þá byrjar markað-
urinn að lækka.
Aurasálin er nefnilega full af
efasemdum. Hún hefur stúder-
að markaði lengi og grunar að
nú hafi íslenski markaðurinn
náð hinum svokallaða „tvöfalda
toppi“. Eins og allir muna
hrundi markaðurinn í október
en hefur svo komist hærra en
nokkru sinni fyrr. Þetta er ein-
mitt klassískt ferli fyrir niður-
sveiflu. Þetta vita bankamenn-
irnir og þess vegna voru þeir
svo þungbúnir á Thorvaldsen
um helgina.
Svo skála þeir og segja: „OPM!“
A U R A S Á L I N
Jafet Ólafsson
Starf: Forstjóri Verðbréfastofunnar
Fæðingardagur: 29. apríl 1951
Maki: Hildur Hermóðsdóttir bókaútgefandi
Börn: Jóhanna Sigurborg f. 1975,
Ari Hermóður f. 1982 og
Sigríður Þóra f. 1991.
LEIÐBEINDI VIÐ LAXVEIÐAR Jafet Ólafsson vann fyrir sér á sumrin við að leiðbeina bandarískum kaupsýslumönnum við
laxveiðar. Hann myndaði góð sambönd við þá og einn úr hópnum er meðal hluthafa Verðbréfastofunnar.
„Fyrir þann sem á ekki hundrað þúsundkallinn eru hundrað þúsund
stórir peningar og það þarf að halda jafn vel utan um þá og ávaxta þá
eins og tugi milljóna.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/H
ar
i
Talsmaður
litlu
peninganna