Fréttablaðið - 11.05.2005, Síða 70
Selma Björnsdóttir lagði snemma
í morgun upp í langferð þar sem
áfangastaðurinn er Kænugarður í
Úkraínu. Þar mun Selma verða
fulltrúi íslensku þjóðarinnar í
Eurovision keppninni og flytja
lagið If I Had Your Love. Gífurleg
spenna er fyrir þessari keppni
enda benda flestar spár til þess
að laginu muni ganga vel.
Rúnar Freyr Gíslason, eigin-
maður Selmu, er búinn að vera á
stöðugum þeysingi síðustu daga
þar sem binda þarf um marga
lausa hnúta. „Já, þetta er búið að
vera heilmikið stress síðustu
daga og ég hef brugðið mér í hlut-
verk sendils og barnapíu,“ segir
Rúnar Freyr sem var einmitt að
sendast eitthvað fyrir Selmu
þegar Fréttablaðið náði tali af
honum.
Rúnar Freyr verður því einn í
kotinu ásamt syni þeirra Selmu,
Gísla Birni, um skamma hríð en
sjálfur fer leikarinn út á sunnu-
daginn. Þetta er í annað sinn sem
hann fer á þessa keppni. „Það er
mjög skemmtileg stemmning á
þessari keppni og þeir blaðamenn
sem koma eru dolfallnir Euro-
vision-aðdáendur, eltandi stjörnu-
rnar út um allt,“ segir Rúnar
Freyr og viðurkennir að hann sé
orðinn pínulítið spenntur. „ Hjart-
að slær aðeins hraðar,“ segir
hann og hlær.
Hann segist ekki mikið vita um
Kænugarð en vita þó að þetta sé
mjög áhugaverð borg með mikið
menningarlíf. „Það verður líka
gaman að vera í fríi frá sviðinu,
geta staðið til hliðar og bara
fylgst með,“ segir hann og reikn-
ar með því að vera með íslenska
fánann í salnum þegar Selma stíg-
ur á sviðið. „ Svo reyni ég bara að
vera góður við hana,“ bætir hann
við og heldur áfram að þeysast
um borgina og binda lausu hnút-
una. freyrgigja@frettabladid.is
34 11. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR
Og meira af Svanhildi Hólm.Opruh-þátturinn sem þjóðin
hefur beðið eftir
verður sýndur á
Stöð 2 í kvöld.
Miklar deilur hafa
sprottið upp út af
yfirlýsingum Svan-
hildar um kynlíf Ís-
lendinga. Í kvöld
verður þó hægt að
gera bragarbót á
því og mynda sína
eigin skoðun þegar
Oprah Winfrey, spjallþáttadrottning
Bandaríkjanna, ræðir við spjallþátta-
drottningu Íslands.
Lárétt: 1 aða, 5 sönghópur, 6 skamm-
st., 7 íþróttaviðburður, 8 nögl, 9 stillt, 10
ull, 12 eldsneyti, 13 svelgur, 15 frá
Reykjavík, 16 tarfur, 18 lélegt.
Lóðrétt: 1 ekluna, 2 fraus, 3 sem, 4 frá-
sagnarvert, 6 tannhirðuefni, 8 eins um r,
11 ærða, 14 leðja, 17 goð.
Lausn
Lárétt: 1skel,5kór, 6fr., 7ol,8kló,9
prúð,10tó,12kol,13iða,15re,16
naut,18rýrt.
Lóðrétt: 1skortinn, 2kól,3er, 4fróð-
legt, 6flúor, 8krk,11óða,14aur, 17tý.
595 9000
Björn Daníelsson, hdl. og lögg. fasteignasali
Gott gistiheimili við Sóltún í Reykjavík sem er með 9
herbergi og 5 stúdióíbúðir auk ca 180 fm bíla-
geymslu, leigutekjur ca 5-600þús pr mán verð 55
millj áhv 36 mill. Nánari upplýsingar veitir Kristberg
Snjólfsson í síma 595-9000.
Tákn um traust
Einstakt tækifæri
Bandaríska dávaldinum og Ís-
landsvininum Sailesh tókst það
sem fáum hefur tekist að afreka,
að gera allt brjálað í Svíþjóð án
þess að hafa svo mikið sem stigið
þar fæti. Ísleifur Þórhallsson,
sem hefur veg og vanda af ferð-
um dávaldsins, sagði atburðarás-
ina hafa verið mjög skondna.
„Þannig var mál með vexti að
sænskir blaðamenn hringdu í
hann eftir að þeir höfðu fengið
fregnir af því að hann myndi
njóta aðstoðar Olindu, sem er
þjóðþekkt eftir að hafa verið í
sænsku útgáfunni af Paradise
Hotel,“ segir Ísleifur. „Þeir
spurðu hvort hann ætlaði að láta
Olindu fá fullnæginu á sviðinu og
Sailesh svaraði því bara játandi
enda vissi hann ekkert hver þessi
stúlka væri. Þessu var síðan sleg-
ið upp á forsíðu sænsku blað-
anna,“ segir Ísleifur og hlær.
Mikið fjaðrafok varð í kjölfar-
ið og segist Ísleifur aldrei hafa
lent í öðru eins. „Svíar eru furðu-
leg þjóð,“ bætir hann við en eig-
andi staðarins Rival, þar sem
Sailesh átti að troða upp, hótaði
að henda þeim út. „Við leiðréttum
þetta og Olinda kom bara fram í
lokaatriðinu sem fólst í því að
þegar hún tók í höndina á karl-
mönnunum fengu þeir fullnæg-
ingu.“ Vakti þetta mikla kátínu og
enn komst Sailesh á forsíður
sænsku blaðanna.
Ísleifur reiknar með að sýn-
ingin fari í smá ferðalag, meðal
annars til Finnlands og vonandi
til Danmerkur auk annarra Evr-
ópulanda. „Þetta er reyndar
bannað í Noregi,“ segir Ísleifur
og útilokar ekki að Sailesh komi á
ný til Íslands. Hvort einhver
þekkt íslensk kynbomba yrði
fengin til aðstoðar vildi Ísleifur
ekkert segja um. „Verðum við
ekki bara að leita að hinni ís-
lensku Olindu?“
freyrgigja@frettabladid.is
Sailesh veldur fja›rafoki
SAILESH ÁSAMT OLINDU Dávaldurinn
Sailesh ásamt sænsku skvísunni Olindu á
sýningu í Svíþjóð sem vakti mikla athygli.
RÚNAR FREYR GÍSLASON Kvaddi Selmu í morgun en fylgir henni eftir á sunnudaginn kemur.
RÚNAR FREYR: FER Á EUROVISION Í ANNAÐ SINN
Í hlutverki sendilsins
Vinn verkefni fyrir
Fjarðabyggð
Sumarið er sá tími
sem ég smyr upp
ermarnar og vinn. Ég
er náttúrlega í um-
hverfismálunum og
það getur varla heitið
að ég hafi farið í sum-
arfrí. Ég verð að vinna
verkefni fyrir Fjarða-
byggð í sumar. Ég fer
reyndar í tvo daga í gistingu hjá systur minni í Dan-
mörku. Það er eiginlega eina sumarfríið mitt.
Í fríi í allt sumar
Í sumar ætla ég aðal-
lega að byggja bú-
staðinn minn í Borg-
arfirðinum. Ég er í fríi
í allt sumar og ætla
að hafa það gott. Í
haust ætla ég svo að
ganga í fjöllunum á
Spáni. Þetta verður
heljarinnar gönguferð
sem tekur viku. Við
endum svo á hóteli sem er um klukkutíma frá
Alicante. Þetta verður fínasta sumarfrí.
Til Spánar í hálfan
mánuð
Ég ætla að fara með
stúlkuna mína til
Spánar í hálfan mán-
uð. Við verðum í litlu
húsi rétt hjá Alicante.
Svo þegar ég kem
heim frá Spáni á ég
líklega eftir að bruna
norður og ferðast eitt-
hvað innanlands.
Þetta verður ágætis frí
og það er líka nauðsynlegt fyrir mig að taka mér frí
til að sinna stelpunni minni.
HVAÐ ÆTLARÐU AÐ GERA Í SUMARFRÍINU?
ÞRÍR SPURÐIR
Árni Steinar Jóhannsson,
þingmaður Vinstri grænna.
Ásta Möller, þingkona Sjálf-
stæðisflokksins.
Guðrún Ögmundsdóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar.
… fær söngflokkurinn Icy, sem
ætlar að koma saman á ný á
Nasa þann 21. maí, þegar sjálf
Eurovision-keppnin fer fram.
Nítján ár eru síðan Helga Möller,
Pálmi Gunnarsson og Eiríkur
Hauksson stigu á svið í Björgvin
og sungu lagið um Gleðibankann.
HRÓSIÐ
FRÉTTIR AF FÓLKI1
5 6
87
9
12
15
10
13
16 17
11
14
18
2 3 4
[ VEISTU SVARIÐ ]
Svör við spurningum á bls. 8
1
3
2
Akrahreppur.
Jón Ólafsson.
Ásdís Ólöf SI-23.
Nútíma sauma-klúbbar geta tek-
ið á sig hinar ýmsu
myndir eins og
flestir vita og oft-
ast lítið saumað í
slíkum félags-
skap. Sumir
saumaklúbbar
hafa meira að
segja breyst í
leynifélög í anda
ævintýrabóka og
bera nöfn sem slíkir.
Einn virkasti klúbbur-
inn í Reykjavík um þessar mundir,
og sá sem reynir að láta fara eins
lítið fyrir sér og mögulegt er, er
Leynifélagið Svarta höndin sem
skipað er ungum stúlkum víðs vegar
að úr þjóðfélaginu. Svarta höndin er
sprottin upp úr veftímaritinu tíkin.is,
sem ungar sjálfstæðiskonur halda
úti, en í hópinn hafa síðan bæst
aðrar stúlkur. Tveir helstu forsprakk-
ar félagsins eru sjónvarpskonurnar
og samstarfsfélagarnir Svanhildur
Hólm og Inga Lind Karlsdóttir á
Stöð 2, Birna Anna Björnsdóttir,
blaðamaður á Morgunblaðinu,
Tinna Traustadóttir dóttir Stein-
unnar Sigurðardóttur, rithöfundar
og Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, lög-
fræðingur og eiginkona Ágústs
Ólafs Ágútssonar, þingmanns Sam-
fylkingarinnar.
Svarta höndin heldur reglulega
leynilegar samkomur þar sem stúlk-
urnar úða í sig kökum og ræða lífs-
ins gagn og nauðsynjar. Félagið
heldur líka nýársfagnað þar sem
engu er til sparað og það eru víst
einu skiptin sem mökum er leyft að
fljóta með.