Fréttablaðið - 11.05.2005, Qupperneq 45
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
FYRIRTÆKI TIL SÖLU…
SÖLUSKRÁ HÚSSINS ER Á VEF WWW.HUSID.IS
Salómon Jónsson • Löggiltur fasteignasali
Ingvaldur Mar Ingvaldsson • viðskiptafræðingur
ingvaldur@husid.is
FYRIR VINNUSAMA MANNESKJU
Efnalaug, lítil efnalaug í eigin húsnæði, góð
kaup fyrir samhent hjón eða sem viðbót við
aðra efnalaug.
FYRIR VINNUSAMA MANNESKJU
Videoleiga og hverfisverslun, 20 milljónir í
veltu á ári, verð einungis 2.5 milljónir, upplagt
fyrir duglegan einstakling eða par.
FYRIR MARKAÐSFRÆÐING
Meðeiganda vantar af stað þar sem
heilsuvara er seld, staður í sókn og til staðar
er sérþekking á vörunni en það sem vantar er
sérþekking á markaðsmálum og rekstri.
FYRIR VINNUSAMA MANNESKJU
Tvær sólbaðsstofur sem hafa skilað
núverandi eigendum góðum tekjum í gegnum
tíðina. Mjög vel tækjum búnar og eigendur
fylgja kaupendum fyrstu skrefin.
Almenni lífeyrissjóðurinn fagnaði 40 ára af-
mæli sínu með pompi og prakt. Stjórnarfor-
maður Almenna lífeyrissjóðsins, Páll Á. Páls-
son flutti ávarp. Í tilefni afmælisins fá sjóð-
félagar gjöf og fékk Sturla Böðvarsson, sjóð-
félagi og samgönguráðherra fyrstu gjöfina.
Gjöfin var lykilorð að Skjóðunni, öflugri
reiknivél fyrir eftirlaunasparnað sem hleypt
hefur verið af stokkunum, og fá síðan allir
sjóðfélagar slíkt lykilorð. Í Skjóðunni eru alltaf
nýjustu upplýsingar um stöðu sjóðfélaga og
nýtist hún vel til að gera áætlun um hvernig
best verður búið í haginn fyrir ánægjuleg efri
ár. Almenni Lífeyrissjóðurinn er öllum opinn
en hann er jafnframt starfsgreinasjóður arki-
tekta, tæknifræðinga, tónlistarmanna og leið-
sögumanna. Aðrir sjóðir sem sameinuðust Al-
menna lífeyrissjóðnum eru Lífeyrissjóður arki-
tekta stofnaður 1967, Lífeyrissjóður starfs-
manna SÍF stofnaður 1968, Lífeyrissjóður FÍH
stofnaður 1970, Lífeyrissjóður Félags leiðsögu-
manna stofnaður 1977 og ALVÍB stofnaður
1990. - dh
Afmæli Almenna
Í tilefni afmælisins fá sjóðfélagar aðgang
að Skjóðunni, öflugri reiknivél fyrir
eftirlaunasparnað sem nýtist við að búa
sem best í haginn fyrir efri árin.
FÍNT FERTUGSAF-
MÆLI Þórhildur Stef-
ánsdóttir, Brynja Mar-
grét Kjærnested og
Sigríður Ómarsdóttir,
starfsmenn lífeyris-
sviðs Íslandsbanka.
SKÁLUÐU FYRIR
AFMÆLISBARNINU
Bjarni Markússon og
Friðrik Magnússon
starfsmenn einka-
banka Íslandsbanka.
SJÓÐFÉLAGAR FÁ
AFMÆLISGJÖF
Páll Á. Pálsson, for-
maður stjórnar Al-
menna lífeyrissjóðs-
ins, Rannveig Einars-
dóttir varaformaður
og Sturla Böðvarsson,
sjóðsfélagi og sam-
gönguráðherra.
1.
1.
2.
2.
3.
3.