Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.05.2005, Qupperneq 67

Fréttablaðið - 11.05.2005, Qupperneq 67
Skítamórall á fljó›hátí› Hljómsveitirnar Skítamórall og Í svörtum fötum munu leika á aðal- sviðinu á þjóðhátíðinni í Eyjum öll kvöldin um verslunarmannahelg- ina. Skítamórall, sem hefur starfað saman í fimmtán ár, er um þessar mundir að vinna að nýrri plötu sem kemur út í sumar. Nýtt mynd- band með sveitinni hefur verið í spilun í sjónvarpi undanfarið og mun það væntanlega fá að hljóma á þjóðhátíðinni. ■ SKÍTAMÓRALL Hljómsveitin vinsæla spil- ar á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um versl- unarmannahelgina. Reykjavík Rocks á tónlistarkorti› Tónlistarhátí›in Reykja- vík Rocks fer fram í sumar í fyrsta skipti. Duran Duran, Foo Fighters og Queens of the Stone Age munu tro›a upp í Egilshöll og hefst mi›asala 21. maí. Reykjavík Rocks, tveggja kvölda tónlistarhátíð sem hefur lengi verið í undirbúningi, fer fram í fyrsta skipti í sumar. Hljómsveitin Duran Duran, sem gerði garðinn frægan á níunda ára- tugnum, spilar í Egilshöll 30. júní og 5. júlí munu Foo Fighters og Queens of the Stone Age halda tónleika á sama stað. Miðasala á viðburðina hefst 21. maí. Markmið hátíðarinnar er að skapa árlega alþjóðlega tónlistar- hátíð í Reykjavík sem býður upp á rjómann af þeim hljómveitum sem eru að koma fram á hátíðum í Evr- ópu eins og Hróarskeldu, Glaston- bury og Reading. Hugmyndin um Reykjavík Rocks fór á flug síðast- liðið haust eftir viðræður aðstand- enda hátíðarinnar og fulltrúa nokk- urra virtustu umboðsskrifstofa tón- listarfólks í heiminum í dag. Dave Grohl og félagar í Foo Fighters ásamt umboðsskrifstofu þeirra stukku strax á hugmyndina og sögðu að nú væri kærkomið tæki- færi til þess að koma Reykjavík á hið stóra tónlistarhátíðakort Evrópu yfir sumartímann. Grohl hafði svo samband við félaga sína í Queens of the Stone Age, sem stukku einnig til. Duran Duran kom svo inn stuttu síðar og grundvöllur Reykjavik Rocks 2005 var þar með tryggður. Kári Sturluson, sem nýverið fékk Robert Plant hingað til lands, er einn af aðstandendum hátíðar- innar. Hann segir að hátíðin hafi nánast verið tilbúin fyrir áramót. „Þetta er búið að vera klárt síðan í nóvember. Ég átti bara eftir að fá staðfest hvaða sveit yrði með Foo Fighters. Það var ekkert mál að bóka Egilshöllina,“ segir Kári og þverneitar að hafa átt í deilum við aðra tónleikahaldara vegna leigu á Egilshöll. Hann vonast eftir því að Reykjavík Rocks eigi eftir að vera fastur liður í tilverunni um ókomin ár. „Ég sé fyrir mér um tvö ár fram í tímann að hátíðin muni stækka og verða nokkrir dagar og það verði ekki bara tónlist í boði. Annars verður á hátíðinni í sumar boðið upp á atriði sem henta öllum skalanum,“ segir hann. Forsala á miðum sem gilda fyrir bæði kvöldin á hátíðinni hefst laug- ardaginn 21. maí kl. 11.00 í verslun- um 10-11 í Lágmúla, Austurstræti og á Akureyri. Miðaverð er 9.900 krónur og aðeins verða 5.000 slíkir aðgöngumiðar í boði. Daginn eftir, 22. maí, hefst almenn miðasala þar sem hægt er að kaupa miða á sitt hvort kvöldið. Miðaverð er 5.900 krónur og þar eru einnig 5.000 mið- ar í boði á hvort kvöld. Sú miðasala hefst klukkan 11.00 í öllum verslun- um 10-11 og á www.reykjavik- rocks.is. freyr@frettabladid.is REYKJAVÍK ROCKS Kári Sturluson, í miðjunni, ásamt aðstoðarmanni sínum Dadda Guð- bergssyni og fulltrúum annarra aðstandenda hátíðarinnar; Bylgjunnar, Pepsi og 10-11. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.