Fréttablaðið - 11.05.2005, Síða 62

Fréttablaðið - 11.05.2005, Síða 62
26 11. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR Ég er búin að uppgötva nýtt skeið í manns- lífinu. Foreldr- ar mínir eru á þessu skeiði núna, sem og vinir þeirra og k u n n i n g j a r. Þau eru rétt skriðin yfir f i m m t u g t , búin að koma sér fyrir og punga út sínum skammti af börnum og núna er tíminn til að láta sér líða veeeel. Það mætti eiginlega kalla þetta gelgjuskeið númer tvö. Þau eru sem sagt á seinni gelgjunni. Núna eru þau að byggja sér sumar- bústað. Mér skilst að þessi sumar- bústaður muni verða algjör paradís og þar skal vera allt til alls. Þau eru náttúrlega búin að vera á hinu þekkta græjutímabili í talsverðan tíma og eiga núna allar græjur sem til eru og í flestum tilvikum tvær af hverri tegund. Við eigum meira að segja eplaskrælara. Ekki djók. Og þetta er sko ekki eitthvað sem ég er vön. Þegar ég var lítil mátti ekki einu sinni kaupa kók! Hvað þá eyða pening í einhverja einskisnýta græju eða nýtt sjónvarp þegar hitt dugar bara alveg. Þó svo að maður þurfi að standa upp til að skipta um rás. Núna hefur þetta algjörlega snúist við. Þau kaupa kók meira að segja á miðvikudögum núna. Án þess að blikna! Hvað á það að þýða? Vita þau ekki að kók er óhollt? Hver ól þau eiginlega upp? Kók?!! Þegar maður getur fengið okkar yndislega vatn ókeypis úr krananum! Pffff! Ef okkur svo áskotnast eitthvað þessa dagana, auka örbylgjuofn, sjónvarp eða hvað sem það er, þá er það undantekningarlaust að þessi orð heyrast: „Þetta fer í sumar- bústaðinn, þetta er frábært fyrir sumarbústaðinn, sérðu þetta ekki fyrir þér í sumarbústaðnum?“ Nota bene þá er ég á ystu nöf að fara að stofna til eigin heimilis þar sem ör- bylgjuofn eða aðrar hentugar græjur myndu alls ekki vera óvel- komnar. En nei, sumarbústaðurinn skal það vera. Ég get bara poppað í potti. Kannski ég flytji bara í þenn- an sumarbústað. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA BORGHILDUR GUNNARSDÓTTIR FYLGIST MEÐ FORELDRUM Á GELGJUNNI. Kók á miðvikudögum?! M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Kæri Guð! Það er margt sem ég þarf að ræða um... Ég veit að fötin skapa ekki manninn en...! Af hverju í ósköpunum þurfa eldri menn alltaf að vera í svona ljótum gráum buxum? Þú skilur kannski núna af hverju ég óttast það svo að eldast. Ég vil ekki klæðast svona buxum. Góða nótt! Ætti ég að leiða hana? Ætti ég ekki að leiða hana? Fóturinn á mér snertir hans...ætti ég að færa hann eða? Ætti ég að kyssa hana góða nótt? Brosa eða vera svalur? Ætti ég að leiða hann? Hvernig er hárið á mér? Ætli ég sé andfúl? Afhverju er mér svona kalt!? Ah! Að vera ungur og áhyggjulaus! Bankinn hefur augljós- lega aldrei reynt að ala upp tvö börn á einum launum. Ég er hræddur um að bankinn taki ekki með í reikn- inginn „góða kímnigáfu“. Úps!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.