Fréttablaðið - 12.05.2005, Side 2

Fréttablaðið - 12.05.2005, Side 2
2 12. maí 2005 FIMMTUDAGUR ALÞINGI Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, mótmælir harðlega ákvörðun um að fresta afgreiðslu frumvarps um afnám fyrningarfrests í kynferðis- afbrotamálum. Hann kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar í gær og vísaði til samkomulags frá því á mánudag þar sem formenn þing- flokkanna og forseti Alþingis sömdu um þau mál sem skyldi taka af dagskrá. Halldór Blöndal þing- forseti kvaðst ekki hafa samið um þetta mál við þingflokksformenn á mánudag. Hann sagði að breytinga- tillaga hefði verið lögð fram síðast á þriðjudagskvöld og því hefði mál- ið varla getað verið frágengið. „Þetta gerist oft og réttlætir ekki að málið sé tekið af dagskrá. Staðreyndin er sú að ekki er pólítískur vilji til þess að sam- þykkja frumvarpið. Við sem styðjum þetta og þau 15 þúsund sem skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda höfum verið dregin á asnaeyrunum. Endur og hálendis- vegur eru forseta þingsins ofar í huga en kynferðisafbrot gegn börnum,“ segir Ágúst Ólafur. Hópur fólks úr ungliðahreyf- ingum stjórnmálaflokkanna af- henti þingforseta skrifleg mót- mæli undir kvöld í gær vegna frestunar á afgreiðslu frumvarps- ins til næsta hausts. – jh Uppreisnarmenn færast í aukana: Miki› mannfall í Írak í gær BAGDAD, AP Á áttunda tug manna týndi lífi og ríflega hundrað særð- ust í hryðjuverkaárásum í Írak í gær. Uppreisnarmenn hafa færst mjög í aukana síðan nýja ríkis- stjórnin tók við. Í það minnsta þrjátíu manns biðu bana þegar maður með sprengiefni innanklæða laumaðist inn á skrifstofu í bænum Hawija, norður af Bagdad, í gærmorgun. Þar var verið að ráða lögreglu- og hermenn til starfa. 35 til viðbótar særðust alvarlega í sprenging- unni. Um svipað leyti sprakk öflug bílsprengja á markaði í borginni Tikrit, heimaborg Saddam Hussein. 27 fórust í sprengingunni en 75 særðust. Að sögn sjónarvotta reyndi ökumaður bílsins að aka inn í nálæga lögreglustöð en öryggis- verðir vörnuðu honum vegar. Súnníasamtökin Ansar al-Sunnah hafa lýst yfir ábyrgð á tilræðinu. Þá var stærsta áburðarverk- smiðja landsins sprengd í loft upp í Basra og fórst einn þar. Bayan Baqir Jabr, innanríkis- ráðherra, reyndi í sjónvarpsviðtali að róa almenning og lofaði að frið- ur kæmist senn á í landinu. Fátt bendir þó til að það verði í bráð. Uppreisnarmenn hafa fært sig mjög upp á skaftið á síðustu vik- um. Um þessar mundir eru gerðar um sjötíu árásir á dag, samanborð- ið við 30-40 í febrúar. ■ Fráleitt a› mi›a flinglok vi› sau›bur› 30 frumvörp bi›u fyrstu umræ›u flegar flinghaldi lauk í gær. Vilji er me›al flingmanna til fless a› lengja flinghaldi› og gera störf flingsins skilvirkari. Halldór Blöndal st‡r›i sínum sí›asta fundi í gær sem forseti Alflingis. ÞINGLOK Halldór Blöndal stýrði sínum síðasta fundi í gær, þegar þingi var slitið, sem forseti Alþingis. Í haust sest Sólveig Pétursdóttir í stól forseta. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra lagði í gær fram þings- ályktunartillögu um frestun þings, svo sem venja er þegar þinghald- inu lýkur, og lauk atkvæðagreiðsl- um seint í gærkvöldi. Mörg mál bíða afgreiðslu og gerði Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki, starfshætti þingsins að umtalsefni. Hann sagði það ekki lengur í takt við tímann að ljúka þinghaldi í fyrri hluta maí og koma aftur saman í byrjun október ár hvert. Hann lagði til að þinghald stæði út júnímánuð ár hvert og hæfist aftur um miðjan september. „Þingið getur starfað í þremur lotum, að hausti og í tveimur lotum eftir áramót.“ Kristinn upplýsti að nú biðu um 30 frumvörp fyrstu umræðu, þar af fimm sem lögð voru fram fyrir áramót. 25 þessara frumvarpa komu fram fyrir meira en tveimur mánuðum og 65 umræður bíða. Kristinn segir þingmenn vilja fá þingmál sín rædd en til þess gefist ekki tími. „Það er ekki gott að stór og mikilvæg mál séu lögð seint fram og gefinn stuttur tími til um- ræðna og enn styttri tími til um- fjöllunar í þingnefndum. Við þetta verður ekki unað lengur.“ Byndís Hlöðversdóttir, Sam- fylkingunni, tók undir orð Kristins en gat þess að Rannveig Guð- mundsdóttir hefði lagt fram tillögu um að þing stæði til 15. júní og kæmi aftur saman um miðjan sept- ember ár hvert. Björgvin G. Sig- urðsson, Samfylkingunni, kvað frá- leitt að miða þingstörfin við sauð- burð að vori og göngur að hausti. Jóhann Ársælsson, Samfylk- ingunni, taldi brýnt að forðast endurflutning mála. Það mætti gera með því að halda málum vakandi milli þinga. Guðjón A. Kristjánsson, Frjáls- lynda flokknum, sagði að nú væru 126 þingsályktunartillögur óaf- greiddar. Nauðsynlegt væri að breyta starfsháttum þingsins til að ná betri árangri. johannh@frettabladid.is Ríkissaksóknari: Ákært vegna Dettifossmáls DÓMSMÁL Á mánudag var gefin út ákæra á hendur fimm mönnum í seinni hluta svokallaðs Detti- fossmáls, eins umfangsmesta fíkniefnamáls sem hér hefur komið upp, að því er fram kemur í staðfestingu Hæstaréttar á gæsluvarðhaldi yfir einum mannanna. Þessi hluti málsins fjallar um innflutning á tæpum 7,7 kílóum af amfetamíni sem falin voru um borð í Dettifossi og komu til landsins frá Þýskalandi 19. júlí í fyrra. Fyrri hluti málsins snýst um tæp þrjú kíló af amfetamíni og 600 grömm af kókaíni sem reynt var að smygla með sama skipi. Þá tengist málinu innflutningur á e-töflum í pósti. Samkvæmt heimildum blaðs- ins verður málið dómtekið í byrj- un næstu viku. - óká Ólga í Jalalabad: Skoti› á mót- mælendur KABÚL, AP Fjórir Afganar biðu bana og 71 særðist í skothríð lögregl- unnar í Jalalabad en þar mót- mæltu hundruð stúdenta meintu g u ð l a s t i bandarískra leyniþjón- ustumanna í f a n g a b ú ð - unum í Gu- antanamo. Tímarit- ið News- week skýrði frá því í vikunni að leyniþjónustumenn í Guantana- mo hentu gjarnan Kóraninum í klósettið og sturtuðu bókinni jafnvel niður til að ergja fangana í búðunum. Mikil reiði og mót- mæli gripu um sig í Afganistan og víðar í kjölfar fregnanna. Í Jalalabad brást lögreglan hins vegar við með því að skjóta á mótmælendur. ■ SPURNING DAGSINS Gu›björn, á Ei›ur Smári afturkvæmt til Íslands? „Veri hann velkominn. Ferguson ætti að skammast sín fyrir að hafa ekki keypt þennan snilling á sínum tíma.“ Guðbjörn Ævarsson er formaður Rauðu djöfl- anna, stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði mark á Old Trafford í 3-1 sigri Chelsea á Manchester á þriðjudag. UNGLIÐAR MÓTMÆLTU FRESTUN Telja sérkennilegt að afgreiða ekki málið þegar viljinn til þess sé þverpólítískur. BRÓÐIR SYRGÐUR Jamil Abdul Husain missti bróður sinn Haydar Abdul Husain í sprengjutilræðinu í Tikrit í gær. NORÐUR-KÓREA KJARNORKUVOPNAFRAM- LEIÐSLU ÁFRAMHALDIÐ Stjórn- völd í Pjongjang lýstu því yfir í gær að þau hefðu lokið við að fjarlægja notaða kjarnorkuelds- neytisstauta úr einum kjarna- ofna sinna til að vinna úr þeim plúton í kjarnavopn. Með þessu þrýstir stjórnin á viðsemjendur sína í kjarnorkumálum um að gefa enn frekar eftir við samn- ingaborðið. Frestun fyrningarfrumvarps: Svik vi› flúsundir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI ÍRAN RAFSANJANI BÝÐUR SIG FRAM Móttaka framboða til embættis forseta Írans hófst á þriðjudag- inn en kosningar verða í land- inu 17. júní næstkomandi. Hashemi Rafsanjani, fyrrver- andi forseti, hefur lýst því yfir að hann bjóði sig fram. Hann þykir sigurstranglegur þar sem hann nýtur trausts bæði klerk- anna í landinu og stórs hluta al- mennings. Sebastian Young: Sakfelldur fyrir mor›i› DÓMSMÁL Dómstóll í Pensacola í Flórída fann í fyrradag Sebastian Young sekan um morð á fyrrver- andi eiginkonu sinni, Lucille Mosco, og morðtilraun við hálfís- lenskan son hennar, Jón Júlíusson. Atburðurinn varð 14. mars 2003 en þá hafði nálgunarbann verið sett á Young. Hann braust þá inn í íbúð mæðginana og skaut konuna með haglabyssu. Jón náði að koma sér út en hlaut samt talsverðan áverka. „Ég vil að hann fái dauðadóm,“ sagði Jón í samtali við Pensacola News Journal eftir að dómurinn var kveðinn upp. Young verður annað hvort dæmdur í ævilangt fangelsi án möguleika án reynslu- lausn eða til dauða. - shg ÞINGI VAR FRESTAÐ Í GÆRKVÖLDI Þingmenn, eins og Kristinn H. Gunnarsson, koma að óbreyttu næst saman til fundar eftir 140 daga. GUÐLASTI MÓTMÆLT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.