Fréttablaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 46
Fyrir um þremur árum var barist um Tryggingamiðstöðina og Ís- landsbanka. Ákveðin kjölfesta náðist þá í TM sem hefur haldið síðan en sömu sögu er ekki að segja um Íslandsbanka. Í Kaup- höllinni eru mest viðskipti með Íslandsbanka sem er rakið til þess að enn sé nokkur barátta um bankann. En rifjum upp hvað gerðist fyrir þremur árum. Landsbank- inn keypti hlutabréf Straums og tryggði Ísfélaginu í Vestmanna- eyjum ráðandi hlut. Þá hafði Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, falast eftir þessum bréf- um. TM átti á þessum tíma hlut í Íslandsbanka og var hann lykilat- riði í baráttu um meirihluta í bankaráðinu. Kaupin fóru fram á genginu 67 sem jafngildir 16,75 krónum á hlut. Í dag er gengið um 21 króna á hlut og hefur því ávöxtun bréfa í félaginu ekkert verið til að hrópa húrra fyrir síðustu árin. - dh MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 MARKAÐURINN22 F Y R S T O G S Í Ð A S T Dögg Hjaltalín skrifar Stjórnmálamenn hafa verið duglegir að gagnrýna valdabaráttu í viðskiptalífinu og á nýliðnum aðal- fundi Samtaka atvinnulífsins gagnrýndi Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra valdabaráttu í ís- lensku viðskiptalífi. „Í stað þess að aðaláherslan sé lögð á að bæta fyrirtækin, auka arðsemi þeirra og markaðsvirði berast ítrekað fréttir af átökum um yfirráð. Í hvers þágu eru þessi átök? Eru þau í þágu almennra hagsmuna starfsmanna, eigenda og þjóð- félagsins? Svo má vera stundum,“ sagði hann. Þetta er algengt viðkvæði hjá stjórnmálamönn- um sem virðast sjá ofsjónir yfir baráttu í viðskipta- lífinu. STÓLASLAGUR Þegar fáir aðilar eiga stóra hluti í fyrirtækjunum vill brenna við að viss barátta myndist milli þeirra eða algjör eining. Alltént virðist það vera á yfir- borðinu. Sú barátta sem sýnileg er út á við, snýst fyrst og fremst um sæti í stjórnum fyrirtækjanna. Eins og gefur að skilja þarf hluthafi eða hluthafahópur að ráða yfir ákveðnu magni af hlutafénu til þess að eiga öruggt sæti í stjórn fyrirtækis. Síðustu misseri hefur skapast mikil opinber umræða um meinta valdabar- áttu innan ákveðinna fyrirtækja á ís- lenska hlutabréfamarkaðnum. Þegar rætt er um valdabaráttu er verið að vísa til þess þegar einn eða fleiri aðilar kaupa stóran hlut í fyrirtæki, oftar en ekki á verði sem er hærra en markaðsgengið, til þess að ná völdum eða að koma í veg fyrir að bréf sem til sölu voru á markaðnum komist í hendur annars aðila valdabaráttunnar. Þetta getur raskað valdahlutföllum innan fyrirtækisins og oft sitja smærri hluthafar eftir. Litlu hluthafar sitja yfirleitt eftir þegar fyrirtæki eru afskráð eins og sést hefur á síðustu misserum. Samt virðist vera um nauðsyn- legar aðgerðir að ræða því að í flestum tilvikanna hafa engin átök verið áður en félögin voru tekin af markaði. BESTU BITARNIR Um þessar mundir má segja að helsta baráttan snú- ist um Íslandsbanka en þar hefur verið barist um völdin í nokkur ár. Síðasta útspilið í þeirri baráttu var salan á Sjóvá og varð hún til að styrkja núver- andi stjórn í sessi. Straumur hefur lítið hýru auga til Íslandsbanka með Landsbankann í broddi fylk- ingar. Straumur var sjálfur í miðri baráttu bankanna áður en bæði Íslandsbanki og Landsbankinn vildu fá Straum. Það endaði með sigri Íslandsbanka og mikilli uppstokkun í íslensku viðskiptalífi. Valdabarátta í viðskiptalífinu er oft ekki valda- barátta í orðsins fyllstu merkingu heldur barátta um peninga. Því þegar öllu er á botninn hvolft snýst viðskiptalífið að mestu leyti um krónur og aura. VITLAUST VERÐLAGT Hættan sem getur steðjað að er að væntingar al- mennings stýri ekki verði fyrirtækjanna. Verðið stýrist af kaupum stærri fjárfesta á bréfum á gengi, sem oft endurspeglar fremur valdabaráttu og togstreitu í viðskiptalífinu en raunverulegar væntingar um frammistöðu fyrirtækjanna. Verðið getur því hækkað óhóflega tímabundið. Á fullkomn- um markaði leiðréttist þó verðið til lengri tíma litið. Þegar barátta stendur yfir um skráð fyrirtæki hækkar verð, bæði vegna þess að líklegir kaupendur eru að auka við sig og einnig eru margir sem ætla sér að græða á þessu valdabrölti. Fyrirtæki eru oft sögð of hátt verðlögð og að það stafi bara af valdabaráttu en ætti það ekki einmitt að vera ánægjulegt að sem flestir hefðu áhuga á viðkomandi fyrirtæki? Það gefur auga leið að þau fyrirtæki sem barist hefur verið um eru verðmætari í augum þeirra sem vilja komast yfir þau en annarra fjárfesta. Verðið er réttlætt með því að með breytingum verði hægt að ná miklu meiri verðmætum út úr félögum. Bæði með sameiningum við önnur félög og sölu einstakra hluta fyrirtækisins. Gallinn við valdabaráttu snýr oftast að rekstri fyrirtækjanna sjálfra. Valdabarátta hefur áhrif á stjórnendur og rekstur fyrirtækja meðan á átökun- um stendur. Valdabarátta veldur óvissu meðal starfsmanna fyrirtækja sem ekkert er hægt að gera við. Valdabarátta tekur aðallega tíma frá lykil- stjórnendum því oftar en ekki eru þeir tengdir eig- endum fyrirtækjanna vináttuböndum og ríkir traust oftast þar á milli. M Á L I Ð E R Valdabarátta Hvaða áhrif hefur barátta um völd á rekstur fyrirtækja? Það er ljóst, að þegar barátta verður um yfirráð í fyrirtæki, þá fer mikill tími stjórnenda í slík málefni. Þetta er hins vegar líklega einkenni á frjálsu mark- aðskerfi og er ekki neitt öðru- vísi á Íslandi en í öðrum lönd- um. Ef litið er á uppgjör fyrir- tækja undanfarin misseri bendir al- mennt ekkert til þess, að slík bar- átta hafi haft nei- kvæð áhrif á rekstur og af- komu fyrirtækja. Finnst þér valda- barátta vera áber- andi í íslensku við- skiptalífi? Barátta um völd hér á landi er áberandi, fyrst og fremst vegna þess, hve mark- aðurinn er lítill og kaup og sala fyrirtækja vekur mikla athygli. Fyrirtæki okkar geta verið hlut- fallslega mjög stór á íslenskum markaði og fjölmiðlar fjalla mjög mikið um þreifingar og breytingar á eignarhaldi. Kaup og sala fyrirtækja snýst ekki að- eins um valdabaráttu. Ég vil nú halda, að í flestum tilfellum leiti menn leiða til hagræðingar með samruna og kaupum, og að við- skiptaleg sjónarmið ráði yfir- leitt frekar í slíkum hlutum. Telurðu smærri hluthafa bera skaða af valdabaráttu? Ef litið er til þróunar hluta- bréfaverðs undanfarið hér á landi, bendir ekki margt til þess að menn hafi skaðast mikið á viðskiptum á markaði. Hverjir eru kostir og gallar valdabaráttu? Frjáls og opinn markaður með hlutabréf leiðir sem betur fer oftast til þess, að stjórnendur fyrirtækja leggja sig meira fram og afkoma fyrirtækja hef- ur almennt verið að batna. Hins vegar getur slík barátta líklega leitt til þess, að skammtímasjón- armið fái frekar að ráða í dag- legum ákvörðunum, þar sem menn eru uppteknir við þá bar- áttu sem háð er hverju sinni. Verður valdabarátta til þess að verð á fyrirtækj- um verður óeðli- legt? Mér finnst ekki neitt benda til þess að verð á fyr- irtækjum hafi ver- ið óeðlilegt á und- anförnum misser- um. Þegar mark- aður ákveður verð og aðilar eru til- búnir í viðskipti, þá finnst mér ekki rétt að vera að tala um óeðlilegt verð! Er ástæða til að hafa áhyggjur af mikilli valdabar- áttu í íslensku við- skiptalífi? Ég tel að við eigum ekki að hafa of miklar áhyggjur af slíku, en umræðan á þó rétt á sér. Stjórn- arhættir fyrirtækja skipta miklu máli í þessu sambandi. Ef viðskiptalífið getur komið sér saman um almennar reglur um stjórnarhætti, sem tryggja að- komu stórra sem smárra hlut- hafa að upplýsingum um stjórn- un fyrirtækja, þá er það besta leiðin fyrir alla fjárfesta. Eiga stjórnmálamenn að hafa áhyggjur af baráttu um völd í viðskiptalífinu? Stjórnmálamenn eiga fyrst og fremst að einbeita sér að því að búa til almennan ramma og lagareglur, sem gilda fyrir alla á markaði. Þeir eiga ekki að vera að skipta sér of mikið af daglegum rekstri fyrirtækja og með því að breyta jafnvel leik- reglum, sem gilt hafa um við- skipti manna á milli. Snýst ekki aðeins um valdabaráttu T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Jóns Karls Ólafssonar forstjóra Icelandair Barist um bréfin Tryggingafélög og bankar eru spennandi valdatæki. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN Í öllu sínu veldi. Með peningana að vopni Það gefur auga leið að þau fyrirtæki sem barist hefur verið um eru verðmætari í augum þeirra sem vilja komast yfir þau en annarra fjárfesta. Verðið er réttlætt með því að með breytingum verði hægt að ná miklu meiri verðmætum út úr félögum.                   Valdabarátta í fyrirtækjum virðist vera að aukast, að minnsta kosti ef marka má orð stjórnmálamanna um íslenskt viðskiptalíf. En hversu mikið er um valda- baráttu í íslensku viðskiptalífi? Snýst hún um bestu bitana eða völd og áhrif?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.